Hátíðleg guðþjónusta

Í gær gekk Mosi ásamt fjölskyldu sinni í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ. Veður var hægt og kyrrt, dálítill raki í lofti en auðvitað var jörð orðin auð eftir miklar rigningar undanfarinna sólarhringa. Við lögðum vel búin af stað að heiman þegar klukkunni var að halla að hálfsex. Við komum inn í kirkjuna stundarfjórðungi síðar og var hún þegar að verða fullsetin. Lausir stólar voru bornir að fyrir þá sem síðast komu til að allir viðstaddir mættu njóta kyrrðarstundarinnar og guðþjónustunnar. Nú hefur orðið breyting hjá okkur Mosfellingum þannig að sr. Jón Þorsteinsson á Mosfelli hefur yfirgefið okkur og kvatt söfnuðinn en hefur væntanlega tekið til við önnur verðug verkefni á öðrum vettvangi í öðru landi í annarri heimsálfu. Núverandi sóknarprestur er sr. Ragnheiður Jónsdóttir og fór henni guðþjónustan prýðilega úr hendi. Konur hafa á undanförnum áratugum sýnt og sannað að þær standa okkur karlpeningnum ekki að baki og geta auðvitað allt sem við teljum okkur geta. Við Mosfellingar höfum haft mjög góða presta og erfitt að dæma hver er bestur. Það á  heldur ekki að skipta máli enda eru þessi þjónustustörf velmetin en eru ábyggilega ekki alltaf auðveld þegar sorgin og harmurinn ber að garði.

Lágafellskirkja var byggð undir lok 19. aldar á einstaklega fögrum stað með góðu útsýni til vesturs yfir Faxaflóa og höfuðborgarinnar. Arkitektúrinn er klassískur timburkirkjuarkitektúr 19. aldar. Á 20. öld var kirkjan endurbyggð og stækkuð. Kirkjugarðurinn er einn af þeim vinsælustu á öllu landinu, kannski vegna hins góða og fagra útsýni sem landnámsmenn lögðu mikla áherslu á. Þeir vildu gjarnan vera grafnir þar sem víða mátti sjá sem víðast um gáttir allar um landnám sitt. Hefur garðurinn verið stækkaður nokkrum sinnum og eru ýmsar skemmtilegar sögur sagðar af eldri Mosfellingum um hvernig til hefur tekist með það. Norðan kirkjunnar er Lágafellið sem veitir kirkju og garði skjól fyrir norðanáttinni. Mikið væri yndislegt ef Lágafellið mætti verða klætt skógi til að kirkjugestir mættu njóta þytsins norðanvindarins þá hann þýtur yfir skóginn. Auk þess veitir skógur umhverfi sínu enn betra skjóls.

Þegar kirkja þessi var reist fyrir um 120 árum rúmaði hún þriðjung sóknararinnar en nú er aðeins sæti fyrir rúmlega 1% sóknarinnar! Rætt hefur verið um að byggja nýja kirkju í Mosfellsbæ enda er þörfin fyrir löngu orðin einkum vegna fjölmennra kirkjuathafna. Þannig hafa jarðarfarir merkra Mosfellinga þurft oft að eiga sér stað í kirkjum í Reykjavík og þykir mörgum það mjög miður. Hugmynd er að byggja í Mosfellsbæ fjölnotahús sem tengdist menningarstarfsemi. Þannig væri unnt að hafa undir sama þaki allstóran listasal þar sem halda mætti tónleika en Mosfellingar eru bæði mjög söngelskir og tónlistasinnaðir mjög. Óvíða er jafnmikil tónlistarstarfsemi og í Mosfellsbæ og eru þar t.d. starfræktir hátt í tug mismunandi kóra. Þá er Tónlistarskóli og Skólahljómsveit Mosfellsbæjar sem oft hefur sýnt hve mikill kraftur og hæfileikar búa í Mosfellingum.

Óskandi er að þrátt fyrir fjárhagskreppu og ýmsa aðra erfiðleika verði unnt að hefja sem fyrst byggingu þessa fjölnotahúss þar sem menning geti dafnað áfram við hlið trúar og vonar sem við þurfum einmitt svo mikið á að halda um þessar mundir. Lágafellskirkja verður ábyggilega áfram vinsæl fyrir minni kirkjuathafnir á borð við skírnir og brúðkaup.

Með ósk um friðsamleg og gleðileg jól!

Mosi


mbl.is Mikil kirkjusókn í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skrýtið að fólk skuli fylla krikjur landsins á aðfangadagskvöldi, en síðan skuli þessi hús standa auð allt árið. Haldið þið ekki að peningunum væri betur varið í eitthvað annað? 6 þúsund miljónir áhverju ári, að hugsa sér og allt fyrir ímyndaðan geymgaldrakarl.

Valsól (IP-tala skráð) 25.12.2008 kl. 16:09

2 Smámynd: Heidi Strand

Kirkjan verður að sniða stakk eftir vexti.
Sumt fólk skrölta líka um í allt of stóru húsnæði til þess að geta haldið stórafmæli og fermingarveislur heima hjá sér.

Heidi Strand, 25.12.2008 kl. 16:38

3 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Þeir sem halda að kirkjur landsins standi auðar allt árið hafa ekki gert sér tíðförult í þær. Auðvitað eru slíkar til, þar sem fólk hefur flúið byggðirnar, en þar sem fólk býr í grennd við kirkjurnar sínar þarf ekki að væla undan verkefnaleysi þeirra og gestafæð.

Megi „geimgaldrakarlinn“ geyma ykkur og gefa ykkur gleðileg jól.

(Sá guð sem ég þekki skemmtir sér áreiðanlega yfir svona uppnefnum")

Sigurður Hreiðar, 26.12.2008 kl. 13:08

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Bestu þakkir.

Sigrún: nú hefi eg yfirgefið bókasafnið í Iðnskólanum sem var lagður niður. Er núna að starfa sjálfstætt.

Varðandi kirkjurnar þá eru þær mjög mikilvægar í mörgu tilliti. Þær eru yfirleitt ætíð opnar þó sumum þeirra hefur verið luktar af sérstöku tilefni: Á síðustu árum hafa einhverjir séð ástæðu til að sækja kirkju í öðrum tilgangi en gólk flest: að finna stað til bænahalds eða að sækja sér frið. Því miður er e-ð farið að bera á hvinnsku og jafnvel skemmdarverkum sbr. þegar hérna um árið þegar einhverjum sem leið illa stórskemmdi orgelið í kirkjunni á Akureyri.

Á ferðum Mosa með ferðafólk frá Evrópu þykir mörgum mjög mikilvægt að sækja kirkju. Eldra fólk vill gjarnan heimsækja kirkju upp á hvern einasta dag! Mosa finnst þetta mjög eðlilegt í alla staði enda er eðli kristninnar að vera meðfaðminn opinn rétt eins og Kristur sem kenndi okkur að við skyldum leyfa börnunum að koma til sín en banna þeim það ekki.

Kirkjan er samtengd menningu okkar og það er mikil einföldun að halda að unnt sé að ýta kirkjunni til hliðar. Hlutverk kirkjunnar er margþætt og mörg störf þjóna kirkjunnar eru flest hver jafnt að nóttu sem degi. En kirkjan er ekki að auglýsa sig sérstaklega. Allir eiga jú að vita að hún er rétt eins og skátarnir: ætíð reiðubúin.

Mjög margt nytsamt starf hefur verið unnið í tenglsum við kirkjuna og þess ber auðvitað að minnast. Hún hefur ásamt þjónum sínum ætíð verið opin öllum sem þjónustu vilja þiggja og er það vel.

Svo óskar Mosi öllum gleðilegra jóla bæði nær ogfjær!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 26.12.2008 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 242898

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband