Sannleikurinn er sagna bestur

Eitthvað virðist hafa skolast til í huga borgarstjórnans í Reykjavík eins og Árni Þór Sigurðsson og Svandís Svavarsdóttir benda á varðandi afskipti R-listans af Bitruvirkjun.

Í vor réð Ólafur borgarstjóri gamlan skólabróður, Jakob Magnússon tónlistarmann sem n.k. aðstoðarborgarstjóra með séráherslu á gamla miðbæinn í Reykjavík. Kannski að hann ætti einnig að ráða sérstakan upplýsingafræðing til að hafa allt á hreinu hvað satt og rétt er en ekki núa röngum skoðunum og viðhorfum á aðila sem alsaklausir eru af slíku.

Því miður mætti afskipti Sjálfstæðisflokksins á málefnum Orkuveitu Reykjavíkur vera betri. Þar hefur mörgum fjármunum og tækifærum verið bókstaflega á glæ kastað. Allt of mikið fór í að rannsaka og undirbúa Bitruvirkjun jafnvel þó svo að vitað væri að þar er töluvert byggt meira á óskhyggju en raunveruleika.

Og REI málið er Sjálfstæðisflokknum til mikils vansa. Hugmyndin um stofnun REI var góð á sínum tíma en betra hefði verið heima setið en af stað farið miðað við allt það klúður og öll þau vonbrigði sem þær góðu viðskiptahugmyndir eru.

Mosi 


mbl.is Segja borgarstjóra fara með rangt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband