Hitaveitugangan

Í dag var merkisdagur í sögu Mosfellsbæjar: Nýtt torg í miðbæ bæjarins og nýtt listaverk var afhjúpað með pompi og prakt. Allmargar áheyrileg ávörp ágætra fyrirmanna voru flutt, Skólahljómsveit Mosfellsbæjar og Kvintett Reynis Sigurðssonar spilaði ásamt Karlakórnum Stefni sem söng mjög vel. Meira að segja tókst honum að syngja Fjallið Skjaldbreiður án þess að jörðin gnötraði rétt eins og á vinabæjarmóti á samkomu í Hlégarði hérna um árið og svo núna aftur á dögunum þegar allt ætlaði um koll að keyra á Suðurlandi vegna samskonar náttúruhamfara!

Eftir vel heppnaða athöfn lagði hluti hópsins af stað áleiðis framhjá Hlégarði, Brúarlandi og Álafossi inn með Varmánni og allt inn að Dælustöð og áfram að Suður Reykjum þar sem rúta ók hópnum til baka. Tilefnið var að um þessar mundir eru 100 ár liðin frá því að bóndinn á Suður-Reykjum, Stefán Bjarni Jónsson frá Dunkárbakka í Daladsýslu fékk þá kostulegu hugmynd að leggja járnpípur úr hver í landi sínu og í íbúðarhús sitt. Þetta tókst með ágætum þó svo að prestinum á Mosfelli sem þá var sr. Magnús Sigurðsson fannst þetta fráleit hugmynd. Það væri jú einskis góðs að vænta af því  sem kæmi úr því neðra! Þannig var þjóðtrúin en 20. öldin er umskiptaöld lífskjara okkar þar sem allt varð auðveldara og vonandi betra.

Árið 1907 hafði sami bóndi lagt vagnfæran veg heim á bæ sinn til þess að geta komið mjólk auðveldar á markað í Reykjavík með hestakerrum. Það var því ósköp eðlilegt að þessi sami bóndi sem var ákaflega framfarasinnaður um marga hluti vildi hafa einhvern nytsaman varning úr kaupstað til bakaþó svo að til óvenjumikilla nýjunga þætti: járnrör!

Þessi tilraun Stebba Dunks eins og hann var kallaður í gömlu Mosfellssveitinni  tókst með miklum ágætum og er talið að þetta sé upphaf hitaveitu á Íslandi! Af þessu ágæta tilefni var efnt til samkeppni meðal listamanna landsins um gerð listaverks og segja má að hugmynd Kristjáns Hrafnssonar sé með ágætum gert og hafi bókstaflega slegið í gegn. Það er einfalt í sjálfu sér en samt skilur það eftir eitthvað sem maður gleymir ekki, hlýju og góðum minningum um hitaveituna og það er auðvitað aðalatriðið!.

Gangan á eftir sem var að forgöngu Sögufélags Kjalarnesþings og nýstofnaðs Umhverfis- og náttúrurfræðifélags Mosfellsbæjar var bæði ánægjuleg og skemmtileg undir mjög góðri leiðsögn Bjarka Bjarnasonar í bæði góðu og þurru veðri.

Óskandi er að þessi Hitaveituganga verði árlegur viðburður í Mosfellsbæ enda er gengið um athyglisvert og fjölbreytt landslag þar sem mikil saga hefur gerst og gott mannlíf hefur fengið að þroskast í margar kynslóðir.

Mosi 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 242908

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband