Ámælisverðar fugla og hvalveiðar

Í fréttum Ríkisútvarpsins í gærkveldi var sagt frá lundaveiðum í Akurey skammt vestan við Örfirisey í Reykjavík. Þessi eyja er ásamt Lundey á Kollafirði þekktar fyrir töluverða lundabyggð.

Lundinn er í huga flestra erlendra ferðamanna sú fuglategund sem sérstaklega tengist Íslandi. Hvalaskoðunarbátar gerðir út frá Reykjavík koma þarna gjarna við til þess að ferðamenn geti notið að fylgjast með lundanum í návígi. Það er því mjög undarlegt ef einhver sem telur sig eiga meiri rétt að drepa fugl sér til tómstundar en þeir fjöldi ferðamanna sem hafa ánægju af að fylgjast með lundanum.

Fyrir nokkrum vikum var viðtal við hrefnuveiðimann í Reykjavík. Sá státaði sig af því í viðtalinu hve stutt væri fyrir sig að fara til að skjóta hrefnu, bara skammt utan við eyjarnar og þar hafi hann veitt nokkrar mjög auðveldlega!!

Ætli þetta hafi ekki verið sömu hrefnurnar sem glöddu hvalaskoðunarfólk hvað mest á liðnum misserum? Þær voru gæfar og því tiltölulega auðvelt fyrir hvern sem er að nálgast þær. Nú fara hvalaskoðunarbátarnir fram og aftur um Faxaflóann og ekki alltaf sá árangur sem væntingar voru til. Ferðamenn eru óánægðir að sjá lítið sem ekkert og þeir sem hafa atvinnu sína af hvalaskoðun eru miður sín.

Að mínu áliti eru þessar veiðar gjörsamlega siðlausar og ættu að banna STRAX! Ekki hefur farið neinum sögum hvort lundaveiðimaðurinn hafi verið með leyfi til veiða. En tiltölulega auðvelt hefði verið að setja hrefnuveiðimanninum skilyrði að veiðar færu ekki fram í Faxaflóa.

Áður fyrr var skiljanlegt að fátækt fólk væri að sækja sér lífsbjörg með því að drepa fugl og hvali fyrr á tímum en í landi þar sem smjör drýpur nánast af hverju strái og allar búðir yfirfullar af góðum og fjölbreyttum matvælum þá er þessi forni réttur að sækja sér björg í bú einskis virði.

Mætti umhverfisráðherra skoða þessi mál og taka fram fyrir hendurnar á þessum sportveiðimönnum sem eru að grafa undan ferðaþjónustunni á Íslandi.

Mosi alias 

 


mbl.is Reykjavík valin grænasta borgin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 242918

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband