Davíð ber að víkja - tafarlaust!

Þegar Davíð yfirgaf Stjórnarráðið og fór í Seðlabankann var það vægast sagt gert á mjög umdeildan hátt: Sú venja hafði verið milli Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins að þessir flokkar einir nánast „áttu“ bankastjórastólana. Sérstaklega var staða yfirbankastjóra „eign“ Sjálfstæðisflokksins. Þannig var staða bankastjóra aldrei auglýst heldur skipaði Davíð eiginlega sjálfan sig sem yfirbankastjóra. Það var því mjög umdeild ákvörðun og sæmir ekki þjóð þar sem eðlilegar lýðræðisreglur eru virtar. 

Meðan ekki reyndi sérstaklega á þetta fyrirkomulag þá gekk þetta. En nú er sældartími flokksræðis á Íslandi vonandi að þoka fyrir raunverulegu lýðræði.

Um leið og bjátar á og hvað þá þegar allt fjármálakerfi heims fer úr skorðum, þá er mjög mikilvægt að vel lærður og reynslumikill fagmaður sé þar við stjórnvölinn. Við getum kannski líkt þessu við knapa sem situr hest. Ekki skiptir máli ef knapinn kann ekkert þá getur hann setið hvaða barngóðan hest sem vera mætti. En um leið og óvanur knapi sest á gæðing sem þarf góðrar stjórnunar við, þá er hætta nokkur að viðvaningnum verði hent af baki við fyrsta tækifæri. Nú er komin sú staða að hvarvetna í hinum alþjóðlega fjármálaheimi eru fjármálamenn forviða að fyrrum stjórnmálarefur sé yfirmaður seðlabanka sem leikur lykilhlutverk í þeim erfiðleikum sem nú þarf að leysa úr.

Það er því oft þörf en nú er algjör nauðsyn að skipta út stjórn Seðlabanka Íslands. Davíð er því miður vanhæfur og honum væri hollast að víkja hið snarasta. Frekari þráseta hans væri beinlínis heimska.

Mosi


mbl.is Seðlabankastjórar víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig er með "knapann" í fjármálaráðuneytinu??????????

Þar var Dýralæknir!!!!!!!!!! og nú er nýkominn Jarðfræðingur!!!!!!!!!!! í sæti "knapans".

Var einhver að tala um Nýja Ísland???????????????  Það er ekki í lagi með þessa þjóð.

Páll

Páll (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 09:36

2 Smámynd: Skarfurinn

Væri Davíð ærlegur þá mundi hann stíga til hliðar og afsala sér biðlaunum, hann er hvort eð er á svo góðum eftirlaunskjörum sem hann lét leiða í lög hér um árið og vakti undrun manna og reiði eins og því miður flest sem þessi maður gerir. Björgvi ráðherra afsalaði sér biðlaunum er hann sagði af sér, og tel ég þó Davíð hafa gert margfallt alvarlegri afglöp í starfi en tjéður Björgvin.

Skarfurinn, 3.2.2009 kl. 09:36

3 identicon

Forsetinn á líka að víkja tafarlaust.  Hann lék sér með útrásarsukkurnum sem komu okkur á hausinn.  Fyrr verður ekki sátt né friður í landinu.

Lýðræðissinninn (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 09:38

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Varðandi þá staðreynd að jarðfræðingur setjist í stól fjármálaráðherra þá ætti það ekki að vera verra en dýrlæknir skipi það sæti. Jarðfræðingar vilja gjarnan ganga úr skugga um að traust sé undir stólnum, hvorki merki um misgengi eða jarðskjálftasprungur.

Varðandi þáábendingu að forsetinn beri einnig að víkja þá vill Mosi benda á að Ólafur Ragnar hefur viðurkennt mistökin, einn allra sem tengist útrásinn á einhvern hátt. Hann hefur beðið þjóðina afsökunar. Er það ekki töluvert meira en afstaða hinna sem fremur hafa viljað berja í brestina en viðurkenna afglöp?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 3.2.2009 kl. 09:51

5 identicon

Allt verðir punktar að ofan.  En ég var hissa að lesa í frétt mbl. að Halldór Blöndal væri formaður bankaráðs Seðlabankans.  Veit einhver hvað hann lærði? 

EE (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 10:05

6 identicon

Sæll Mosi

Málið snýst um Siðbót, ekki það að viðhalda gamla kerfinu. Ég tel að það sé ekkert verra að vera með Jarðfæðing í starfi fjármálaráðherra en Dýralækni.

Hvorugur hefur þó menntun til að sinna starfinu.

Nýja Ísland kallar á hæft fólk til starfa sem vel lærðir og reynslumiklir fagmenn eru við stjórnvölinn.

Páll

Páll (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 10:15

7 identicon

Sæll Mosi

Málið snýst um Siðbót, ekki það að viðhalda gamla kerfinu. Ég tel að það sé ekkert verra að vera með Jarðfæðing í starfi fjármálaráðherra en Dýralækni.

Hvorugur hefur þó menntun til að sinna starfinu.

Nýja Ísland kallar á hæft fólk til starfa þar sem vel lærðir og reynslumiklir fagmenn eru við stjórnvölinn.

Páll

Páll (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 242836

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband