Hvar endar þetta?

Hræðilegt er að heyra að notkun eiturlyfja virðast verða sífellt meiri og meiri að því virðist vera.  Fyrir um áratug auglýsti stjórnmálaflokkur nokkur sem lengi hefur verið aðili að ríkisstjórn að stefn væri að útrýma eiturlyfum úr íslensku þjóðfélagi fyrir aldalok 20. aldar - hvorki meira né minna! Því miður hefur slíkt hjal reynst tóm orð, aldrei hefur þessi vandi vegna misnotkunar vafasamra efna verið meiri en einmitt nú. Ógæfusamir einstaklingar sem eiga erfitt með að fóta sig áfram í þessum skelfilega heimi eru auðveld bráð þeirra sem græða margir hverjir offjár á óhamingju samborgara sinna. Rekja má notkun eiturlyfja sem orsök og ástæður flestra lögbrota sem framin eru í landinu.

Nú þarf að huga betur að þessum málum. Ekki má taka neinum vettlingatökum á þessu heldur þarf að grípa til þeirra ráða sem heimildir standa til.  Gera þarf lögregluna betur úr garði að unnt sé að koma þessum einstaklingum fyrir á til þess stofnunum þar sem þeir verða afeitraðir og vistaðir, að vísu með þeirra samþykki. En það ætti að vera öllum þeim sem málið varðar að mikilsvert sé að veita aðstoð sem fyrst en ekki láta einstaklinginn veslast upp í þeirri aðstöðu sem þeir eru í. En til þess skortir fjármuni, mikla fjármuni sem við verðum að eyrnarmerkja til þessa verkefnis. Við verðum að koma upp velbúnum stofnunum með góðu og velmenntuðu starfsfólki sem á faglegan hátt getur hjálpað þeim sem eru í vanda. Kannski þarf að breyta áherslum í ríkisfjármálum en ekki dugar öllu lengur að spara og skirrast við að taka á þessum málum.

Umfjöllun um eiturlyf er vandmeðfarin. Léttúð í fjölmiðlum varðandi eiturlyf verður ekki til góðs. Gera þarf þá ábyrga sem sýna af sér vítavert kæruleysi sem getur leitt aðra til að neyta þessara varhugaverðu efna!

Eflum almannavitund um að við verðum að taka þessi eiturlyfjamál föstum tökum!

Mosi - alias 


mbl.is Fíkniefnaleiðarvísir birtur í fríblaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 242918

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband