Umdeild virkjun

Segja má að hönnun þessarar virkjunar geti verið talin mikið verkfræðilegt afrek. En er allt sem sýnist? 

Hvað kostar og hver greiðir fyrir þessa ráðstefnu?

Verður hún haldin á kostnað íslenskra skattborgara?

Þessi virkjun verður alltaf umdeild og þá sérstaklega aðferðin sem beitt var til að koma ákvörðuninni gegnum þingið á sínum tíma. Eiginlega voru það einungis tveir Íslendingar sem tóku þessa ákvörðun og spurning hvort ekki var verið að bjarga ítalska verkfræðifyrirtækinu Impregilo frá gjaldþroti en fjárhagslegur grundvöllur þess var vægast sagt mjög valtur.

Þegar Davíð Oddsson fór til Ítalíu á sínum tíma og þáði boð Berlusconi að vera gestur hans í óvenjulangri heimsókn var ekkert verktakafyrirtæki í gjörvallri heimsbyggðinni sem hafði áhuga fyrir þessu verkefni. Svo kom tilboðið frá Ítalíu sem var það lágt að Landsvirkjun kolféll fyrir því! Nú er von að lokareikningurinn frá Impregíló verði lagður fram á næstu mánuðum. Má vænta þess að hann verði ímun hærri en upphaflega tilboðið hljóðaði upp á? Kannski það verði í svipuðum dúr og þegar systurfyrirtæki Imprégíló vann að Metró verkefninu í Kaupmannahöfn á sínum tíma? Þá lögðu Ítalarnir fram lokareikning sem reyndist vera fjórum sinnum hærri en upphaflega tilboðið gekk út á! Danir komu af fjöllum þegar þeir sáu þennan himinháa reikning og blasti gjaldþrot við Kaupmannahafnarborg. Danski ríkiskassinn varð að hlaupa undir bagga til að forða Dönum hneysu. Ítalarnir báru fyrir sig að útboðsgögn hefðu verið mjög ónákvæm og spurning hvort þeir beri ekki áþekkt fyrir sig að þessu sinni. Kunnugt er að borun aðveituganga reyndist vera þrælerfið á köflum t.d. neðan undir Þrælahálsi en þar var einn erfiðasti kaflinn í þessu mikla verki.

Ítalska fyrirtækið stóð mjög höllum fæti fjárhagslega þegar það sendi Landsvirkjun tilboðið á sínum tíma. Spurning hvort þessi framkvæmd við umdeilda virkjun hafi orðið til að bjarga Impregíló frá gjaldþroti? Gengi hlutabréfa Impregíló SPA hefur lengi verið mjög flöktandi og ber það með sér að rekstur fyrirtækisins virðist vera allbrokkgengur og reynt sé að bjarga því áfram með því að hafa nóg af verkefnum sem önnur verktakafyrirtæki vilja ekki taka að sér.

Kárahnjúkavirkjun hlýtur að verða n.k. minnisvarði um vægast sagt eina umdeildust ákvörðunartöku í allri Íslandssögunni. Þessi umdeilda ákvörðun klauf íslensku þjóðina í tvær andstæðar fylkingar og spurning hvort nokkurn tíma íslenska þjóðin verði sama þjóð og fyrr. Við höfum dregið þann lærdóm af þessu að lýðræðisfyrirkomulagið sem við búum við er mjög ófullkomið og á því þarf að ráða bót hið fyrsta.

Mosi - alias 

 


mbl.is Alþjóðleg tækniráðstefna um Kárahnjúkavirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emelia Einarsson

Mjög athyglisvert það sem að þú skrifar. Já það er spurning hver greiðir.

Þetta er kannski sambærilegt að miða við að það sé um að gera að hafa þetta á erlendu máli, svo skilja þjóðarþegar bara mátulega mikið.

Hvernig er þetta í þessu blessuðu lýðríki, eru ekki til þýðendur sem geta þýtt á stað?  Hefur og er venjulegt fyrirbæri í öðrum löndum.

Emelia Einarsson, 16.9.2007 kl. 21:28

2 identicon

Það er nú ekki rétt hjá þér að ekkert verktakafyrirtæki hafi haft áhuga á þessari framkvæmd ef Impregilo er frátalið. Það komu tilboð í þetta verk frá a.m.k. Ístaki, NCC, Skanska, Pihl & søn, Balfour Beatty og örugglegsa einhverjum fleirrum. Aðal málið var að tilboð frá þessum aðilum voru verulega hærri en frá Impregilo.

Hitt er að ónákvæmni í útboðsgögnum hefur ekki neitt með það að gera hvað lokareikningurinn er. Ef gögnum er eitthvað áfátt verður tilboðið bara þeim mun hærra. Það er einn algengur texti í svona gögnum og hann er, "allt sem til þarf til að ljúka viðkomandi verklið" þarna á verktaki að meta hvað þarf til og hvernig hann ætlar að standa að verki. Ef ekki er um að ræða magnaukningu gildir bara magn*einingaverð=tilboðsfjárhæð. Það er svo alltaf allt annað mál hvað stendur í verksamningum og hvernig staðið skal að meðhöndlun á magnbreytingum og breytingum á verkinu sjálfu.

Það er hinsvegar megin regla að semja um verð á slíkum hlutum fyrirfram og þess vegna ætti lokareikningur að liggja nokkurn vegin fyrir við lok lok framkvæmda án þess að endalegt uppgjör hafi farið fram.

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 06:49

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Rétt er að ýms verktakafyrirtæki voru alvarlega að senda Landvirkjun tilboð en guggnuðu. Þegar útboðsfrestinum lauk í ágústlok 2002 þá hafði ekkert formelgt tilboð borist en fyrirspurnir. Það er rétt athugasemd. Hins vegar var tilboð Impregíló það eina sem var formlegt og Landsvirkjun hóf þegar viðræður um mánaðarmótin sept. okt 2002.

Legg til Magnús Orri að þú kannir betur gagnasafn Morgunblaðsins. 

Ef Landsvirkjun hefði borið gæfu að standa þessa freistingu og haldið að sér höndum, væri fyrirtækið nánast skuldlaust. Nú er það hins vegar eitt skuldsettasta stofnun sem er í eigu ríkisins. Því miður fyrir okkur skattgreiðendur. Ef fyrirtækið hefði verið einkavætt hefði sennilega ekki verið tekin þessi gríðarlega áhætta sem fólst í þessari ákvörðun. Það er vandamálið með opinberan rekstur að stjórnendur sýna stundum léttúð hvað þetta varðar: alltaf er unnt að velta vandanum á eigandann, þeas ríkissjóð.

Mosi - alias

Guðjón Sigþór Jensson, 17.9.2007 kl. 18:37

4 identicon

Sæll Guðjón,

Ég gef nú álíka mikið fyrir gagnasafn Morgunblaðiðsins og blautan skít.

Hér er "liknurinn" á opnun tilboð í Verkið Kárahnjúkastífla og aðrennslisgöng.

http://www.karahnjukar.is/article.asp?catID=358&ArtId=539 

Verð þó að játa að NCC hætti við að senda in tilboð í þessa framkvæmd stuttu fyrir opnun tilboða, var búinn að gleyma því.

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 242918

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband