Á hvaða leið eru lífeyrissjóðirnir?

Íslendingar eru um þriðjungur úr milljón. Hér skipta lífeyrissjóðir allmörgum tugum. Er einkennilegt að ekki sé einn lífeyrissjóður fyrir alla landsmenn í ekki fjölmennara landi. Hver og einn hefur sér stjórn og ýms rekstrarkostnaður tengist þeim. Hafa allmargir atvinnu sýna af því að ráðskast með lífeyrirfé landsmanna og þykir mörgum miður hvernig til hefur tekist með ávöxtun og áhættu.

Þann 1. júní 2010 lækkuðu áunnin lífeyrisréttindi í samtryggingarsjóði og lífeyrisgreiðslur um 12%.

Í aðdraganda bankahrunsins gerðist margt furðulegt. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar í bígerð var hluthafafundur í tryggingarfélaginu Exista. Eg gerði mér strax grein fyrir því að tillagan sem átti að leggja fundinn var mjög lævís og til þess fallin að eyðileggja félagið eins og reyndin varð. Í fundarboði var tilkynning um aukningu hlutafjár félagsins um 50 milljarða króna og var til fundarins boðað að samþykkja framlagða tillögu.

Eg bar þetta mál undir nokkra lögfræðinga gamla kunningja mína. Í samráði við þá lagði eg til tillögu sem eg flutti á fundinum þar sem eg vildi setja tvö einföld skilyrði fyrir virkni atkvæðaréttar í Exista. Fyrri tillagan laut að því skilyrði að fyrir hlutafé hefði verið raunverulega greitt til félagsins. Og í annan stað að hlutafé væri ekki veðsett.

Eg leitaði stuðnings við tillöguna hjá þeim lífeyrissjóðum  sem eg fékk upplýsingar um hverjir ættu í Exista. þar sem þetta var snemmsumars þá var fátt um svör. Mér var tjáð að til þess að taka ákvörðun um stuðning við tillögu mína eða veita mér umboð, þyrfti að boða til stjórnarfundar og bera málið þar upp!

Á hluthafafundinum þar sem þeir Bakkabræður og Róbert Tschengis sá sami og hafði 46% af útlánum Kaupþings sátu í stjórn Exista. Tillaga mín féll eðlilega í grýttan jarðveg  og alltaf er mér minnisstætt glottið frá stjórnarmönnum þessum. Einhverjar umræður urðu en tillagan um að takmarka atkvæðarétt fékk einungis örfá atkvæði. Enginn frá lífeyrissjóðunum mættu til að gæta hagsmuna þeirra!

Nú liggur fyrir sakamál á hendur þeim sem vildu auka hlutafjár í Existu um 50 milljarða án þess að EIN EINASTA KRÓNA væri greidd til félagsins! Það sakamál er enn óútkljáð en þeir ákærðu njóta varnar reyndustu og dýrustu lögfræðinga landsins.

Eignir lífeyrissjóða rýrnaði mikið í bankahruninu. Mér finnst vera mjög mikilvægt að sérstök lög séu sett um fjármál lífeyrissjóða svo þeir verði ekki hafðir að féþúfu braskara og fjárglæframanna. Þá þarf að vinna að sameiningu þeirra til að auka hagkvæmni og draga úr kostnaði.

Í aðdraganda hrunsins átti eg töluvert af hlutabréfum.  Nú í dag eru þau fyrirtæki einskis virði nema eitt sem enn flýtur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

En þú ert ekki hlynntur því að leggja lífeyrissjóðina hreinlega niður og sameina þá Almannatryggingarkerfinu?

Jósef Smári Ásmundsson, 21.11.2013 kl. 20:09

2 identicon

"Enginn frá lífeyrissjóðunum mættu til að gæta hagsmuna þeirra!"

Segir allt sem segja þarf um gagnsemi þess að láta "sérfræðinga" um að ávaxta lífeyris sinn!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 22.11.2013 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband