Jón Gnarr með skástu borgarstjórunum

Lengst af hafa borgarstjórar í Reykjavík verið pólitískir. Fyrsti ópólitíski borgarstjórinn var Egill Skúli Ingibergsson sem var ráðinn af fyrsta meirihlutanum 1978. Hann var ráðinn eins og hver annar framkvændarstjóri í fyrirtæki og reyndist hann vel. Á hans dögum var ráðist í gríðarlegar hitaveituframkvæmdir þegar Hitaveita Reykjavíkur færði þjónustusvæði sitt til Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Þessar framkvæmdir voru ákveðnar vegna mjög mikillra hækkana á olíu sem var aðallega notuð til húshitunar í þessum sveitarfélögum. Þessi ákvörðun var hápólitísk en skynsöm enda borgðai þessi framkvæmd sig á skömmum tíma. Að vísu var bókhaldslega séð gríðarlegar hækkanir á skuldaliðum HJitaveitunnar vegna framkvæmdanna en jafnskjótt og notendum fjölgaði skilaði mikið fé  inn í sjóði Hitaveitunnar. Veturinn 1981-82 voru skuldir Hitaveitunnar ásamt sprungunum við Rauðavatn aðalkosningamalið hjá Davíð Oddssyni sem vann stórsigur í kosningunum vorið 1982. Þá settist í stól borgarstjóra Reykjavíkur sennilega einn pólitískasti borgarstjóri Reykvíkinga sem fyrst og fremst gætti hagsmuna meirihluta Sjálfstæðisflokksins.

Næsti ópólitíski borgarstjórinn var Þórólfur Árnason. Hann lagði áherslu á að vera borgarstjóri allra Reykvíkinga og það sama má segja um Jón Gnarr sem fyrst og fremst var að sækjast eftir vel launuðu starfi sem hann þyrfti ekkert of mikið að hafa fyrir. Og hann varð að ósk sinni og hefur gegnt þessu starfi með mikillri prýði.

Jón Gnarr hefur vakið athygli víða fyrir frjálsa framkomu og skemmtilegar uppákomur sem að vísu falla ekki öllum í geð, sérstaklega virðulegum borgurum sem eru viðkvæmir fyrir ýmsu sem öðrum þykir sjálfsagt. 

Nú hlýtur að hlakka í forystusauðum Sjálfstæðisflokksins sem sjá fram á betri tíma. Þessi staurblinda foringjablinda er skelfileg. Þeir líta á borgarstjóra sinn sem yfirmann fyrirgreiðslupólitíkur og að betur verði unnt að koma ár sinni fyrir borð.

Þá er ólíklegt að allir búi við sama borð. 

 


mbl.is Jón Gnarr hættir í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Ef aðeins helmingurinn er sannur af því sem að Sjallar halda nú fram að þá er 220.000 dýrara að búa í borg Jóns en var, N.B. á ári. (Sjallar segja 440.000).

Munum svo að umfjöllunin nú um Jón er vel hugsað pólitískt plott til að hæfa umræðuna um tveggja stafa tölu hækkanir á gjaldskrám borgarinnar.

Eitthvað held ég að myndi heyrast ef að Halli Bæjó myndi hækka svo hressilega á okkur Mosa-búa og þá fyrir það eitt að hann (Halli) er Sjalli.

Óskar Guðmundsson, 30.10.2013 kl. 16:28

2 identicon

Ég vil þakka Jóni Gnarr. Ég vill þakka honum fyrir að hætta og gera skömm þeirra Reykvíkinga sem komu honum til valda meiri en orði er. Gs

Guðlaugur (IP-tala skráð) 30.10.2013 kl. 22:21

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Óskar: Nú treysti eg mér ekki að meta þessar tölur enda ekki með neinn aðgang að þeim.

Guðlaugur: Allir mega hafa skoðanir og það má til sanns færa að hætta beri góðum leik þá hæst stendur. En sennilega er Jón Gnarr með einlægustu borgarstjórum, hann hefur ekki verið í stríði við neinn né farið í dýrar og afdrifaríkar framkvæmdir. Þannig að hann hefur verið fremur ódýr í rekstri sem aðrir stjórnmálamenn mættu taka sér til fyrirmyndar.

Guðjón Sigþór Jensson, 30.10.2013 kl. 23:14

4 identicon

Hvað kostuðu hengibrýrnar yfir Geirsnefin. Var kanski notað vegafé frá ríkinu og því hægt að halda því fram að þær kostuðu ekkert. 300 millur í að gera ekkert í gatnagerð. Mikið afrek það.

Karl Jónsson (IP-tala skráð) 2.11.2013 kl. 14:48

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Talið er að ódýrari gerð brúa hefði verið unnt að velja. En þessi tegund brúa er ekki enn til á Íslandi og arkitektarnir sem fengu verkefnið hafa unnið vel.

Þessar brýr setja svip á umhverfið og þó svo þær hafi kostað aðeins meira þá er þetta ekki eins og einn keppur í sláturtíðinni?

Guðjón Sigþór Jensson, 2.11.2013 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 242924

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband