Pólitísk hreingerning á RÚV?

Á sínum tíma á tímum Kalda stríðsins fór fram pólitísk hreingerning beggja megin Járntjaldsins. Allir þeir sem höfðu skoðanir sem ekki voru viðurkenndar eða brutu í bága við vilja valdhafa, voru umsvifalaust vísað úr starfi og þeir ráðnir sem betur þóttu skilja valdhafana. Nú hefur Sigmundur Davíð bæði seint og snemma kvartað sáran yfir því að vera gagnrýndur og jafnvel haft að orði að verið sé að ljúga gegn sjónarmiðum hans. Þetta sagði hann í ræðu í Framsóknarflokknum á dögunum og tilefnið var að hann hugðist opinbera hugmyndir sínar á mögulegum efndum kosningaloforða sem enginn heilvita maður telji að hafi nokkurn tíma verið raunhæf.

Eitt skýrt dæmi  um „Berufsverbot“ á Íslandi var í umræðunum um Kárahnjúkavirkjun. Dr. Ragnhildur Sigurðardóttir sérfræðingur í umhverfismálum var ekki tilbúinn að skrifa undir brattar yfirlýsingar varðandi röskun vegna byggingar virkjunarinnar. Taldi hún að faglegum sjónarmiðum hefði verið stungið undir stól og stjórnvöld teldu allt vera í besta lagi. Þessi ágæti fræðimaður var hrakinn úr starfi hjá Landsvirkjun og spurning hvort hún hafi fengið annað starf hliðstætt annars staðar á Íslandi.

Á tímum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur var lýðræði aukið verulega. Við fengum að kjósa mun oftar og farið var eftir þjóðarviljanum. Við fengum meira að segja að velja okkar fulltrúa sem fékk það verkefni að semja drög að nýrri stjórnarskrá. Við áttum að fá að sjá hvað samningaferli við Evrópusambandið biði okkur upp á. Við áttum að fá ný og nútímaleg náttúruverndarlög sem opnuðu leið að koma lögum yfir þá sem ekki virða umgengnisreglur í náttúru landsins. Núna er komin ríkisstjórn sem telur sig eina hafa vald hvernig öllum þessum málum verði skipað eftirleiðis.

Og við skulum ekki gleyma því að þessi ríkisstjórn tekur ákvörðun um að siga lögreglu að friðsömum mótmælendum sem vilja standa sjálfsagðan vörð um náttúru landsins.

Erum við á hraðri leið í átt að fasisma og einræði? 


mbl.is Adolf Inga sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Á hverju ertu eiginlega?????

Jóhann Elíasson, 27.11.2013 kl. 23:21

2 identicon

Jóhann Elíasson sú spurning á eiginlega betur við þig!

Jói (IP-tala skráð) 28.11.2013 kl. 09:43

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sumir einstaklingar virðast ekki átta sig á einföldum staðreyndum. Væri ekki betra að afla sér meiri þekkingar áður en þeir álykta að þeir sem hafi aðra skoðun reyni að slá um sig að fullyrða jafnvel að andstæðingar þeirra séu undir áhrifjum lyfja. Tek undir Jóa, maður líttu þér nær!

Guðjón Sigþór Jensson, 28.11.2013 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242914

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband