Eiga Tyrkir erindi í Öryggisráðið?

Eiga Tyrkir erindi í Öryggisráðið?

Vestur Asíu hefur verið mikil púðurtunna alla 20. öldina og ekki er að sjá fyrir endann á þeim ósköpum. Tyrkir hafa verið í endalausum erjum við nágranna sína Kúrda í austri en þeir búa í a.m.k. 4 öðrum löndum en Tyrklandi: Írak, Íran, Armeníu og einhverjir búa í Sýrlandi. Tyrkir hafa ríka tilhneygingu að einfalda flókið mál og nefna Kúrda einfaldlega „Fjallatyrki“ jafnvel þó ekki nema hluti þeirra búa innan landamæra Tyrklands. Í þessu er vandinn fólginn því þegar Tyrkir efna til herferðar gegn Kúrdum, þá er eðlilegt að nágrannaríkin líti það sem alvarlega storkun við sig.

Að baki Tyrkja stendur Bush stjórnin dyggilega. Bandaríkin hafa lengi haft öflugar herstöðvar í Tyrklandi og þaðan hefur verið flogið af eftirlitsflugvélum og jafnvel til árása á hernaðarlega skotmörk í Íraksstríðunum.

Og nú stendur heimurinn frammi fyrir þessari ákvörðun að velja nýja fulltrúa í Öryggisráðið til næstu ára. Meðal þeirra landa sem gjarnan vilja fá fulltrúa eru Tyrkir sem á sama tíma eru gráir fyrir járnum tilbúnir að hefja skefjalaust árásarstríð gegn Kúrdum. Getur það samræmst friðarstofnun sem Sameinuðu þjóðirnar eru, að fulltrúi þjóðar sem er aðili að árásarstríði sé í Öryggisráðinu sem er ásamt Allsherjarþinginu mikilvægustu stofnanir Sameinuðu þjóðanna? Sennilega benda ýmsir á að þær þjóðir sem þegar eiga fulltrúa í Öryggisráðinu hafa ekki heldur verið sérlega friðsamar rétt eins og Tyrkir. Stórveldin hafa verið þátttakendur í ýmsum hernaðarátökum þó Íraksstríðið standi þar hæst upp úr.

 

Hvað með Íslendinga? 

Því er það mjög eðlilegt að smáþjóð sem Íslendingar sæki um að fá fulltrúa í Öryggisráðið enda höfum við enga hagsmuni hvorki af stríði né framleiðslu og sölu hernaðargagna. En er sama á hvaða forsendum við sækjum svo stíft í Öryggisráðið? Ekki gengur að spyrja hvað „Bandaríkjamamma“ vilji hvaða afstöðu við eigum að taka í erfiðum ákvörðunum. Hvað með þekkingu á eðli hernaðarátaka og þeirra mála sem Öryggismálið þarf að takast á? Höfum við einhverjar forsendur að meta slíkt? Við höfum ábyggilega ekki góða þekkingu hvorki á hernaði né hvaða  hagsmunir þar kunna að búa að baki. Eina sem unnt er að fullyrða er að þeir sem selja vopn vilja ekki undir neinum kringumstæðum að friðvænlegra verði í heiminum.

Það er unnt að hvetja til friðsamlegra samskipta án þess að þurfa að beita tækni hernaðar. Við höfum reynslu af því við Íslendingar hve hernaður er tilgangslítill. Nægir að lesa Sturlungu og Íslendingasögurnar hve hefndin og yfirgangur skili yfirleitt sáralitlu. Þá skiptir hernaðarlegt gildi engu. Vopnleysið er oft beittara vopn en það sem kannski nálgast að vera fullkomið.

Eftir að hafa kynnt mér betur þessi mál þá skynja eg ástæðuna fyrir því hvers vegna við eigum að sækjast eftir að fá fulltrúa frá okkur valinn í Öryggisráðið.

Mosi 


mbl.is Írakar aðvara Tyrki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Við komumst ekkert í Öryggisráðið, frekar en Tyrkir, því við erum að stilla okkur upp við hliðina á þeim.  Reyndar ekki í hernaði heldur virðast stjórnvöld ætla að láta LÍÚ-mafíuna draga sig í þann skítapott að hunsa álit Mannréttindastofnunar hvað varðar íslenska kvótakerfið í sjávarútvegi og erum þar með úr leik.

Jakob Falur Kristinsson, 24.2.2008 kl. 07:29

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ekki er rétt að bera saman stríðsátök með mjög alvarlegum óafturtækum mannréttindabrotum við þau mistök sem fólgin eru við í upptöku kvótakerfisins. Mistök íslendskra stjórnvalda er auðveldlega unnt að leiðrétta og bæta fyrir. Þau mistök hafa ekki kostað nein mannslíf.

Hins vegar eru þessar fornu væringjar milli Tyrkja og Kúrda e-ð sem ekki sér fyrir endann á meðan enginn vonarneisti er með lausn á þeim vanda. Þar kemur til alþjóðasam´félagsins að þrýsta á Tyrki og e.t.v. Kúrda einnig, að láta af fjandsamlegum árásum og taka upp friðarviðræður.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 25.2.2008 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 242837

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband