Nokkrar áleitnar spurningar

1. Hver tók þá pólitísku ákvörðun að ákæra nokkra Hraunavini? Af gefnu tilefni má einnig spyrja hver það var sem ákvað að fella niður rannsókn og ákæru gegn skemmdarverkum sem framin voru á síðasta ári í skóglendi norðan og beint neðan við Rituhóla 5 og 7 í Breiðholti? Þar voru framin umfangsmikil skemmdarverk sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu telur rétt að fella niður en í máli Hraunavina var nærvera þeirra í náttúrunni talin refsiverð að mati ákæruvaldsins.

Bæði þessi mál „lykta“ af pólitískum skítaþef þar sem skemmdarvörgum er sleppt en friðsamt fólk, margir eldri heiðarlegir borgarar.  

2. Af hverju eru ekki fleiri ákærðir og þar með gefið tækifæri að spyrja spurninga fyrir dómi? Þorði ákæruvaldið ekki að ákæra Ómar Ragnarsson? Þessi framkvæmd að eyðileggja Garðahraun er mjög umdeild sem þúsundir hafa mótmælt. Engin ástæða er til svo stórkarlalegra framkvæmda þegar unnt væri að lappa upp á núverandi veg með minni tilkostnaði. 

3. Eru hagsmunir þess anga Engeyjarættarinnar sem hefur hagsmuni af þessari vegagerð hafnir yfir gagnrýni? Bjarni Benediktsson sat í bæjarstjórn Garðabæjar og kom að undirbúningi og ákvörðun um vegagerð þessa. Nú er maður þessi fjármálaráðherra sem á að gæta hagsmuna skattborgara. Með þessari framkvæmd er verið á niðurskurðartímum að fara í rándýra umdeilda framkvæmd.

4. Nokkrir þeirra ákærðu eru ekki búsettir innan varnarþings Héraðsdóms Reykjaness. Þannig er einn búsettur í Mosfellsbæ og a.m.k. einn í Reykjavík. Varnarþing þeirra er í Héraðsdómi Reykjavíkur en ekki Reykjaness. Þarna er stefnt á röngu varnarþingi rétt eins og henti lögfræðinga í Njáls sögu. Þarna er formgalli á ferð sem sjálfstætt er grundvöllur frávísunar máls.

5. Allur málatilbúnaður vekur furðu venjulegs fólks. Meðan önnur mál mikilvægari eru látin liggja milli hluta er ráðist á friðsama borgara sem ekki hafa sýnt af sér hvorki ofbeldi, ofríki, þjófnaði eða skemmdarverkum nema því að sýna mannréttindi sín í verki og mótmæla valdníðslu gagnvart náttúru landsins.

Má benda í þessu samhengi að í gærkveldi var viðtal Egils Helgasonar í RÚV við Guðrúnu Johnsen um nýja bók hennar um hrunið. Þar kemur fram að hlutur endurskoðenda bankanna í aðdraganda hrunsins hefur enn ekki verið rannsakaður en Vilhjálmur Bjarnason hefur bent á hlutverk og ábyrgð endurskoðenda með' vísan í lög um bókhald. Er talið nauðsynlegra að auka álag á dómstóla með hundómerkilegum málatilbúnaði en ekki beina athygli og áherslum þar sem mun meiri ástæða er til að rannsaka og jafnvel ákæra ef ljóst er að lögbrot hafi verið framin?

Viðtalið við Guðrúnu verður endurflutt kl.18.30 í dag. 


mbl.is Neituðu öll sök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 242837

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband