Landsins mesta klúður

Sú var tíðin þegar íslenskir fiskimenn hrundu árabátum sínum til sjávar að þeir skiptu aflanum bróðurlega milli sín í lok veiðiferðar. Hver áhafnarmeðlimur fékk sinn hlut og auk þess fékk eigandi báts og veiðarfæra sinn aflahlut auk þess sem formaður áhafnarinnar fékk sérstaka formannsþóknun sem aflauppbót.

Nú er allt í einu upprunnin kynslóð sem byrjar á því að skipta aflanum milli sín áður en ákveðið er að fara í róður og fer fjarri að bróðurlega né systurlega sé jafn skipt milli manna. Þetta minnir nokkuð á fyrstu skopmyndir frá upphafi 19. aldar þegar evrópskir valdamenn voru sýndir skipta gírugir Evrópu á milli sín. Hverjum dytti í hug að skera sér væna sneið af jólagæsinni jafnvel áður en gæsarunginn hefur skriðið úr egginu?

Skyldi það vera mjög flókið fyrir þessa nýmóðins Bakkabræður að skilja hvers vegna öll þjóðin gapir af undrun?

Mosa finnst það sjálfsagt mál að þeir sem koma að þessu landsins mesta klúðri segi alvarlega af sér, axli ábyrgð áður en þeir verði að athlægi meðal siðaðs fólks.

Góðar hugmyndir um útrás íslenskrar þekkingar og reynslu á jarðhita, hefur beðið mikið tjón vegna fljótfærni og heimsku þeirra sem málið varðar.

Nú er þetta eins og barnaspilinu sígilda: aftur á heimareit og byrja upp á nýtt!! En auðvitað á réttum forsendum!

Mosi 

 


mbl.is Björn Ingi: Kauprétturinn var mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Góð samlikinng og ekkert ofmælt/Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 11.10.2007 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 242927

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband