Agaleysi

Þessi frétt er enn ein vísbendingin hve agaleysi er almennt mjög mikið. Hvernig stendur á því að sumir samborgarar vaða uppi með lögleysur:

Í þessu tilfelli er að öllum líkindum neytt ólöglegra vímuefna, þá er sest undir stýri og viðkomandi veldur tjóni. Þegar laganna verðir koma að manni þessum bregst hann illa við og ræðst á annan lögreglumanninn sem er opinber starfsmaður og er að gegna starfi sínu.

Allt er þetta mjög ámælisvert og ætti að vera tekið föstum tökum. Þó Mosi sé ekki hvatamaður þungra refsinga þá mætti dæma viðkomandi í hæfilega og viðeigandi samfélagsþjónustu. Vonandi lærir sakborningurinn töluvert af því og einnig mætti vænta að slík refsing hefði einhver áhrif á aðra sem kærulausir eru.

Við þurfum að bæta samfélagið í stóru sem smáu. Við þurfum að bera virðingu fyrir öðrum og forðast að veita öðrum skaða hvort sem er við á gagnvart einstaklingnum eða samfélaginu öllu. Og ef einhverjum verður á í messunni á viðkomandi að bæta fyrir brot sín og yfirsjónir.

Mosi alias 


mbl.is Ók á skilti og sofnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 242836

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband