Kúrdar: Fyllsta ástæða til varkárni

Tyrkir eru í Nató. Þeir sækja mjög að fá inngöngu í Efnahagsbandalag Evrópu. Í Austur Tyrklandi eru Kúrdar sem hafa af mörgum ástæðum tilefni til að skilgreina sig sem sér þjóð með séreinkenni, stjórnsýslu og menningu. Þetta vilja Tyrkir ekki viðurkenna þó svo að þeir hafi haft ástæðu til að kúga þessa þjóð sem lifir í 4 löndum. Til að einfalda flókið mál skilgreina Tyrkir Kúrda sem Fjallatyrki hvað svo sem það merkir.

Fyrir rúmlega 90 árum útrýmdu Tyriki um hálfri annari milljón Kúrda, það var 1916 í þjóðernishreinsunum í Austur Tyrklandi. Þessi fjöldi er 25% af morðum nasista á Gyðingum í síðari heimsstyrjöldinni. Ef Tyrkir eru beðnir um skýringar á þessum málum verða þeir alveg gjörsamlega umsnúnir. Við þá er ekki unnt að tala á neinum skynsamlegum nótum. Af hverju skyldi það nú vera? Eru þeir feimnir við að gera upp við fortíðina? Eru þeir að skjóta sér bak veið hernaðarumsvif Bandaríkjamanna sem reka tiltölulega stórar herstöðvar í Tyrklandi?

Nú er Mosi ekki sérlega vel að sér í þessum málum þar austur frá. En einhvern veginn finnst mér sem ósköp venjulegur skattborgari hugsandi maður á óislandi sem elskar vopnleysi að þarna sé ekki allt með felldu. Hvernig komast Tyrkir upp með allt þetta óréttlæti? Eru þeir að fara með hernað gegn þessari þjóð, Kúrdum, sem hefur alla burði að vera sjálfstæð? Mér finnst þetta vægast sagt mjög einkennilegt.

Tyrkir sem Kúrdar eiga allt gott skilið. Kúgun einnar þjóðar gagnvart annari er og verður alltaf með öllu óskiljanleg. Við Íslendingar viðurkenndum sjálfstæði Ísraela fyrir 60 árum, sjálfstæði Eistlands, Lettlands og Litháen fyrir nær 20 árum. hvers vegna setjum við okkur ekki inn í þessi deilumál í Austur Tyrklandi fyrst við erum að sækjast um sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Tyrkir sækja líka um! Og það í skjóli Bandaríkja Norður Ameríku sem eru því miður að segja með vægast sagt með allt niður um sig í Írak! Nú eru laus tvö sæti og við keppum við Tyrki. Af hverju ekki að leggja áherslu á að leysa þessi gömlu vandræði sem Kúrdar hafa setið uppi með í hundruð ára, kannski á kostnað Tyrkja sem aldrei hafa viljað ljáð máls á að leysa þessi mál? Kannsi að lykillinn að lausn friðsamlegrr sambúðar ríkja í Vestur Asíu sé að viðurkenna sjálfstæði Kúrda - auðvitað með mörgum, góðum og gildum skilyrðum. 

Mosi leyfir sér að leggja þessa spurningu fyrir Ingibjörgu Sólrúnu utanríkisráðherra: Ef Íslendingar ætla sér að spila einhverja mikilvert hlutverk í  Öryggisráði Saameinuðu þjóðanna, ber okkur að leggja lið þeim þjóðum og þjóðarbrotum sem hafa haft undir högg að sækja á undanfarinni öld. Nú er komið að Kúrdum!

Mosi 

 


mbl.is Uppreisnarmenn eltir uppi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ekki sammála þér um margt en þetta er hið besta mál.

Það voru reyndar Armenar en ekki Kúrdar sem voru myrtir af Tyrkjum 1915-16.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 22.2.2008 kl. 21:28

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Segðu okkur meira Vilhjálmur því þetta mál þarf að upplýsa

Guðjón Sigþór Jensson, 22.2.2008 kl. 21:31

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Kúrdar hafa verið kúgaðir áratugum saman, í öld, hvernig sem menn vilja horfa á þeirra mál.

Between 1984 and 1999, the PKK and the Turkish military engaged in open war, and much of the countryside in the southeast was depopulated, with Kurdish civilians moving to local defensible centers such as Diyarbakır, Van, and Şırnak, as well as to the cities of western Turkey and even to western Europe. The causes of the depopulation included PKK atrocities against Kurdish clans they could not control, the poverty of the southeast, and the Turkish state's military operations.[56] Human Rights Watch has documented many instances where the Turkish military forcibly evacuated villages, destroying houses and equipment to prevent the return of the inhabitants. An estimated 3,000 Kurdish villages in Turkey were virtually wiped from the map, representing the displacement of more than 378,000 people.

YOUTUBE

Auðvitað eru Kúrdar sér þjóöð sem á fullann rétt á sjálfsákvörðunartöku. Þar fyrir utan er aulaskapur af Bandaríkjamönnum að verja ekki nýlendu sína frá innrás erlends ríkis. 

Ólafur Þórðarson, 23.2.2008 kl. 04:34

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Kúrdar hafa mikla sérstöðu meðal þeirra þjóða sem búa í Vestur Asíu. Þó þeir séu upp til hópa islamstrúar þá eru þeir sagðir vera mjög vestræna í hugsun. Tunga þeirra er af indóevrópskum stofni en ekki þeim sama og aðrar múhameðstrúarþjóðir. Á 7da áratug 20. aldar voru þeir töluvert á undan öðrum þjóðum í Vestur Asíu hvað nútímlegt þjóðskipulag viðkemur. Þannig komu þeir 1965 upp eigin þingi, dómstólum og skattstofum en það var í tengslum við ágreining við stjornvöld í nágrannaríkjunum, einkum Írak.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 23.2.2008 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242914

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband