Hefur Framsóknarflokkurinn skaðað hagsmuni Íslendinga?

Þegar Icesave málið var til umræðu í þinginu lagðist Framsóknarflokkurinn alveg þvert á samþykkt málsins og beitti málþófi til að magna upp deilurnar í samfélaginu. Þáverandi ríkisstjórn taldi sig hafa vissu fyrir því að útistandandi skuldir þrotabús Landsbankans nægðu fyrir skuldunum. Í ljós kom að greiðslur skiluðu sér langt umfram björtustu vonir og má um það lesa í Morgunblaðinu 6. sept. s.l.

Þetta Icesave mál varð eitt af erfiðustu málum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Málþófið og allt masið olli því að tefja endurreisn íslensks samfélags eftir bankahrunið. Við hefðum getað vænst strax hagstæðara lánshæfnismats, betri viðskipta- og vaxtakjara. Við hefðum getað losað fyrr úr gjaldeyrishöftunum enda var allt byggt á því að efla sem mest traust á Íslendingum sem sjálfstæðri þjóð. Þessi töf kostaði okkur að lágmarki 60 miljarða eftir því sem Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðingur hefur reiknað.

Framsóknarflokkurinn tók hins vegar þá einkennilegu ákvörðun að æsa þjóðina sem mest gegn þessum samningum um Icesave. Málið var dregið niður í táradal þjóðrembutilfinninga og gefið í skyn að þessir samningar væru svik. En í raun voru þeir mjög skynsamir sem Sigmundur Davíð vonandi áttar sig á og þori að viðurkenna. Að fá forsetann til að neita staðfestingu, ekki einu sinni heldur tvívegis, er í dag sorglegt dæmi hvernig valdið er stundum misnotað.

Ekki þýðir að ergja sig það sem er í fortíðinni, oft er það að skammsýnin ráði för og í dag horfum við upp á að léttvæg kosningaloforð Sigmundar Davíðs sem færði honum mesta kosningasigurs allt frá dögum Jónasar frá Hriflu, reynast vera mjög óraunhæf og byggð meira og mminna á lofti. Í bifblíunni er stranglega varað við að byggja hús sitt á sandi. Nú átti að byggja heilu borgirnar á lofti og þúsundir trúðu þessu!

Fyrrum voru þingmenn og ráðherrar Framsóknarflokksins mun raunsýnni og skynsamari en þeir sem nú „prýða“ þann flokk. Má nefna þá Eystein og Hermann sem voru ætíð mjög úrræðagóðir og fundvísir á góðar leiðir. Af þeim sem síðar komu Þórarinn (Tíma-Tóti), Ólafur Jóhannesson, Ingvar Gíslason og ýmsir fleiri einkum meðal bænda. Þetta voru þingmenn sem voru með jarðsamband en ekki með hugann einhvers annars staðar.

Af hverju Gunnar utanríkisráðherra telji það skaða hagsmuni Íslendinga að birta upplýsingar um samningaviðræður við Evrópusambandið finnst mér vægast sagt mjö0g einkennileg afstaða í lýðræðisþjóðfélagi. Eiga þessar upplýsingar aðeins að vera einkamál örfárra? Eða eigum við sem vonandi enn sem frjálsir borgarar lýðræðisríkis að fá aðgang að þessum upplýsingum? Við getum alveg farið hina leiðina og óskað eftir því að Evrópusambandið birti þessar upplýsingar.

Við getum ekki vænst vitrænnar umræðu meðan Framsóknarflokkurinn liggur á þessum upplýsingum og vill leyna þjóðina því sem þó á að gera, nema ráðherrar Framsóknarflokksins séu farnir að líta á vald sitt eins og í einræðisríki. 

Með von um betri tíð. 


mbl.is Kann að skaða hagsmuni ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Menn geta rætt ESB þar til þeir skipta litum.

Maastricht skilirðin munum við ekki standast næstu áratugina.

Óskar Guðmundsson, 29.11.2013 kl. 15:25

2 identicon

Ég las það þannig að verið væri að biðja um upplýsingar sem þegar hafa verið birtar og samningsmarkmið sem eru trúnaðarmál. Það fer enginn að opinbera samningsmarkmið áður en samið hefur verið. Ef þú ætlar að selja bíl þá setur þú ekki á hann 3 milljónir segist vera til viðræðu um tvær og hlunnindi en að samningsmarkmiðið sé eingöngu að fá meira en eina. Það er aumur samningamaður sem leggur öll spilin á borðið strax í upphafi. Jafnvel frjálsir borgarar lýðræðisríkis sem eru bara að kafna úr forvitni fá ekki opinberaðar upplýsingar sem þeir hafa ekkert með að gera en skaða samningsstöðu og þar með hagsmuni ríkisins. Frelsi borgaranna þýðir ekki að þeir geti hagað sér eins og óðir fílar í postulínsbúð þó þá langi til.

Skaðinn af því að hafa ekki afgreitt IceSave strax hefur og er að kosta okkur háar upphæðir peningalega. Og er ein helsta ástæða þess að við getum vænst þess að kreppuástandi sem átti að vera lokið verður viðvarandi næstu 10 árin ef ekki lengur. Lýðskrum og múgsefjun eru hættuleg vopn í höndum siðblindingja.

Ufsi (IP-tala skráð) 29.11.2013 kl. 16:46

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ljóst er að ísland er ekki á leiðinni inn í Evrópusambandið meðan skilyrði Maastrickt samningsins haf aekki verið uppfyllt. Spurning hvenær Íslendingar læri að ekki eigi að eyða um efni fram né eyðu meira en aflað er.

Varðandi það sem Ufsi (furðulegt að geta ekki skrifað undir réttu nafni) þá má taka undir sumt. Hins vegar er ekki sambærilegt að líkja saman viðskiptum milli einstaklinga og þjóða. Þar er bæði viðræðurnar miklu flóknari og ljóst að þar verður þjoðin að fá að vita lágmarksupplýsingar.

Sú reynsla sem eg hefi af Evrópufólki er að þeim finnst að við eigum að gera allt hvað við getum til að setja fram skýr skilyrði um hagsmuni okkar. Við erum með viðkvæman landbúnað sem auðveldlega væri unnt að rústa með einu pennastriki ef ekki er gengið nægjanlega vel frá skilyrðum. Þessi skilyrði tengjast fyrst og fremt að íslensku húsdýrin eru algjörlega berskjölduð fyrir allskonar pestum og kvillum sem hrjá búsmala í Evrópu. Fyrir vikið eru afurðirnar betri og við framleiðum mjög góða og vandaða vöru. Það á ekki að vera markmið Evrópuríkjanna að rústa slíka framleiðslu.

Varðandi fiskimiðin þá eru þau ekki til skiptanna. Engin Evrópuþjóð er jafn háð fiskveiðum og íslendingar. Fiskistofnanir hafa margir hverjir verið ofveiddir gegnum tíðina m.a. með umdeildum veiðarfærum, net með of þéttriðnum möskva, botnvörpum sem hafa eyðilagt viskerfi sjávarins og þar fram eftir götunum. Skynsamir samningamenn eru til að skoða þessi atriði. Við megum ekki gleyma því að við höfum líka eyðilagt mikið í vistkerfi hafsins. Dragnótin er t.d. með sama annmarka og botnvarpan, vistkerfið verður nánast eins og eyðimörk eftir að hafa verið dregin eftir botninum.

Annars skilst mér á Ufsa að hann sé sammála mér varðandi Icesave sem eg tel hafa verið mikil mistök að allir hafi ekki verið inni á þessu sjónarmiði að fá þetta mál sem fyrst úr sögunni.

Guðjón Sigþór Jensson, 29.11.2013 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 242918

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband