Spaugstofufrétt?

Halda mætti að þetta sé grín,  „frétt“ á vegum Spaugstofunnar. Þegar fyrir liggur rökstuddur grunur um að ákveðnir hlutir séu þýfi, hvaða ástæður eru fyrir því að lögregla skili því til þjófanna? Spurning hvort lögreglumennirnir séu þá ekki orðnir hlutdeildarmenn í brotinu.

Alla vega ef meint þýfi finnst í vörslum þjófa þá mætti ætla að það sé fyrst og fremst á valdi dómstóls að meta það hvort lögfull sönnun liggi fyrir að tiltekinn hluti sé hluti af þýfi. Miðað við þann skilning sem fram kemur í fréttinni er verið að gefa þjófum þá leiðbeiningu að þeir eigi að taka af verðmiða áður en þeir láti greipar sópa. Þá megi þeir reikna með að lögreglan láti þjófnaðinn viðgangast.

Á þessu þarf að taka betur. Ef einhver er staðinn að hafa hluti í vörslum sínum sem bera öll merki að sé þýfi, þá ber auðvitað að meðhöndla það mál eftir því. Annað er broslegt. Er annars ekki nóg að hafa eina Spaugstofu?

Mosi

 

 


mbl.is Hluta af varningnum skilað til hinna grunuðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 242909

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband