Bretar hafa ekki beðið okkur afsökunar

Eru fordæmi til fyrir þessum aðgerðum Breta?

Ljóst er að Bretar og Hollendingar hafa gegnið óvenjulega hart gegn Íslendingum. Spurning hvort svona vinnubrögð eigi sér einhver fordæmi? Ljóst er að innistæður þessara reikninga geta verið hærri en sem nemur eignum Landsbankans í Bretlandi. Með þessu hefur íslenskum stjórnvöldum verið stillt upp við vegg og þeir krafðir samþykkis og undirskriftar.

Er þetta eins og að skrifa nafnið sitt undir óútfylltan víxil?

Þá er einnig ljóst að skuldir íslenskra banka eru í fleiri löndum, Norðurlöndum og Þýskalandi. Þar hafa yfirvöld dokað og sjá hvernig staða mála er. Ef í ljós kemur að eignir bnakanna duga ekki fyrir innistæðum er þá ekki verið að mismuna?

Við sem áttum háar fjárhæðir á svonefndum peningamarkaðsreikingum höfum orðiðfyrir verulegri skerðingu jafnvel þó svo okkur var tjáð að þeir væru nánast gulltryggðir.

Var klámhögg að beita Íslendinga breskum lögum sem einungis má beita til að upplræta hermdarverk?

Við verðum að áskilja okkur ítrasta réttar gagnvart Bretum meðan þeir hafa ekki beðið okkur afsökunar og boðið okkur bætur fyrir frumhlaupið. Við höfum orðið fyrir mjög miklum álitshnekk í heiminum.

Bretar hafa ekki beðið okkur afsökunar.

Því skulum við aldrei gleyma.

Mosi

 


mbl.is Icesave-deilan leyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242914

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband