Fasteignargjöld af frístundahúsum en fyrir hvað?

Nú eru um 11.000 frístundahús á Íslandi. Mosi á ásamt fjölskyldu sinni dálítið hús, 37 fermetra og 6 fermetra geymslu í Borgarfirði. Það var ekki auðvelt að fá að byggja svo lítið og nett hús, yfirvöld vildu halda sig við gildandi skilmála sem kváðu á um lágmark 50 fermetra. Og hvað skyldum við þurfa að greiða í fasteignagjöld af þessum litla kofa?

Sveitarfélagið krefur okkur um samtals 59.550 krónur fyrir þetta árið í fasteignagjöld, rotþróargjald og sorpgjald. Nánar sundurliðast þetta þannig:

Fasteignaskattur: 47.863

Rotþróargjald: 4.685

Sorpgjald: 7.000 Samtals eru þetta hátt í 60 þúsund krónur.

Þeir sem eiga stærri frístundarhús mega væntanlega eiga von á mun hærri reikningum en hér að framan. Fróðlegt væri að vita um hvað þeir sem eru með 200 fermetra stærri hús þurfa að borga?

Fasteignargjöld eru lögð á eigendur fasteigna og eru miðuð við útgjöld sveitarfélagsins. Hvaða þjónustu skyldi sveitarfélagið veita á móti greiðendum fasteignagjalda?

Að vori er settur sorpgámur og venjulega er hann horfinn einhvern tíma upp úr miðjum september. Ætli það kosti ekki um þúsund kallinn að koma eins og einum sorppoka í gáminnnhverju sinni?

Eftir dúk og disk eigum við von á að komi menn með súkkulaðivagninn sem vilja tæma rotþróna. Það er auðvitað hit besta mál, en tímakaupið er sjálfsagt vel í lagt enda er þessi þjónusta yfirleitt ekki veitt nema 3ja hvert ár. Sennilega má tæma 3-5 rotþrær á klukkutíma þar sem byggð er þétt og ekki þarf að aka súkkulaðinu langan veg. 

Þá er hæsti liðurinn, fasteignarskatturinn. Og þar kemur að annarri þjónustu sveitarfélagsins, félagsþjónustu, skólum, samgöngum, brunavörnum og öðru slíku. Nokkuð skondið er að þetta sveitarfélag sem í hlut á að máli vill ekki sameinast öðrum nágrannasveitarfélögum en forsvarsmenn velja fremur kaupa alla aðkomna þjónustu frá næstu sveitarfélögum. Þó er eins og samviskan hafi nagað þá og keyptur var þokkalega vel útbúinn brunabíll. Hann stóð á hlaðinu hjá hreppsstjóranum lungann af síðasta sumri en var síðan færður til á næstu slökkvistöð enda voru frost mikil síðast liðinn vetur og óvíst hvort bíllinn hefði komið að nokkru liði ef á hefði reynt undir slíkum kringumstæðum.

Þeir sem búa á lögbýlum greiða yfirleitt sáralág fasteignagjöld ef þá nokkur. Lögbýli eru sum hver jafnvel nokkur hundruð hektara að stærð en okkar litlu skikar er kannski ekki nema hálfur hektari. Þar er byggt á aldagamalli venju að á landbúnaðinn eru yfirleitt ekki lögð nein gjöld. Er þetta réttlætanlegt gagnvart okkur sem búum í þéttbýlinu og eigum dálítið setur í sveitinni? Eigum við að standa undir nær öllum fasteignagjöldum sveitarinnar og allri þeirri þjóinustu sem sveitarfélagið býður upp á? Við fáum ekki einu sinni að vita hvað verður um skattpeningana okkar í hvað þeir fara eða jafnvel hvort lunginn af þeim sé lagður inn á spaisjóðsbók í þágu þeirra sem stýra sveitarfélaginu.

Mosi 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Svo er sagt að við búum i skattaparadís/skritið þetta allt /Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 23.7.2008 kl. 06:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 242836

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband