Ætlar ríkisstjórn að mismuna borgurum?

Áform ríkisstjórnar um svonefnda skuldaleiðréttingu tekur á sig ýmsar myndir. Ein hugmyndin er að afnema skatt á séreignasparnaði sem endurgreiddur verður sumum borgurum en ekki öllum. Þeim sem greiða niður skuldir og hyggjast efna til nýrra er heitið þessum hlunnindum. Eldra fólki og þeir sem hafa verið atvinnulausir lengi og eru að detta út af atvinnuleysisbótum hafa eftir hugmyndum ríkisstjórnarinnar ekki ennan rétt. Þeir verða eftir sem áður að greiða skatt af þessum séreignarsparnaði þrátt fyrir lágar tekjur.

Þetta er mismunun gagnvart borgurum. Allir þeir sem taka lán, verða að gera sér grein fyrir að verið er að ráðstafa tekjum sínum fyrirfram. Sumir vissu eða máttu vita að þetta gæti verið mikil áhætta þó svo ábyrgð þeirra stjórnvalda sem ákváðu skammsýna og illa undirbúna einkavæðingu bankanna væri mikil þó enginn vilji kannast við það núna sbr. landsdómsmálið gegn Geir Haarde á sínum tíma.

Lágtekjuhópar meðal atvinnulausra og eldri borgara hefðu fullt eins mikið gagn af niðurfellingu skatta af endurgreisðlu séreignarsparnaðar. Í þessu er falið mikið misrétti sem flestir mættu gefa betur gaum.


mbl.is „Felur í sér nýja hugsun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband