Er Bjarni samkvæmur sjálfum sér?

Sjónarmið Bjarna eru og orðrétt haft eftir frétt Morgunblaðsins:

„Bjarni sagðist hins vegar ekki vilja taka þátt í því leikriti, sem sett hefði verið upp á síðasta kjörtímabili þar sem í raun væri verið að draga 28 aðildarríki ESB á asnaeyrunum í umsóknarferli án þess að hugur fylgdi máli“. 

Hvernig var með leikritið sem hann setti upp í Gálgahrauni? Þar mátti þjóðin horfa á einstakt leikrit í boði sama manns: Hvernig lögreglu var sigað á friðsama mótmælendur sem vildu koma í veg fyrir náttúrueyðileggingu sem var vegna hagsmuna þessa ættmenna sama manns!

Þegar Ómar Ragnarsson var handtekinn vorum við Íslendingar mjög nalægt fasisma. Hvenær lögreglu verður næst sigað á friðsama mótmælendur verður vonandi ekki.

Mjög sérkennilegur tvískynningur er í málflutningi þessa ömurlega ráðherra. Hann ber hagsmuni 28 Evrópuríkja meir fyrir brjósti að þurfa ekki að blanda sér í jafnómerkilegt mál að hans ályti og aðild að Evrópusambandinu. En það er sjálfsagt að gefa mótmælendum sem varðveita vilja íslenska náttúru langt nef.

Þessi þokkapiltur ætti að sjá sóma sinn í og segja af sér ráðherradómi, þingmennsku og forystu í þeim stjórnmálaflokki sem lengst var stærstur og vinsælastur á Íslandi enda virðist hann ekki búa yfir miklu siðferðisþreki.

Hann fær sjálfsagt nægan tíma til að telja seðlana sína þegar jarðýturnar í Gálgahrauni hafa unnið sitt starf.


mbl.is „Vilji þjóðarinnar skýr“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll Guðjón.

Þú hlýtur að sjá að ríkisstjórn og þing sem alls ekki vill inn í ESB - hernig á þá að halda um aðlögunina í sambandið sem dr. Össur var með í gangi ? Ríkisstjórn og þing að stjórna aðlögunarferli inn í samband sem það vill alls ekki inn í ? Það er stór þversögn í því. Nánast eins og að konu sé nauðgað sem ekki vill láta nauðga sér, svo tekin sé ósmekkleg en kröftug samlíking.

Hvers vegna heldur þú að dr. Össur hafi ekki látið opna fiskveiði- og landbúnaðarhlutana í upphafi ? Það er vegna þess að þá hefði komist upp um að Evrópusambandið gefur ekki undanþágur og jarðfræðineminn var búinn að segja að VG myndi falla frá umsókninni ef undanþágur fengjust ekki.

Dr. Össur taldi sjálfum sér og hluta þjóðarinnar trú um að viðræðurnar snerust um að fá undanþágur á meðan það er kristaltært að sambandið veitir ekki umsóknarríkjum undanþágur, heldur er verið að semja um dagsetningar sem á að taka allt laga- og regluverk Evrópusambandsins inn hjá okkur.

Líttu nú á hvernig toppar Evrópusambandsins ráku ofan í kokið á dr. Össuri þegar hann talaði um að hann teldi að við værum að kíkja í pakkann og myndum fá eftirgjöf af aðlögun okkar að laga- og regluverki Evrópusambandsins.

Skrítið - eða not- að engin fjölmiðill sagði frá þessum fjðölþóðlega og fjölmenna blaðamannafundi dr. Össurar úti í Brüssel - kíktu á dr. Össur tekinn í bakaríið með klisjuna sína um að semja um undanþágur á þessari slóð :

http://predikarinn.blog.is/blog/predikarinn/entry/1358739/

Þetta er allt mjög skýrt á hemasíðu sambandsins hérna :

http://ec.europa.eu/enlargement/policy/conditions-membership/index_en.htm

Þarna er talað um að umsóknarþjóð skuli taka allt laga- og regluverk ESB inn í sitt eigið og samið verði um tímapunktana. Þeir segja : „They are not negotiable” og ekki nóg með það þeir feitletra inni í setningunni „not negotiable” alveg eins og þeir leiðrétta dr. Össur með í myndbandinu hér að ofan.

Helgi Seljan, og aðrir fjölmiðlamenn, hefði átt meiri þakkir skildar hefði hann komið dr. Össuri og þeim sem trúðu honum um aðlögunarferlið að það væri umsemjanlegt. Pakkinn lá fyrir frá upphafi í heilu lagi á heimasíðu sambandsins, sem og kröfurnar í aðlöguninni eins og hér var bent á.

Þá væri ekki þessi hávaði í mörgum, enda virðist þriðjungur þjóðarinnar ekki skilja skrifaða né talað ensku virðist vera.

Dr. Össur skildi þetta ekki einu sinni eftir að toppar í Evrópusambandinu leiðréttu hann á blaðamannafundinumn, nema hamnn hafi verið með leikrit í gangi því hann setti dreyrrauðan þegar Füle setti ofan í við hann eins og sést upptökunni á blaðamannafundinum.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.2.2014 kl. 13:41

2 identicon

Predikarinn svæfði ALLA lesendur ,,mbl.is".

Óli blaðasali (IP-tala skráð) 25.2.2014 kl. 16:33

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Óli blaðasali - ertu einn af þeim sem hvorki skilur talaða né skrifaða ensku ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.2.2014 kl. 16:51

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hver er Prédikarinn?

Guðjón Sigþór Jensson, 25.2.2014 kl. 21:13

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Fullveldisafsalssinnar lemja enn höfðinu við steininn.

1. Ég er búinn að benda þér á það sem sjálft ráðherraráð Evrópusambandsins hefur sagt 12. desember 2012 um að það eru engar undanþágur í boði fyrir Ísland og við eigum að samþykkja allt laga- og regluverk sambandsins - og það á íslensku :

http://eyjan.pressan.is/frettir/2012/12/12/radherrarad-esb-adildarvidraedur-ganga-vel-en-island-tharf-ad-samthykkja-allan-lagabalk-esb/

2. Ég sýndi ykkur reglurnar á heimasíðu Evrópusambandsins um aðlögunina þar sem segir feitletruðum stöfum að rreglurnar séu ekki umsemjanlegar :

http://ec.europa.eu/enlargement/policy/conditions-membership/index_en.htm

3. Ég sýndi ykkur leiðbeiningarbækling fyrir umsóknarríki á heimasíðu Evrópusambandsins um hvernig aðlögunarferkið fer fram :

http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/publication/20110725_understanding_enlargement_en.pdf

4. Ég sýndi ykkur myndbandsupptöku frá fjölþjóðlegum blaðamannafundi í Brüssel þr sem dr. Össur virtist alveg kunna ensku og ræddi um að hann væri bjartsýnn á undanþágu þá var hann snupraður af stækkunarstjóra Evrópusambandsins sem enn eina ferðina ítrekaði að það væru engar undanþágur :

http://predikarinn.blog.is/blog/predikarinn/entry/1358739/

.

Áður en höfuð ykkar molnar af og þið fullveldisafsalssinnar gerið ykkur að meiri fíflum en orðið er - gerið ykkur þann greiða að hlusta á blaðamannafundinn með dr. Össuri og lesa leiðbeiningar Evrópusambandsins sjálfs um hvernig aðlögun eins og við höfum verið í í 4 ár fer fram og að undanþágur eru ekki í boði.

Hættið að semja nýjar reglur fyrir Evrópusambandið ! Lesið reglurnar sem það heldur sig við sjálft og hefur sjálft samið og gefur að eigin sögn ekki undanþágur frá !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.2.2014 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242914

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband