Hvernig væri að ganga alla leið: Dvergríkið Skorradalur?

Á þeim einkennilegu tímum sem við nú lifum þar sem stjórnmálamenn fara mikinn og vilja öllu ráða er eitt fámennasta sveitarfélag landsins að gera upp við sig hvort það eigi að vera sjálfstætt eða sameinast öðru sveitarfélagi. Nú er niðurstaðan komin: Yfirgnæfandi meirihluti hreppsmanna vill að sveitarfélagið sé og verði áfram sjálfstætt!

Hvernig væri að ganga alla leið og segja sig úr lögum við allan fíflaganginnog stofna nýtt ríki á Íslandi? Dæmi eru um að smáríki dafni ágætlega og má nefna á Monakó í Suður Frakklandi, San Marinó og Vatikanið á Ítalíu. Og hvers vegna gæti Skorradalshreppur ekki orðið algjörlega sjálfstæður frá allri vitleysunni sem við sitjumj upp með sem Sigmundur Davíð og félagar hans hafa leitt yfir þjóðina? Nú bendir flest til að Sjálfstæðisflokkurinn verði klofinn í herðar niður vegna einstakrar tilhlýðisemi formannsins við sjónarmið Sugmundar Davíðs, þessa nýmóðins Marðar Valgarðssonar í íslenskri pólitík. Á Alþingi íslendinga er hver höndin móti annarri og hefur lengi verið. Skorradalur er einstakur dalur með vatni eftir endilöngum dalnum þar sem friðsemd og fögur náttúra dafnar. Og mannlífið engu að síður þar sem byggðir hafa verið nálægt 600 hús við vatnið auk þeirra bóndabæja sem þar eru fyrir. Í dal þessum hefur fólk ekki verið að andskotast mikið út í hvort annað, fólk vill dvelja þar og njóta kyrrðar og friðsældar.

og Skorradalur gæti orðið sannkölluð skattaparadís allra þeirra sem þrá sjálfstæði og vera ekki upp á aðra komna. Stofnum fríríki í Skorradal og gefum öllum þeim sem hús og landsspildur eiga í Dalnum möguleika að gerast þegnar Fríríkisins.

Forsenda sjálfstæðis er að efnahagur sé góður og traustur. Tekjustofnar sveitarfélagsins hafa reynst traustir en útgjóld og annar rekstrarkostnaður eins hógvær eins og gerist á bestu bæjum.

Og sem þjóðhöfðinga væri Davíð á Grund að öllum líkindum sjálfkjörinn höfðingi fríríkisins:  Hertoginn af Skorradal eða á þýsku: Herzog von Skorradalur. Hann er ljúfmenni hið mesta, er jákvæður til allra málefna og vill greiða götu allra. Svo mætti efna til heráðsþings á fornum þingstað sveitarinnar þar sem öll málefni yrðu til mergjar krufin, þau rædd og rökstudd og síðan skynsamleg ákvörðun tekin. Og að sjálfsögðu myndum við bera upp þá lýðræðíslegu uppástungu eftir að hafa sagt okkur úr lögum við braskara og bananalýðveldið Ísland að sækja um inngöngu í Evrópusambandið því sjálfsagt er að vera í góðum tengslum, bæði menningarlegum, viðskiptalegum og hagsmunatengslum við frændur vora í Evrópu!

Fríríkið Skorradalur gæti orðið að fyrirmyndarríki innan Íslands þar sem frelsi og sjalfstæði íbúanna væri virt í hvívetna. þar þyrftum við ekki að sitja uppi með allt of marga kjána sem kjósa allt of marga bjána til að fara með landsstjórnina eins og gerðist fyrir tæpu ári og hefði aldrei átt að verða. Því miður er landsstjórnin í dag byggð á blekkingum og svikum

Gjör rétt, þolum ei órétt! 


mbl.is Skorradalur verði áfram sjálfstæður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 242836

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband