Forræðishyggja forsetans

Ekki skil eg neitt í Ólafi Ragnari öllu lengur.

Sú var tíðin að hann var kosinn sem forseti af fólkinu. Nú er hann orðinn forseti valdsins og vill taka ákvarðanir án þess að þjóðin sé fyrst spurð.

Nú hafa hátt í 60.000 Íslendingar óskað eftir því með undirskrift sinni að kosið verði um áframhald viðræðna við Evrópusambandið. Í mínum hug er fáni Evrópusambandsins mikilvægt tákn um mannréttindi og frelsi einstaklingsins, samfélagslegt öryggi, samstöðu og vonar um betri framtíð, auk stöðugleika og betri fjármálastjórnunar.

Kannski Ólafur Ragnar sé á móti öllu þessu öllu en vilji fremur gera hosur sínar grænar fyrir Pútín, valdhafanum í  Kreml sem vill stefna að auknum völdum og jafnvel kúgun nágrannaríkja Rússa.

Einu sinni var eg mikill aðdáandi ÓRG. Mér finnst hann hafa misstigið sig illa og orðið að hálfgerðum draug í íslenskum stjórnmálum. Hann gerði allt til að koma í veg fyrir að hér gæti þróast sósíaldemókratískt þjóðfélag eins og á hinum Norðurlöndunum með því að verða valdatæki afturhaldsaflanna í höndum SDG og hans fylgifiska.

 


mbl.is Pútín vildi ekki ræða við Ólaf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hef tekið á móti tug þúsundum frá ESB löndunum og allir sem hafa borið sig á tal við mig vara endreigið við aðil okkar að ESB mafíuni!

Sigurður Haraldsson, 10.4.2014 kl. 23:32

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sem leiðsögumaður erlendra ferðamanna yfir 20 sumur er það reynsla mín að flestum þykir einkennilegt að Íslendingar séu ekki í þessu bandalagi sátta og samvinnu. Eg hef aldrei hyrt nokkurn mann hallmæla Evrópusambandinu og þykir mér fullyrðing þín Sigurður vera eins og hver annar óhróður ef ekki áróður.

Guðjón Sigþór Jensson, 10.4.2014 kl. 23:36

3 Smámynd: Rafn Guðmundsson

órg er hættulegur maður finnst mér - eins og margir framsóknarmenn

Rafn Guðmundsson, 11.4.2014 kl. 00:02

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þú ættir nú að skilja samhengið: “Einu sinni varstu mikil aðdáandi ORG”.

Þannig voru margir miklir aðdáendur Þorsteins Pálssonar.

Hvað hefur breyst,? Þú?,þau? Nei,þeir. Ólafur R. Grímsson er skarpur tilfinninga ríkur landsfaðir,sem skilur þjóð sína og stendur með fullveldinu,sem er okkur öllum svo kært.

Þorsteini Páls.er sama um fullveldið,því hann berst fyrir afsali okkar á því til Esb.Hann hefur aldrei verið efni í neinn landsföður,enda á hann heima með landssöluliðinu.Hann er ekki skarpari en svo að hann taldi Icesave reikn.okkar skuld,stóð þar við hlið svikahrappsins Steingríms Joð.

60.þús um áframhald, 70.þús. um óhreyfðan flugvöll!! Varðandi kosningar í dag sem áttu með réttu að fara fram er 2009,en Samfóistar hræddust...Í dag halda alltof margir að málið snúist um áframhald ehv.breyting í viðræðum,en sem snúast eingöngu um upptöku reglugerða Esb. Blekkingin sýnir okkur svart á hvítu hvernig fólk er við að eiga. Það er skömm að þessu.

Helga Kristjánsdóttir, 11.4.2014 kl. 00:17

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg hef aldrei hitt útlending, hvorki fyrr néð síðar, sem hefur sjónarmið gagnvart ESB álíka eins og sjá má og heyra td. hjá heimssýnarfólki og innhringjendum á útvarpi sögu.

Málið er að það er með ólíkindum hve búið er að heilaþvo marga íslendinga af gengdarlausu bulli og vívitandi lygum af andstæðingum Evrópusambandsins.

Er nefnilega merkilegt, og það hefur komið vel í ljós eftir hrun, hve ginkeyptir margir íslendingar eru fyrir áróðri.

Það virðist sem dæmi ekki vera til sú ólíkindavitleysa sem andsinnar skálda upp um ESB og hamra á þeirri vitleysu í talsverðan tíma - án þess að þó nokkrir fari að trúa því.

Það má m.a heyra þetta vel á innhringendum á ÚS sem margir hverjir virðast stundum alveg gjörsamlega vera að missa sig yfir ,,óskapar mafíu-ríkinu ESB" á milli þess sem þeir froðufella yfir SJS.

Er í raun til skammar hve stór hluti íslendinga lætur vitleysinga spila með sig og ljúga linnulítið að sér. Til skammar og umhugsunarvert vegna þess að íslendingar eiga nú að teljast þokkalega menntaðir, allir ganga í grunnskóla og margir í framhaldsskóla.

En mentun segir svo sem ekki allt. Eða hvernig er eiginlega hægt að fara í gegnum háskólanám án þess að vita það að Malta er sjálfstætt ríki? Hvernig er það hægt? Fara í gegnum háskólanám og fá gráðu - og koma svo eins og fífl og segja að Malta sé ekki sjálfstætt ríki.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.4.2014 kl. 01:10

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Eitt lítið feilspor,hvað er það,drengur minn. En satt að segja er það nú báðir með og móti aðilar sem halda sínu fram.Það er nú svo að við sem höfðum engan áhuga á stjórnmálum fyrir hrun (giska nokkuð mörg) Höfðum aldrei velt fyrir okkur ESB að ráði. Man að mín fyrstu viðbrögð voru,það er ekki tímabært,en í fjarlægri framtíð gæti verið að börnin okkar ákveddu það. Ekki hafði maður grænan grun um að því fylgdi fullveldisafsal auk fiskveiðilögsunnar ofl. Það hefði nú verið kurteisi að Jóhönnustjórn,að kynna fyrir almenningi í hverju það fælist,ekki hafnar Rúv neinu sem frá þeim kemutr. En vegna þöggunar ,erum við fávísu háð þeim ofurhugum sem hafa upplýst okkur um allt t.d. Lissabonsáttmálann og í atökunum í Icesave,deilunni um rétt okkar.

Helga Kristjánsdóttir, 11.4.2014 kl. 01:36

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Stöðugleiki stöðnunarinnar, það er það sem blasir við í ESB og þ.m.t. einnig í UK, með sömu lágu stýrivextina sem eru örvæntingarráð til að koma efnahagslífi almennilega í gang, en það gerist ekki.

Og undirskriftasöfnun Samfómanna og ESB-sinna, sem þeir blekkja marga aðra til að taka þátt í, er fjármögnuð af ókunnum aðilum, heilsíðuauglýsingar og dýrar netauglýsingar, en rangt í raun, að þetta sé undirskriftasöfnun, því að kennitölusöfnun er þetta, og getur hver sem er slegið inn kennitölu og nafni hvers sem er á netinu án þess að skrifa orð, ergó ómarktækt.

Þar að auki eru menn blekktir til að taka þátt í þessu á grunni áróðursblekkinga um eðli ESB-viðræðnanna og um stöðu þeirra líka og ennfremur um möguleikana þar, en þeir eru EKKI, að við fáum að halda yfirráðum yfir stýringu fiskveiðilögsögu okkar né ráðandi löggjöf í þeim efnum.

En þeir rembast við að safna kennitölum, en vilja þó ekkert mark taka á 70.000 manns og 73% Reykvíkinga sem vilja flugvöllinn áfram og ekki heldur á 82% landsmanna sem eru sama sinnis. Fv. varaformaður Samf., Dagur B., gengur þarna á undan með ljótu fordæmi, en reyndar gengur hann í spor hinna níhilísku gnarrista. Þeim er líka alveg sama þótt 1100 störf glatist. Fremur skal hugsa um að fylla flugvallarsvæðið og hafnarsvæðið í vesturborginni af íbúðabyggð!

Jón Valur Jensson, 11.4.2014 kl. 02:39

8 identicon

Vel mælt Guðjón.

Svo kemur "Símamaðurinn" en og aftur fram á rivöllinn með sína niðurgangsræpu, blessaður vitleysingurinn. Hann veit víst ábyggilega um hvað hann er að rita, farandi í vopnabúrið sitt og sækja þangað vopnin sem hann notar sjálfur. Vitleysan hjá þessum blessaða aðila ríður ekki við einteyming, en hann kannast við vinnuubrögðin, hefur notað þau öll sjálfur.

thin (IP-tala skráð) 11.4.2014 kl. 09:50

9 identicon

The best president monney can buy sögðu útrásarvíkingarnir.

Bergur (IP-tala skráð) 11.4.2014 kl. 12:02

10 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Því miður virðist hið fornkveðna eiga við: Valdið spillir. Og of mikil völd er ávísun á enn mir spillingu.

Í samningum Evrópusambandsins eru skuldbindingar fyrir aðildarríki að koma í veg fyrir spillingu. Árangurinn er sá að innan ríkja Evrópusambandsins hefur tekist að draga mjög verulega úr spillingu og allt gert til að uppræta hana og draga þá til ábyrgðar sem reyna.

Getur verið að þetta sé ástæðan að þeir félaga SDG og BB óttast mest?

Spillingin hefur komist einna lengst á Íslandi þegar þessir flokkar eru við völd, annað hvort annar en þegar þeir eru báðir er sérstök ásæða að vera á varðbergi.

Réttarríkið, lýðræðið og mannréttindin urðu fyrir miklu tjóni þegar þessir tveir gömlu spillingarflokkar komust yfir völdin.

Guðjón Sigþór Jensson, 11.4.2014 kl. 16:20

11 identicon

Flott hjá Óla ESB er hættulegur viðbjóður sama hvað fólk fylgjandi að ganga í það segir. Innviðir sambandsins einkennast af spillingu og valdaáráttu, taka undir sig sáðlendi og eignir þjóða eftir aðkomu svokallað björgunaraðgerða eftir hrun sem að ESB ber líka ábyrgð á. Hlustið á Nigel Farage stjórnmálamann Breta t.d

Hans (IP-tala skráð) 11.4.2014 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 242837

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband