Afglöp mr. Gordon Browns

Sem núverandi hluthafi í Glitni og Kaupþingi og fyrrum hluthafa í Landsbanka þá fagnar Mosi þessari yfirlýsingu Geirs Haarde. Hins vegar kemur hún eiginlega of seint. Gordon Brown hefur því miður áorkað að kjafta niður Kaupþing bankann niður í gjaldþrot sem þó var talinn vera líklegur til að standast þessa erfiðu raun. Fyrir Gordon Brown virtist allt vera jafnt: hagsmunir hans og væntanlegra kjósenda hans og gegn íslenskum hagsmunum.

Þegar menn bíta í súra eplið án þess að hika eins og mr. Gordon Brown nú á dögunum, þá ber þeim að gjalda allra þeirra afglapa sem því kann að fylgja. Hagsmunir Breta virðast hafa vera langtum meiri gagnvart íslensku bönkunum en breskir bankar geta tryggt sömu aðilum. Spurning er hvort bresk yfirvöld hafi ráðlagt aðilum sem ekki áttu rétt á tryggingu á innistæðum á borð við sveitarfélög, félagagasamtök og fyrirtækjum að beina viðskiptum sínum til íslensku bankanna af því að þeir höfðu ekki fyrirvara á takmörkun ábyrgð á innistæðum gangvart þessum sömu aðilum? Ljóst er að einungis innistæður einstaklinga að 21 þús. sterlingspundum eru tryggðar í breskum bönkum.

Hafi bresk stjórnvöld haft frumkvæði að því að beina ávöxtun þessara aðila að íslensku bönkunum í Bretlandi með þessum ásetningi og síðan knúið þessa sömu íslensku banka í þrot til þess að íslenskir skattgreiðendur þyrftu að bera ábyrgð á innistæðum sem breskir bankar eru undanþegnir, þá er um að ræða óbeina stríðsyfirlýsingu gagnvart okkur öllum sem búum á Íslandi og erum skattgreiðendur hér.

Hafi mr. Gordon Brown hlaupið á sig með óskiljanlegri og skammsýnni uppákomu að bendla starfsemi íslenskra banka við hryðjuverkastarfsemi, þá er óskandi að hann gjaldi fyrir slík afglöp og fái ærlega ráðningu í væntanlegum kosningum í Bretlandi, öðrum áþekkum skálkum til alvarlegrar áminningar!

Mér ofbýður þessar yfirlýsingar mr. Brown og áskil mér sem aðrir hluthafar ærlegs banka á Íslandi fyllsta réttar að beina kröfum gegn breskum yfirvöldum um hæðstu skaðabætur vegna þeirrar lögleysu sem hér hefur verið höfð í frammi!

Mosi

 

 


mbl.is Bretar knésettu stærsta fyrirtæki Íslendinga með valdníðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Heidi Strand, 12.10.2008 kl. 01:19

2 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Mikið er þetta satt og rétt. Hann fór hamförum karlrassgatið og á auðvitað að draga hann til ábyrgðar vegna orðum sínna og gjörða.

Kveðjur og heilsanir.

Rúna Guðfinnsdóttir, 12.10.2008 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242914

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband