Skelfilegur viðskilnaður Sjálfstæðisflokksins

Nánast hvern einasta dag kemur e-ð nýtt fram um skelfilegan viðskilnað Sjálfstæðisflokksins. Hvar endar þetta?

Einu sinni var Sjálfstæðisflokkurinn n.k. „flaggskip“ íslensku stjórnmálaflórunnar. Nú virðist vera þvílíkt illgresi sem vaxið hefur í flokki þessum að nú þarf heldur betur að taka til hendinni, uppræta illgresið og rækta garðinn að nýju.

Því miður getur Mosi ekki vorkennt forystusauðum Sjálfstæðisflokksins hvernig komið er. Þið máttuð vita en breyttuð ekki eins og sjá mátti fyrir. Þið hafið verið á stöðugu lensi en eruð núna strandaðir á blindskeri, með brotin möstur, segl og reiði farin veg allrar veraldar.

Á þingi steytið þið hnefann, skiljið eftir tímasprengjur en iðrist einskis.

Betra hefði verið að allir flokkar hefðu tekið höndum saman og kappkostað að bjarga því sem bjargað verður. Nú er Snorrabúð stekkur.

Það tekur langan tíma að byggja aftur upp traust sem glatast hefur.

Mosi


mbl.is Gripið í tómt hjá Byggðastofnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Byggðastofnun hefur aldrei verið annað en rugl. Ef við skattgreiðendur eigum að veita styrki til óhæfra stjórnenda fyrirtækja úti á einhverjum krummaskuðum þá á að gera það með opinberum hætti í gegn um Alþingi. Punktur. Ekki reka einhverja kommissarastofnun fyrir afdankað lið sem fær hvergi vinnu annarsstaðar og kosta stórfé til viðbótar fyrir styrkina, sem stundum eru kallaðir lán og er meira að segja þinglýst eins og alvöru pappírum. Nei, Byggðastofnun er ein birtingarmynd spillingar og sukks framsóknar og sjálfgræðisflokksins.

Nöldurskjóða (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 17:34

2 Smámynd: Guðmundur Björn

Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekkert með Byggðastofnun að gera.  Framsókn og Samfó hafa stýrt ráðuneyti stofnunarinnar síðan 1999!   Hugsa fyrst, skrifa svo!

Guðmundur Björn, 19.2.2009 kl. 23:50

3 identicon

,,Einu sinni var Sjálfstæðisflokkurinn n.k. „flaggskip“ íslensku stjórnmálaflórunnar."

 Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei gert annað en að koma ónýtum flokksmönnum í embætti !

Þetta eru þeir sem við viljum núna losna við , því þetta eru handónýtir gerspilltir embættismenn !

Hvað blasir við, það er alveg sama hvar komið er niður þar sem sja´lfstæðisflokkurinn hefur komið fyrir sínum flokksmönnum í embætti hjá hinu opinbera !   Það er ekki bara Hannes Hólmsteinn sem er ónýtur !

Krisján Þór hefur verið duglegur í þessum ráðningum !

JR (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 23:52

4 identicon

Það á ekki að skipa máli hver stjórnar ef það er einhver með viti menn verða að reyna að skilja það. Þjóðarskútan er sokkinn íslendingar verða að standa saman ekki vera að karpa endalaust um einhverja flokka skaðinn er skeður og framhaldið er það sem skiptir máli ekki bókstafur.

Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242914

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband