Þökk sé Ólafi forseta fyrir þarfar upplýsingar

Ólafur Ragnar Grímsson forsetinn okkar hefur með framgöngu sinni gert meira en ríkisstjórnin að upplýsa okkur um stöðu mála og hvað þurfi að gera. Þó einn af stjórnmálafræðingunum, Baldur Þórhallsson, hafi gagnrýnt þessa aðferð mjög, þá stendur uppi að Ólafur með afburða reynslu sinni og þekkingu dregið aðalatriðin saman. Auðvitað gera stjórnmálamenn sér grein fyrir öllu þessu en ekki er svo að sjá, að þeir sem ábygð bera á hvernig komið er fyrir okkur, kæri sig um að forsetinn setji fram þessar nauðsynlegu upplýsingar fyrir þjóðina.

Sjálfstæðisflokkurinn og valdakerfi hans sem hefur verið í sífelldri sókn, bókstaflega hrynur sem spilaborg um þessar mundir. Hann hefur því miður brugðist þjóðinni. Í nær 17 ár hefur hann verið í mikilli sókn en nú er náanst allt landið í rústum eftir þessa einkennilegu ráðsmennsku.

Mosi

 


mbl.is Ólafur Ragnar: Vildi upplýsa þjóðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Staðreyndin er sú að Ástþór hefði staðið sig miklu betur en þessi jólasveinn sem nú er á Bessastöðum.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 14:05

2 Smámynd: hreinsamviska

Fáðu þér flottan bol gegn Íhaldinu. Sjá nánar á síðunni hreinsamviska.blog.is

hreinsamviska, 27.1.2009 kl. 14:06

3 Smámynd: Ágúst Marinósson

Forsetinn hefur hér á skýran og einfaldan hátt, á mannamáli skýrt út fyrir lesendum hvað hann átti við.  Þarf ekki að hafa fleiri orð um það.  Málóða fréttaskýrendur reyndu í gær að gera greinargóða ræðu hans tortryggilega á allan hátt.  Það hefur mistekist algjörlega. 

Varðhundar valdsins = sjálfstæðismenn verða að fara láta sér skiljast að þeirra er ekki lengur mátturinn og dýrðin.  Brunarústir efnahagskerfis íslendinga verður minnisvarði um stefnu þeirra og vonandi víti til varnaðar fyrir kjósendur þessa lands um ókomna tíð.

Ágúst Marinósson, 27.1.2009 kl. 14:15

4 Smámynd: Björn Birgisson

Aumingja Ólafur Ragnar! Fær hann nú aldrei að fara neitt út í heim til að "eiga viðræður við aðra forustumenn og ráðamenn til að stuðla að lausnum á vandamálum heimsbyggðarinnar"?

Björn Birgisson, 27.1.2009 kl. 14:19

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Kannski hefði Ástþór staðið sig betur. Hann hefði sennilega gripið inn í strax í upphafi, en Óli er að virka vel.

Villi Asgeirsson, 27.1.2009 kl. 15:02

6 identicon

Ólafur Ragnar nýtist nú bara til heimabrúks og verður að láta ljós sitt skína. Getur verið að hann ætti að gera eitthvað til axla ábyrgð?

haha (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 07:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 242920

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband