Síðasti reglulegi vinnudagurinn - í bili.

Í starfinu hef eg haft mjög góð samskipti við þúsundir manna, nemendur, kennara og aðra starfsmenn. Sumir nemendur eru jafnvel orðið þjóðkunnugt fólk og hefur náð góðum árangri í starfi sem byggst hefur á menntun þeirra við skólann.

Nú eru miklar breytingar á rekstarformi skólans. Hann verður einkavæddur og sameinaður öðrum skóla. Eftir 14 ár í sama starfi er kannski rétti tíminn runninn upp fyrir mig til að finna annað starf. Sjálfur hefi eg góðan rétt til að hætta eftir 20 ára starf í opinberri þjónustu og hyggst því finna nýjan og annan starfsvettvang. Í meira en aldarfjóruðung hefi eg verið sískrifandi í blöð og tímarit, oft e-ð sem sumum finnst gaman og fróðlegt að lesa, öðrum kannski finnst þar að finna óttalegt, gamaldags nöldur um einskis verða hluti. Skil afstöðu þeirra vel og virði frjálsar skoðanir þeirra. En það er kannski hinn hópurinn sem mig langar til að sinna betur. Mig langar til að fara að skrifa lengri texta og hef ýmsar hugmyndir sem vonandi verða fremur að raunveruleika en upphefjist í martröð.

Fljótlega í næsta mánuði hefst ferðaþjónustan á fullu. Þar er alltaf mjög skemmtilegur en mjög krefjandi starfsvettvangur. Er ráðinn þegar í nokkrar ferðir með þýskumælandi ferðamenn um landið.

Í sumar bíða mín auk þess tvö hús að mála, annað heima sem ekki hefur verið málað í nær 20 ár, þar var þó skipt um þak í fyrra. Þá er litla sveitasetrið uppi í Borgarfirði sem alltaf er gaman að koma í og njóta kyrrðar og hvíldar í skjóli vaxandi skógarins. Svo er það öll trjáræktin, dytta þarf að girðingu og gróðursetja trjáplöntur og dytta að sitt hverju sem kemur gróðrinum að gagni í annarri spildu en töluvert stærri.

Þá er það formennska í einu félagi ágætu: Umhverfis- og náttúrurfræðifélag Mosfellsbæjar. Það er tiltölulega ungt félag sem þó hefur vakið nokkra athygli í Mosfellsbæ og vonandi víðar. Þetta félag er þverpólitískt rétt eins og Landvernd þar sem fagleg sjónarmið ráða ríkjum en stjórnmálin láta liggja milli hluta. Hvers vegna er öll þessi pólitíska umræða að stinga sér niður í félagastarfsemi þar sem flest annað á að ræða en pólitík? Pólitík er ein leiðinlegust allra tíka af öllum leiðinlegum tíkum öðrum ólöstuðum. En það er önnur saga. Félag sem þetta þarf að þroskast og blómgast þar sem allir sem ánægju hafa af náttúruskoðun, fái svalað fróðleiksþorsta sínum með áhugaverðum fyrirlestrum og skoðunarferðum. Sú fyrsta á þessu ári verður á morgun: Hitaveitugangan í samvinnu við Sögufélag Kjalarnesþings, Mosfellsbæ og Orkuveitu Reykjavíkur, sjá nánar: http://www.mos.is/Files/Skra_0027897.pdf

Svo kemur blessað haustið með öllum sínum fögru en döpru haustlitum. Nú hyggst eg slást í för með félagi nokkru sem hefur það m.a. að markmiði að fara til útlanda til að skoða tré. Skyldi nokkurs staðar í veröldinni vera til slíkur félagsskapur þar sem fólk tugum saman er tilbúið að eyða stórfé til þess að fara til útlanda til að skoða tré? Nú er áætlað að fara til Kamtschaka austarlega í Síberíu. Mér skilst að stysta leiðin þangað sé beint yfir Norðurpólinn. Þegar þangað er komið er ferðin ekki einu sinni hálfnuð! Ferðin verður skipulögð um Mosku en þaðan og austur eftir er nálægt 10 tíma flug, hvorki meira né minna! Svona fer maður aðeins einu sinni á ævinni.

Jæja góðir hálsar: vona að þið sem nennu hafið að lesa hjal þetta hafið haft fremur einhverja skemmtan og fróðleik af en það gagnstæða.

Góða helgi

Mosi

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Guðjón ég vona bara að þú farir ekki of langt. Ég hef verið að leita að bókinni ,,Gúttóslagurinn 1932" Ég hélt nú að höfundurinn sem nú er löngu dáinn og var sonur Einars Olgeirssonar og mig minnir að hafi heitið Ólafur Einarsson. Konan hans var Jóhanna Axelsdóttir

E.t.v. er nafnið ekki rétt hjá mér.

Þú veist kanski allt um þetta mál

kveðja Kristbjörn

Kristbjörn Árnason (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 08:09

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sæll Kristbjörn

Þessi bók kom út fyrir réttum 30 árum að forlaga ASrnar og Örlygs. Höfundurinn var sonur Einars og hét eins og þú segir réttilega Ólafur. Hann dó einungis 40 ára gamall1983 og varð mörgum harmdauði því hann þótti einstaklega góður og einbeittur sagnfræðingur og sór sig vel í ættina.

Hann ritaði töluvert um félagasögu, t.d ritaði hann sögu Félags jarniðnaðarmanna sem kom út 1970. Hann ritaði mjög gott rit um var recordLink = "34"; recordLink = recordLink.substring(0, recordLink.indexOf(">")); document.write(recordLink); document.write(">"); Upphaf íslenzkrar verkalýðshreyfingar sem kom út 1969.

Ef þú ferð á heimasíðu Landsbókasafns eða öllu heldur bókaskrár þess:  http://www.gegnir.is

og skrifar í leitarreitinn: Ólafur R. Einarsson þá færðu tilvísanir á heilar 41 bókfræðilegar færslur sem tengdar eru nafni hans.

Vona að þetta gagnist þér en annars máttu rita mér sem og allir þeir sem vilja: gudjon.jensson@visir.is 

Svo er nafnið mitt í símaskránni og þeir eru ekkimargir alnafnar mínir þar. 

Bestu kveðjur

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 31.5.2008 kl. 18:52

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Já sömuleiðis Ísak.

Kannski er mjög gott fyrir þennan skóla sem nú stendur frammi fyrir mjög róttækum breytingum að fá nýja starfsmenn á bókasafnið. Minn tími er úti og kominn tími að breyta til!

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 31.5.2008 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242914

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband