Er þetta rétta leiðin?

Að hækka alla opinbera þjónustu er köld gusa framan í venjulegt launafólk. Það er sá hluti þjóðarinnar sem minnst ber úr býtum og allar hækkanir eru erfiðar þegar laun hækka ekki í takt. Nú má reikna með að lán hækki líka enda allt meira og minna innbyggt í vísitölukerfið.

Þegar laun hafa nánast staðið í stað og verið óbreytt árum saman þá má reikna með að nýir kjarasamningar verði erfiðari.

Íslenska krónan er fyrir löngu orðinn safngripur. Hún er ekki í neinum tengslum við raunveruleikann og er miður að stjórnvöld spyrntu gegn áframhaldandi viðræðum við Evrópusambandið. Við getum með vænlegri gjaldmiðli byggt betur upp samfélagið okkar og hugað betur að framtíðinni.

Nú má reikna með að flest hækki í samfélaginu og að við séum á leiðinni inn í óðabólguþjóðfélagið sem hófst 1942 og náði hámarki fyrir um 30 árum þegar dýrtíðin fór í 3ja stafa tölu. Hverjir tapa og hverjir græða? Nánast allir tapa en braskaranir græða! 


mbl.is Fargjöld Strætó hækka um 7%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 242935

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband