Tímasprengja Einars Bolvíkings

Ef lög um ábyrgð ráðherra væru virt, hefði Einar Guðfinnsson verðandi fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hugsað sig tvisvar um hvort hann ætti að storka samlöndum sínum og öðrum hagsmunaaðilum. Hann valdi að falla í þá freistni og með því skilja eftir tímasprengju í fráfarandi ríkisstjórn. Og sprengjan hefur þegar haft sín áhrif. Litla flokksbrotið „Frjálslyndi flokkurinn“ saman safn af óánægðum stjórnmálamönnum einkum úr Sjálfstæðisflokknum og einum flokkaflakkara, hefur tekið þessu fagnandi. En hversu mikið almennt fylgi hafa Frjálslyndir nú um þessarmundir? Þeir hafa komið illa út úr skoðanakönnunum og kannski í útrýmingarhættu eins ogsumar hvalategundir. Voru kannski refirnir til þess skornir að fá þessa óánægðu veiðiglöðu menn aftur í það flokksbrot og hluta Sjálfstæðisflokksins sem gjarnan vill veiða hvali?

En töluverð hætta er á að útflutningur fisks sé stefnt í voða með þessu umdeilda uppátæki enda eru markaðir mjög viðkvæmir og sérstaklega undir þeim kringumstæðum sem við nú þekkjum. Því er töluverð hætta á að tímasprengjan spryngi öðru sinni enda eiga óvitar ekki að leika sér að hættulegum hlutum.

Mosi

 


mbl.is Hvalurinn setur hnút í Frjálsynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þetta er nú ekki rétt að Frjálslyndi flokkurinn sé eitthvað safn fólks sem komi úr Sjálfstæðisflokknum - langt í frá.  Frjálslyndi flokkurinn samanstendur af fólki sem réttlæti í íslensku samfélagi og að mannréttindi séu virt í undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar en mér virðist sem að VG ætli að skrifa áfram upp á áframhaldandi mannréttindabrot á sjómönnum.

Guðjón, eini stjórnmálaflokkurinn sem ég hef starfað er Frjálslyndi flokkurinn og ekki man ég betur en að Grétar Mar hafi verið í Alþýðuflokknum en fór úr flokknum vegna þess að kratarnir studdu óréttlátt kvótakerfi sem brýtur í bága við mannréttindi.

Sigurjón Þórðarson, 29.1.2009 kl. 11:25

2 identicon

Er hjartanlega sammála Guðjóni..

" í núverandi ástandi þýddi ekkert tilfinningavæl í sambandi við möguleika á atvinnusköpun. Við verðum að nýta alla möguleika sem gefast"

Hver heilvita maður sér það að hvalveiðar eru af hinu góða, skapa tekjur og atvinnu.  Eitthvað sem við höfum ekki efni á að sleppa.

Fáránlegt af Jóhönnu að blása þetta af borðinu, hún er ekki tekin við og hefur ekkert umboð til þess að ákveða þetta einhliða.  Býst ekki við því að hún fái stuðning Framsóknar eða Frjálslyndra í þessu.  Samfylkingin fylgir því sem er vinsælla, það er þeirra stefna.

Baldur (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 11:28

3 identicon

Djöfulsins væl er þetta í Frjálslyndum.

" í núverandi ástandi þýddi ekkert tilfinningavæl í sambandi við möguleika á atvinnusköpun. Við verðum að nýta alla möguleika sem gefast"

Guðjón hugsar greinilega ekki til þess að þarna er einni atvinnugrein fórnað gjörsamlega fyrir aðra og ekki nokkur ástæða til að standa við ákvörðunina þar sem það hefur ekki verið sýnt fram á annað en að þetta sé algjört flopp.

Gjaldeyristekjur af ferðamannaiðnaði + Gjaldeyristekjur af sölu sjávarafurða + Gjaldeyristekjur af annarri þjónustu til landa sem eru á móti hvalveiðum ?<=>? Gjaldeyristekjur af Hvalveiðum.

Almennt er ég ekki á móti hvalveiðum. Ég er hinsvegar á móti því að menn renni jafn blint í sjóinn og Einar gerði með þessa ákvörðun. Mér finnst komið nóg af þeim vinnubrögðum sem hafa verið ástunduð á Íslandi undanfarin ár sbr. í bankageiranum. 

En að því sögðu þá tel ég að ...

Þessi leikur Einars snúist ekki um atvinnutækifæri heldur er þetta eingöngu gert til þess að skapa stirð á milli vinstri flokkanna sem eru að taka við völdum og til þess að gera þeim erfiðara fyrir á alþjóðavettvangi. Jafngildir því að almenningur mynda hella bensíni fyrir heimili sín rétt áður en þau þurfa að skila bönkunum lyklunum. 

k (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 11:56

4 identicon

Það var athyglisvert að hlusta á stjórnmálafræðinginn unga í sjónvarpinu, sem hélt því fram að ráðherra í starfsstjórn gæti ekki tekið ákvörðun af þessu tagi. Ástæða þess að ráðherra í slíkri stjórn á að fara varlega er að stjórnin sem hann situr í nýtur ekki meirihlutafylgis á Alþingi. Þessi ákvörðun Einars er hins vegar í samræmi við vilja meirihluta Alþingis, þótt sá meirihluti njóti sín yfirleitt ekki vegna ofríkis öfgamanna, sem líta á hvalinn eins og hindúar líta á kýr, heilagar og ósnertanlegar skepur.

Skúli (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 11:56

5 identicon

Hvað er að ykkur eiginlega?

á bara leyfa Hvölum að fjölga sér út í hið óendanlega eða ?

finnst bara gott mál ef þetta skapar líka atvinnu hér við land sem er greinilega ekki mikið í dag.

ég er einn af þessum atvinnulausu og ég fagna ef verður einhverja atvinnu að hafa.

mér finnst þið fólk sem eruð á móti þessu bara útaf ferðamannarugli til þess að skoða hvali.

þið vælið yfir nokkrum dýrum á meðan bandaríkja menn drepa þetta í þúsunda tali á hverju einasta ári.

ég vil fá atvinnu....annars get ég alveg bara kvatt þessa veröld með þessu áframhaldandi atvinnuleysi og maður missi allt sitt vegna tekjumissis

Arnar (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 13:03

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Maður er mikið innvinkaður i sögu þessara hvalveiða seinni ára 1949-byrjaði maður hjá Slippfélaginu i R.vik og þá hvalveiðar á fullu og veiddir um 480-500 hvalir á ári og við þektum þessa flesta sem voru þarna um borð,og hvalur var a´hvers mans  borðum og ódyrsasti maturinn,þetta þótti sjaldsagt og og skaffaði mikla vinnu og allt seldist/svo þegar þessir umkverfissinnar komust á að við væru að klára og ganga svona ´stofninn var þetta ,að atvinnu margar og sníkjum að halda þessu i horfinu að banna hvalveiðar/þetta eru öfgar sem löngu er komið nóg af og engum til Góðs að láta Hvalinn eta fiskin sem við eigum að veiða að stórum hluta,við eigum ekki frekar en Japanir að hlusta á þetta heldur veiða skaplega og skapa vinnu Gjaldeyrir og mat /Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 28.1.2009 kl. 21:52

Haraldur Haraldsson, 29.1.2009 kl. 15:15

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mig langar til að koma að nokkrum athugasemdum:

Hvalir eru flökkustofnar rétt eins og síldin og önnur sjávardýr. Á vetrum eru hvalir á suðlægari slóðum en leita norðar í Atlantshafið á sumrin. Skömmu eftir seinni heimsstyrjöld hófust skipulagðar skipsferðir með áhugasamt skólafólk og síðar ferðamenn á hvalaslóðir. Þessar skoðunarferðir njóta gríðarlegra vinsælda og höfum við Íslendingar ekki farið varhluta af þeim. Nú skilar þessi grein ferðaþjónustunnar hundruð milljóna ef ekki milljarða króna í tekjur og munar um minna. Kostnaður við hvalaskoðun er eðlilega aðeins brot af kostnaði við hvalveiðar og sölu afurða. Þar þarf að leggja út í rándýrar söluherferðir sem skila ekki alltaf árangri. Hvalaskoðunarferðir njóta stöðugt meiri vinsælda og væri miður ef hvalveiðisjónarmiðin grafi undan þessari starfsemi sem verður okkur mikilvægari og tekjumeiri með hverju ári sem líður.

Gömlu hvalveiðibátana mætti nýta í hvalaskoðun. Þar eru vannýtt tækifæri að afla umtalsverðra tekna. Það er miður að horfa á þessi skip svínbundin við bryggju ár eftir á og aðeins safna kostnaði. Það mætti breyta skipunum og þau gætu aflað umtalsverðra tekna fyrir eigendur sem ekki veitir af.

Sá fyrirsláttur að hvalirnir éti svo mikið af fiski er eins og hver önnur rökleysa. Skíðishvalir eta ekki mikið af fiski heldur eru í sömu fæðu og margar fiskategundir, svifinu í sjónum. Fremur mætti benda á að botnvarpan hefur eyðilagt meira á grunnslóð en hvalirnir þó þeir eti eitthvað. Tannhvalir eins og búrhvalur etur nánast allt, fisk sem annað.

Guðjón Sigþór Jensson, 30.1.2009 kl. 10:04

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Varðandi ákvörðun Einars Bolvíkings þá sýnir það að hann tekur þessa ákvörðun án nokkurrar ábyrgðar. Hann ber hana ekki undir aðra ráðherra né fagaðila og þaðan af síður hagsmunasamtök. Hann telur að hann sé hafinn yfir lög og rétt. Þetta myndi aldrei vera liðið í landi þar sem lögmál réttarríkisins eru virt.

Kannski að Einar telur Ísland ekki vera réttaríki. Þar gildir kannski hið harða siðlausa lögmál frumskógarins þar sem sá sterki fær sitt fram. 

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 30.1.2009 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 242836

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband