Ljóst er að dómsvaldið er sjálfstætt!

Því miður er töluvert um það að ýmiskonar fyrirgreiðsla til skilningsríkra aðila í stjórnkerfinu hefur viðgengist. Oft leiða niðurstöður dómstóla til „ásættanlegra“ niðurstaða hjá þeim sem sætt hafa ákæru og hafa sloppið við vægan dóm eða jafnvel sýknu. Í þessu tilfelli bendir allt til þess að dómstóllinn hafi tekið sjálfstæða ákvörðun og mútur hafi ekki komið við sögu.

Við eigum að vera stolt af þessari dómsniðurstöðu. Hvítflybbamennirnir eru ekki hafnir yfir aðra samborgara þegar þeir hafa framið afbrot, í þessu tilfelli mjög alvarleg lögbrot.

Þessir menn ráku Kaupþingbankann með mjög mikillri léttúð. Að lána einum manni um 46% af öllum útlánum er vægast sagt mjög einkennileg ráðsmennska. og í örvæntingu til að reyna að lappa upp á bankann leiðast þeir út á þessa braut alvarlegra lögbrota!

Þeir eiga sér greinilega ekki neinar málsbætur, lögfræðingarnir verjendurnir þeirra virðast vera rökþrota og virðast ekki finna neina leið í vörninni.

Nú reynir á Hæstarétt. Er hann á jafntraustu siðferðisbjargi byggður og Héraðsdómur Reykjavíkur? Því miður hefur hann ekki alltaf komist að niðurstöðu byggðri á sanngirni og sannleika. 


mbl.is Eva Joly: Réttlætinu fullnægt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband