Ofneysla er böl

Ofneysla áfengis hefur lengi verið sannkallað böl. Athyglisvert er að líta 100 ár aftur í tímann var algengt að sterkt áfengi væri veitt í staupatali. Var það m.a. í þeim tilgangi að liðka fyrir viðskiptum.

Síðastliðið haust var eg meðal íslenskra ferðalanga á leið frá Moskvu austur til Kamtsjatka austarlega í Síberíu. Biðum við í óvissu um 7 tíma á flugvelli í Moskvu. Ástæða tafarinnar var sögð slæmt veður! Síðar kom í ljós að ekkert var að veðri,meiraað segja hið besta haustveður á leiðinni og á áfangastað. Það rétta kom í ljós að þá um daginn hafði rússnesk flugvél farist af ókunnum ástæðum og því væri allar flugsamgöngur í Rússlandi meira og minna lamaðar. Við ítarlega rannsókn var orsakanna að leita að flugmennirnir voru báðir ofurölvi!

Á leiðinni til baka settist við hlið mér í flugvélinni ungur Rússi velbirgur af áfengi. Hann drakk hverja bjórdósina á fætur annarri ásamt einhverju sterkara. Svaf hann áfengisdauða lungann af leiðinni sem tók 9 tíma. Þetta brennivínsstand er alls staðar hreint ömurlegt og er Rússum virkilega til vansa. Það er því mjög æskilegt að yfirvöld taki á þessu. En fleiri mættu auðvitað líta í eigin barm því ofneysla áfengis og annarra fíkniefna fer ekki vel með mannslíkamann.

Hóflega drukkið vín gleður geð guma og vífa. Allt er því gott í hófi.

Mosi


mbl.is Áfengi bannað í rússneskum flugvélum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 242837

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband