Veiðar til vansa

Því miður virðist vera meira um það að fólk kalli úlfur, úlfur án þess að gera sér fyllilega grein fyrir raunverulegu ástandi mála. Atferlishættir dýra fer mikið eftir því hvernig þeim líður. Þegar þau hafa fengið nóg að eta, vatn að drekka og ekkert í umhverfi ógnar þeim, þá sýna þau af sér mjög góða hegðun. Ef e-ð af þessu er ekki fyrir hendi, þau eru svöng, þyrst, særð og aðframkomin af skorti, þá er grunnt á grimmdinni.

Svo er eins og þeir sem komu að þessu drápi hafi enga raunhæfa hugmynd um atferlishætti hvítabjarnarins. Spurning hvort hann hafi ekki fengið sér sel í morgunmat áður en hann gekk á land til að lítast um en fyrir Norðurlandi er víða þessi uppáhaldsfæða hvítabjarnarins að finna. Eitt sinn taldi eg yfir 500 seli skammt sunnan við Hvítserk við Húnaflóa en þar er ós Sigríðarstaðavatns. Þar liggur selurinn makindalega eftir að hafa bragðað á gómsætum laxi og silungi sem virðist vera gnæfð af.

Íslendingar eru margir hverjir allt of hvatir til athafna og er það miður. oft gleymist nauðsynleg yfirvegun þar sem aðrir möguleikar eru í stöðunni en aðeins sá eini sem mörgum dettur fyrst í hug: skjóta, spyrja svo, - eins og villta vestrinu.

Mosi


mbl.is Hvítabjarnarmál vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Hvernig ætli sé tekið á svona málum erlendis?

Garðar Valur Hallfreðsson, 5.6.2008 kl. 12:39

2 identicon

Já þetta er til háborinnar skammar og óskiljanlegt að dýrið skuli hafa verið aflífað. Líka undarlegt er rétt er að umhverfisráðherra hafi heimilað drápið. Sigrún

Sigrún (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 12:41

3 identicon

Hvað ætli það þurfi að koma oft fram í fjölmiðlum að það hafi því miður ekki verið annað í stöðunni en að skjóta dýrið. Það er eins og allir horfi bara fram hjá því. Það eru teknir heilu Kastljós þættirnir um þetta mál bara af því að dýrið var skotið. Það hefur t.d. enginn bent á það að þetta dýr kemur til landsins á ólöglegan hátt því samkvæmt reglum eiga öll dýr að vera í einangrun í áhveðin tíma þegar komið er með þau til landsins. Átti að leyfa dýrinu að smita önnur dýr á svæðinu og eða drepa þau áður en að farið var í einhverjar aðgerðir. Svo hefur nú komið fram hjá þeim sem að til þekkja í Grænlandi og víðar að þessi dýr eru EKKI í útrýmingarhættu. En það er alveg ljóst að ég er sammála því að þetta eina dýr sé aflífað en ekki beðið eftir því að það ráðist að fólki og limlesti eða deyði það. Það fyrsta sem að ég hugsaði þegar ég sá þessa frétt var einmitt þetta að ég vil að ég og mitt fólk sé óhult og til þess að það sé þá þarf því miður að deyða dýrið enda voru ENGIN önnur úrræði. Það hefur t.d. komið fram að deyfingin á svona dýri dugar í 40-60 mínútur. Það mega vera ansi snör handtök og hraðfleyg þyrla sem að flytur það á þeim tíma frá Íslandi og til Grænlands. Legg ég til að menn og konur hætti að ræða þetta mál því að þetta er BÚIÐ.

hv (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 15:20

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ekkert bendir til þess að árásarhneygð væri í hvítabirninum. Hann virtist vera í góðu jafnvægi, saddur og var að kanna umhverfi sitt í mestu makindum er aftökusveitin allt í einu birtist.

Þetta er okkur til mikils vansa.

Að vísa til reynslu Grænlendinga getur verið mjög krítískt eru þeir jafnvel enn verri í skotgleðinni en við Íslendingar. Þannig skjóta þeir jafnt á æðarkollur, seli sem ísbirni. Þeir eru meiri veiðimenn en við, kannski ekki til eftirbreytni.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 5.6.2008 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 242898

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband