Er hætta á að banki fari á hausinn?

Sennilega verður mikið að ganga á áður en banki fer á hausinn. Spurning er alltaf með baktryggingar en bankastarfsemi er lík starfsemi tryggingafélaga að því leyti að stjórnendur reyna að baktryggja sig gegn óvæntum áföllum og dreifa áhættu sem mest. Margir bankar hafa ábyrgð ríkissjóða og eru því gulltryggðir.

Við þekkjum aðeins eitt dæmi í okkar sögu þegar Íslandsbanki hinn fyrri var gerður upp á sínum tíma í ársbyrjun 1930. Vegna bágrar lausafjárstöðu féll hann en í raun var hann ekki gjaldþrota nema að það var pólitísk ákvörðun að láta hann falla. Á rústum hans voru stofnaðir tveir bankar Búnaðarbanki og Útvegsbanki sem þjónuðu vel og dyggilega fyrirgreiðslu stjórnmálaflokkanna á hægri línunni einkum fyrir atvinnuvegina. Í raun varð víst aðdragandi að þessu falli, hlutabréf bankans hríðféllu í Kauphöllinni í Kaupmannahöfn sem varð til þess að margir sparifjáreigendur hópuðust og tóku út fé sitt eins og í enska bankanum núna á dögunum. En ekki voru stjórnmálamenn sáttir um aðferðir, vildu Framsóknarmenn gera bankann upp en Sjálfstæðismenn vildu bjarga bankanum. Lendingin varð þó sú, að Ríkissjóður hljóp undir bagga, Útvegsbanki var látinn taka við skuldbindingum og innistæðum Íslandsbanka jafnframt sem Búnaðarbankinn hafði verið stofnaður til að taka við verkefnum tengdum einkum landbúnaði.

Annars væri fróðlegt að vita meira um með fyrirhugaða sölu þessa breska banka. Var kannski íslenskur banki að huga að kaupum en orðið afhuga við nánari skoðun?  

Mosi - alias


mbl.is Vandræði Northern Rock
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 242918

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband