Samfylkingunni ber að setja Sjálfstæðisflokknum úrslitakosti

Í þeirri stöðu sem nú er í íslenskum stjórnmálum á Samfylkingin fáa kosti kosti aðra en að setja Sjálfstæðisflokki úrslitakosti: annað hvort verði kosið í vor eða stjórnarslit. Samfylkingin á ekki undir neinum kringumstæðum að líða fyrir samstarf sitt við Sjálfstæðisflokkinn, öðru nær. Þau vandræði sem nú eru uppi í íslensku eiga rætur að rekja til 12 ára ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Þá voru ríkisbankarnir einkavæddir og ákvörðun um Kárahnjúkavirkjun tekin. Hvoru tveggja átti sinn þátt í að til varð gervigóðæri sem varð féflettunum, gróðapungunum að féþúfu. Þessi umsvif leiddu eiginlega til landráða þar sem hagsmunum lands og þjóðar var fórnað fyrir gróðahyggjuna.

Ef Samfylkingin vill velja þá sömu leið og Sjálfstæðisflokkurinn vill nú að sitja sem fastast, kemur það ábyggilega fram í minnkandi fylgi þegar fram líða stundir. Allir flokkar hafa glutrað niður fylgi sínu í löngu samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Þá mun líta svo út að ráðamenn Samfylkingarinnar telji ráðherrastólana mikilvægari en skynsamleg ákvörðun í stöðunni eins og er. Allir Íslendingar eru undrandi yfir þeim seinagangi sem ríkisstjórnin viðhefur í allt of fáum ákvörðunum sínum. Þar skiptir mestu að vettlingatökum eigi að taka á forsprökkum fjárglæfranna. Það gengur auðvitað ekki að þeir sem eta bankana innanfrá sleppi. Eiga þeir ekki að fá sömu meðferð og venjulegir bankaræningjar?

Mjög mikilvægt er að taka ákvörðun um kosningar til þess að þegar megi hefja undirbúning.

Við Íslendingar þurfum að veita Sjálfstæðisflokknum og Frjálshyggjunni frí. Við þurfum að vinna að miklu og erfiðu endurreisnarstarfi eftir glannaskap og léttúð Frjálshyggjunnar sem Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokkurinn ber fyrst og fremst ábyrgð á.

Mosi


mbl.is Ekki á kosningabuxunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 242923

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband