Kemur ekki á óvart

Samfylkingin með Dag í forystu hefur mjög farsælan feril í borgarstjórn.

Þó var eitt mál sem klikkaði þegar Ingibjörg var borgarstjóri og ákvað að standa ekki í vegi fyrir byggingu Kárahnjúkastíflunnar. Sú framkvæmd varð til þess að gríðarlegar efnahagslegar hamfarir urðu í íslensku þjóðlífi sem hagfræðingar höfðu varað við. Eg hefi átt erfitt með að fyrirgefa Ingibjörgu þetta axarskaft en ákvörðun hennar varð til þess að engum vörnum varð við komið gegn þessari umdeildu og vafasömu framkvæmd.

En nú er Samfylkingin að sækja í sig veðrið og er það vel. Nú þarf að taka til hendinni og fylgja þessu eftir með opnara og betra lýðræði sem einhvern veginn hefur vafist fyrir Framsóknarflokki og þá sérstaklega Sjálfstæðisflokknum. Á þeim bæ vilja allt of margir helst af öllu eftirláta einum manni að ráða öllu í stóru sem smáu. Því miður endar slík ráðsmennska oft út í móa, jafnvel í hádeginu þegar nægilega bjart  ætti að vera.


mbl.is Samfylkingin bætir við sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Hvar er Kratin í þér vinur vor Mosi vinur minn,ég er ekki altaf að hæla mínum mönnum,sjáfsæðismönnum enda var ég Alþýðufloksmaður,en taldi Pabba þinn vera það,og ég hélt að þú værir þeim megin en ekki allaballana eða Kommana sem ég kalla,en lengi skal maninn reyna,kær kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 26.3.2014 kl. 19:18

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sæll Halli

Þakka þér fyrir athugasemdina en fyriorgefðu hversu seint eg svara en var að koma áðan frá sveitasetri mínu í Skorradal.

Nú held eg að skipting í komma og krata heyrir að mestu sögunni til. Enginn vil lengur vera talinn til komma enda hefur sú stefna beðið skipsbrot rétt eins og frjálshyggjann. En eg tel mig vera gamla góða kratann sem vill gjarnan sníða okkar samfélag eins og það hefur verið praktísérað einna best á Norðurlöndunum, Svíþjóð, Noregi og Danmörku að ógleymdu Finnlandi. Hefurðu komið þangað Halli? Mér finnst þeir vera ágætir.

Guðjón Sigþór Jensson, 30.3.2014 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband