Að leika sér að eldinum

Hvað skyldu menn vera að hugsa með því að senda BANDARÍSK STRANDGÆSKLUSKIP TIL SVARTAHAFSINS? Skyldu stjórnendur Nató vera með réttu ráði að ögra Rússum með þessum hætti og svo freklega? Eitthvað heyrðist í Bush ef Rússar væru að koma herskipum sínum fyrir utan New York, Washington og aðrar borgir í Bandaríkjunum.

Georgía er sjálfstætt ríki og þar er við völd vandræðamaður rétt eins og George Bush sem bakað hefur heiminum sífellt meiri vandræði. Georgía er eins fjarri Bush stjórninni og norður heimskautið og þessi auknu hernaðarumsvif á hans vegum eru með öllu óskiljanleg. Bush kemur akkúrat ekkert við hvað er að gerast þarna og ögrun sem þessi er aðeins til að magna deiluna sem mest.

Því miður var mikilhæfur stjórnandi Georgíu hrakinn úr embætti á sínum tíma, Edward Schewardnasse, fyrrum utanríkisráðherra Gorbasjow stjórnarinnar. Eftir að hann lét af völdum hefur allt gengið á afturfótunum í Georgíu og Bush stjórnin og Nató bætir ábyggilega ekki það ástand. Þarna verður að koma á fót friðarliði á vegum Sameinuðu þjóðanna eftir að núverandi valdhafa hefur verið steypt af stóli og komið frá völdum.

Það er mjög vítavert að gefa Rússum tilefni að vígvæðast aftur eins og gerðist í Kalda stríðinu. Er það sem heiminn skortir nú? Mosi leyfir sér að efast stórlega um það.

Mosi

 


mbl.is NATO neitar vígbúnaðarfréttum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband