Síðkomin staðfesting

Segja má að þessi síðkomna staðfesting hafi komið á vondan. Tyrkir kalla sendiherra sinn heim og það er eins og þeir vilji ekki sætta sig við að sitthvað er ekki í lagi með stjórnarfar þeirra, hvorki fyrr né síðar. Ekki er unnt að spóla tímann til baka - það sem einu sinni hefur verið gert verður ekki breytt.

 

Auðvitað er best að viðurkenna mistök - og harma þau.  Og það er unnt að sýna iðrun og sætta sig við það að alvarleg mistök hafi verið gerð. Með því sýnir ekki aðeins einstaklingurinn heldur heil þjóð að viðkomandi er með réttu ráði.

Hitt er svo allt annað mál að unnt er að koma í veg fyrir ný mistök. Tyrkir eru með framtíð Kúrda í hendi sér og því miður vilja þeir fremja áþekk ofríkisverk gagnvart þeim nú rétt eins og Armenum fyrir nær öld síðan.

Það góða sem eg vil gera - geri eg ekki og það illa sem eg ekki vil gera - geri eg, - er haft eftir Páli postula. Mætti ekki hafa þessi viturlegu setningar í huga?

Vonandi átta tyrknesk yfirvöld sig á því að þau vaða reyk.

Mosi 

 


mbl.is Tyrkir kalla heim sendiherra sinn í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mummi Guð

Það er bara þannig að það þýðir ekkert að tala Tyrkina til, þeir hlusta ekki á neinn. Ekki frekar en Mugabe.

Mummi Guð, 11.10.2007 kl. 20:38

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Já þetta hafa verið skelfilegir atburðir og einkennilegt að í landi sem þó vill kenna sig við lýðræði séu sett lög sem nánast banna umfjöllun um þetta feimnismál! Hálf önnur milljón Armena sem drepnir eru af Tyrkjum í fyrri heimsstyrjöldinni, - er það ekki 25% af útrýmingarherferð nasista á Gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni? Ekki dettur Þjóðverjum í hug að banna umfjöllun um þessa miklu smán heldur á það að vera öllum víti til varnaðar, að ekki megi stunda pólitík þar sem lögð er nein minnsta áhersla á einhverjar öfgastefnur. Þetta sjónarmið er meira að segja sett inn í stjórnarskrána þýsku, t.d. 21. grein hennar þar sem fjallað er um félög sem stofnuð eru í pólitískum tilgangi. Þar er áhersla lögð á lýðræði og að stjórnmálaflokkar verði að gera opinberlega grein fyrir uppruna og notum á því fé sem þeir hafa til ráðstöfunar.

Þetta gætu Tyrkir tekið sér til fyrirmyndar ætli þeir að taka á sig skyldur með því að ganga í Efnahagsbandalagið þar sem mikil áhersla er lögð á friðsamleg samskipti ríkja. Ekki er aðeins unnt að næla sér í réttindi heldur fylgja einnig ýmis konar skyldur og kvaðir sem þykja eðlilegar í samskiptum þjóða og til að tryggja lýðræðið.

Þjóðarmorð er ekkert 20. aldar fyrirbrigði heldur hafa þjóðarmorð verið stunduð á öllum tímum í mjög mörgum löndum af ótrúlegri grimmd. Ekki fer mörgum sögum af herferðum og ýmsum vafasömum hreinsunum sem unnin voru af ýmsum furstum í nafni kristinnar trúar.

Var kannski háð þjóðarmorð hérlendis við landnám norrænna víkinga hér? Torvelt er að sanna að svo sér og einnig afsanna. Mjög miklar líkur eru að svo sé. Þegar fornritin eru skoðuð má sjá ýmsar vísbendingar. Hvers vegna var Landnáma rituð? Var það kannski til að treysta eignarhald þeirra ætta sem lögðu undir sig lönd írskra frumbyggja landsins? Nokkuð traustar vísbendingar benda til að hér hafi verið Keltar alla vega undir lok 8. aldar eða um 2-3 kynslóðum áður en Ingólfur Arnarson og aðrir víkingar settust hér að með sínu fólki (mín vegna má nefna það hyski).

Öll fornöldin og miðaldir eru fjöldamorð víða stunduð af mikilli grimmd í heiminum. Sérstaklega er ámælisvert hvernig trúarbrögð eru freklega misnotuð og þau verða að n.k. réttlæting að árásarstríðum. Ekkert lát er á því, hver er meginástæða árásarstríðs Bush í Írak? Eru hvatirnar að því ekkiaf sömu rót runnin? Okkur friðelskandi fólki er freklega misboðið. En við gerum lítið sem ekkert, kannski erum við mjög vanbúin að gera nokkuð skapaðan hlut þegar vopnaframleiðendur hafa þvílík hreðjatök á ýmsum þjóðarleiðtogum. Ljóst er að vopnasala til Afríkuríkja nemur töluvert hærri fjárhæðum en sem nemur allri þróunaraðstoð og margs konar hjálparstarfi.

Kannski vandræðin séu vegna þess að þessi ríki þar sem misréttið og ofbeldið er einna mest, að í þessum löndum er ákaflega stutt í þróuninni að koma á virkilegu lýðræði. Það á að vera hlutverk friðelskandi þjóða á borð við Íslendinga að koma á mjög víðtæku banni við framleiðslu og sölu vopna í heiminum.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 12.10.2007 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 242935

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband