Stokka þarf upp skattana

Við stjórnarskipti er gott tækifæri að stokka upp skattana. Huga þarf að nýjum hugmyndum, taka upp nýja skatta meðan aðrir eru lagðir niður. Sérstaklega þarf að huga að kosnaði við álagningu og innheimtu skatta en leggja þarf þá skatta alfarið af þar sem tilkosntaður er tiltölulega hátt hlutfall af tegund skatts.

Nú eru t.d. ýmiskonar umhverfisskattar í deiglunni. Víða um heim hafa þeir verið teknir upp t.d. að mengandi starfsemi sé skattlögð sérstaklega og þeim umbað sem vel standa sig í þessum efnum. Varðandi bílana okkar mætti vel hugsa sér að  leggja niður bifreiðagjald sem er flatur skattur án tillits til notkunar en taka upp umhverfisskatt á móti sem væri þá lagður á eldsneyti.

Varðandi stóriðjuna er sérstakt framleiðslugjald lagt á hvert framleitt áltonn. Í stað þess mætti hugsa sér sérstakan umhverfisskatt sem væri þá tegndur við aukin framlög hins opinbera til bindingar á CO2, hugsaður sem aukinn stuðningur við skógrækt í landinu. Þá mætti efla almenningssamgöngur og styrkja þær með hagstæðara skattaumhverfi.

Svona mætti lengi telja. En umfram allt þarf að efla vitund umhverfisvitund í landinu. Það væri unnt að gera með nauðsynlegum lagfæringum á skattakerfinu. Með því bætum við lífskjör okkar allra.

Mosi alias


mbl.is Stefnt að lækkun skatta á kjörtímabilinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Sæll Guðjón. Hvað er mengandi starfsemi?  Og hvaða fyrirtækjum á að umbuna? Kannski Alcan sem hafa náð miklum árangri í umhverfisvernd, meiri orkunýtingu og minni útblæstri, sjá hér?  Ég held að það sé ekki allt sem sýnist í þessari flokkun fyrirtækja í mengandi og ómengandi, sjá blogg mitt 6/5.

Þorsteinn Sverrisson, 23.5.2007 kl. 12:26

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sæll Þorsteinn

Þakka þér fyrir ábendinguna og góða spurningu.

Með það til hliðsjónar að hvergi í allri Evrópu er verið að byggja nýtt álver utan Íslands nema í Rússlandi. Í Bandaríkjunum er verið að loka þessum verksmiðjum og koma fyrir annars staðar.

Víða í Evrópu hafa verið teknir upp umhverfisskattar sem eru hugsaðir sem sá kosnaðarauki sem felst í mengandi starfsemi og leggst á opinbera aðila að bæta úr. Vona að eg þurfi ekki að útskýra það nánar hvað felst í því. En eg get ekki setið á mér en að benda á gjaldskrá Sorpu svo dæmi sé nefnt. Ef við þurfum að koma af okkur ýmsu svo sem úrgangstimbri, þá ber okkur að greiða gjald fyrir það.

Við greiðum holræsagjöld og fasteignagjöld sem er n.k. endurgjald til sveitastjórna en töluverður kostnaður fylgir bæði holræsamálum sem og fasteignum: viðhaldsverkefni gatna, sorphirða, vatnsskattur o.s.frv.

Mengandi verkssmiðjurekstur er umtalsverður nú þegar. Álverin losa hátt í milljón lestir árlega af CO2 en töluverður kostnaður fyrlgir að binda aftur t.d. með skógrækt þetta mikla magn.

þú hefur væntanlega heyrt um hugmyndafræðina kringum Kolvið sem vissulega mætti útfæra á fleira en rekstur bifreiða.

Kveðja

Mosi - alias

Guðjón Sigþór Jensson, 23.5.2007 kl. 14:34

3 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Já ég skil hvað þú ert að meina Guðjón.  Mér finnst bara svo mikill tvískinnungur í því ef við ætlum að lifa hér í vellystingum, nota bíla, flugvélar, olíu, málma og allt það en segja svo: Við viljum ekki framleiða þetta sjálf því það er svo ógeðslegt - heldur á bara að framleiða þetta í þróunarlöndum fyrir okkur.  Við erum öll samsek í menguninni, mér finnst rangt að benda á ákveðnar atvinnugreinar eða starfsemi þar sem mengunin er sýnileg því það er heildarneyslan í hagkerfinu öllu sem knýr þetta áfram og lifistandardinn okkar. Ríkisstarfsmaður sem vinnur á skrifstofu mengar jafn mikið og starfsmaður í álveri.

Þorsteinn Sverrisson, 23.5.2007 kl. 16:31

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sæll Þorsteinn

Finnst þér ekki dálítið einkennilegt að flytja hráefnið um hálfan hnöttinn til að bræða hér og síðan sigla skipin tóm sömu leið til að sækja meira? Þá er álbörrunum skipað út í önnur skip sem sigla með álið til þeirra landa sem vinna það áfram og svo sigla þau aftur tóm hingað?

Mér hefði þótt eðlilegt að byrjað væri á endurvinnslu áldósa í henni Amríku. Mér skilst að unnt væri að loka velflestum álverum norðan Alpafjalla ef amríkumenn tæku upp á þeirri nauðsyn að endurvinna ál. Eru þeir hafnir yfir gagnrýni? Eg leyfi mér að efast um það.

Við erum að stuðla að geigvænlegri sóun verðmæta, verðmæta sem betur væri varið í annað þarfara. Finnst þér að við eigum að verðlauna þá sem sóa náttúruauðlindum hvort sem þær eru hráefni, orka eða náttúra Íslands með því að taka ekki upp umhverfisskatta?

Vona að efasemdir vakni líka hjá þér.

Kveðja

Mosi - alias 

Guðjón Sigþór Jensson, 23.5.2007 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband