Er heil brú í þessu?

Samtök atvinnurekenda sleit viðræðum við launþegasamtök þegar óskað var eftir fastri krónutöluhækkun. Þar virtist allt verða vitlaust á þeim bæ yfir þvílíkri ofrausn og bent á að þetta gæti haft hvetjandi áhrif að hækka öll laun gegnum allt kerfið. Í staðinn var boðið upp á 2% hækkun launa sem verður að teljast sérkennilegt að boðið er upp á h.u.b. helming vísitöluhækkunar eins og launþegar geti lifað af einhverjum prósentum.

Núna er verið að hækka töluvert launakjör forstjóra Íbúðalánasjóðs. Eins og staðan er í dag þá ætti ekki að vera grundvöllur fyrir launahækkun á þeim bæ. Og skyldi atvinnurekendum eins og launþegum ekki vera einkennilegt að þetta sé á sama tíma og leysa eigi úr launaþrætu með 2% tilboði!

Það verður að segja eins og er að launþegum og atvinnuleysingjum hefur verið sýnd mikil fyrirlitning gegnum tíðina. Við eigum að lifa á einhverjum prósentum þó hver heilvita maður geri sér grein fyrir því að það eykur ekkin kaupmátt launa.

Allir sem hafa skoðað launa- og kjaramál gegnum tíðina þá erum við með handónýtan gjaldmiðil í hönudunum. Og ástæðan er að við erum ekki nægjanlega tengd helstu viðskiptalöndum okkar. Núna sitjum við uppi með ríkisstjórn sem virðist vera óvenju skilningssljó á staðreyndir. Í Stjórnarráðinu er nú stritað við að koma einhverjum fjárlögum í það horf að formsins vegna verði þau án halla. Það getur verið lofsvert en aðferðin við það er venjulegu fólki ógeðfelld. Þetta á að gerast með gríðarlegum niðurskurði á flestum sviðum en breiðu bökunum verður hlíft. Lækka á skatta og ívilna þeim ríku! Munurinn milli ríkra og snauða verður yfirgengilegur.

Þessi ríkisstjórn er að byggja upp nýtt klíkusamfélag sem verður verkalýð landsins óvinsamlegra en nokkur fyrri ríkisstjórn. 


mbl.is Hækkuðu laun forstjóra Íbúðalánasjóðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Þetta er nú varla neitt verra en þegar að síðasta ríkisstjórn fékk kjaradóm til að hækka sín laun um tveggja stafa tölu... N.B. þar sem að fremri stafurinn var ekki 1.

Óskar Guðmundsson, 19.12.2013 kl. 17:08

2 identicon

Sæll.

Nei, það er ekki heil brú í þessu.

Þú ert hins vegar að blanda saman ólíkum fyrirbærum. SA koma þessu máli ekkert við. Kjararáð er apparat sem starfar óháð því hvaða flokkar eru við völd og tekur ekki við skipunum frá SA.

Kjararáð úrskurðar alls kyns vitleysu eins og hér sést greinilega. Það merkilega er auðvitað það að kjararáð úrskurðar að eyða skuli meira af annarra manna peningum. Atvinnurekendur eru þó að eyða eigin fé og þurfa þess vegna að fara varlega - annars fara þeir á hausinn. Því er augljóslega ekki til að dreifa varðandi mannvitsbrekkurnar sem í kjararáði sitja - úrskurðir kjararáðs hafa engin áhrif á fjárhagslega stöðu þeirra sem þar sitja.

Hið opinbera skuldar svakalega - þessi hækkun eykur á þá skuldasúpu.

Helgi (IP-tala skráð) 19.12.2013 kl. 17:16

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nei, það er ekki heil brú í þessu.

Þetta er heimskulegt og klaufalegt á samningstíma milli ASÍ og SA.

Er ætlast til kraftaverka af þessum manni sem vinnur samkv. lögum?

En kannski er í farvatninu að segja upp starfsliðinu sem hefur séð um þessi stofnun og fela honum að taka þetta að sér.  

Árni Gunnarsson, 19.12.2013 kl. 18:34

4 Smámynd: Skarfurinn

Þessi mjög svo þybbni maður þarf nú mikið að borða og kjötvara á íslandi er nú ekki gefins.

En svona á gríns þá sýnist mér að afturvirk hækkun launa hans þýði að auk þess að fá tæpar tólf hundruð þúsund á mánuði fái hann sendar rúmlega 900.000 kr í bónus, þetta er á sama tíma og Már í Seðlabanka segir að hér fari allt á hvolf ef launaamenn fá meira en skitnar 2,5 % hækkun, sem er mun minna en verðbólgan er. Að mínu mati er þetta hneyksli og kjararáð ætti að leggja niður strax.

Skarfurinn, 19.12.2013 kl. 20:04

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er að sjálfsögðu ekki heil brú í svona verklagi.

Hvorki fyrr, núna, né nokkurn tíma síðar.

Siðferðið hefur á einhvern hátt verið mafíuskólað og siðblindubónusborgað burt úr hjarta, samvisku og sál þessa ránsfórnarlambs.

Íbúðalána-sjóðs-fórnarlambs Moody's!

Þeir Moody's-matsfyrirtækja-lánshæfis-greiðslublekkingarmats-ræningjaráðgjafar náðu ekki alveg öllum síðustu blóðdropunum í síðasta ráni, árið 2008.

"Moody's-blóðsugur verða aldrei annað en blóðsugur. Það ætti Ólafur Ragnar Grímsson að taka til athugunar, þegar hann heldur næstu heims-ræðu.

Ég bið almættið algóða að bjarga þessum Mammon-hertekna Íbúðalánasjóðsdreng, og öllum öðrum drengjum og stúlkum, frá háskóluðum heimsmafíu-fórnarlömbum siðblindra blóðsugusjúklinga valdasjúku heimsmafíunnar. Vanmátturinn er mikill hjá okkur öllum gölluðum og mannlegum. Þannig hefur það alla tíð verið í heiminum.

Rétt að minnast þessa sannleika, á jólahátíð allra þeirra, sem gerðu hús föður Jesú Krists, að siðferðis/kærleiks-snauðri lottóverðbréfahöll heimsins-bankaræningjanna.

Það verður ekki feigum forðað, né ófeigum í hel komið. Þökk sé sanna skilyrðislausa og ríkulega hjartandkærleikanum, ásamt raunverulegu kærleiksfyrirgefningunni.

Sá syndlausi kasti fyrsta steininum!

Æðsta-dómstóla-starfsfólk heimsins gæti til dæmis byrjað? Eða hvað? Gleðileg kauphallar-jól gerviguðanna og steinakastaranna?

Á ekki að endurskrifa Biblíuna, í samræmi við: HEIMSKAUPHALLA-HÁSKÓLA-SPÁ-SPEKINGA?

SÚ BIBLÍA VERÐUR KANNSKI JÓLAGJÖFIN Á NÆSTU JÓLUM?

Guð mun vita hvar við dönsum næstu jól. Enginn annar veit það.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.12.2013 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband