Sýnir Gunnar utanríkisráðherra skynsemi?

Kínverskir fjárfestar hugsa allt öðru vísi en margir vestrænir fjárfestar. Þeir vilja tryggja hagsmuni sína sem mest, eru nokkuð stórkarlalegir og vilja sína mátt sinn og meginn. En þegar á reynir, vilja þeir fara sínu fram á eigin forsendum. Þýska tímaritið Der Spiegel sýndi fram á hverju kínverskar fjárfestingar í Austur Afríku hafa leikið þjóðir þar grátt. Auðvitað lofuðu Kínverjar gulli og grænum skógum en í raun byggðist fjárfestingar þeirra að nýta sér námur og náttúruauðævi en innfæddir njót lítt góðs af. Þannig flytja kínverjar sitt eigið vinnuafl, leggja járnbrautir eftir sínum ströngustu hagsmunum og taka lítt sem ekkert tillit til innfæddra. Verður þetta nokkuð öðru vísi þegar þeir hafa lagt undir sig Grímsstaði í boði Gunnars utanríkisráðherra sem nú er almennt nefndur að viðurnefni „Kakastan“.

Því miður er mjög líklegt að hann láti varúðarráðstafanir Ögmundar fyrrum innanríkisráðherra sem vind um eyru þjóta og glepjist af fagurgala Kínverja. 

Nú eru Grænlendingar að opna sitt land af sömu blindni. Þegar Kínverjar koma með sínar þúsundir verkamanna og Grænlendingar horfa í gaupnir sér aðgerðalausir, munu þeir ábyggilega sýta orðinn hlut.

Þess mmá geta að Kínverjar virða engin mannréttindi hvort sem það eru hlutaréttindi og einkaleyfi eða hrein mannréttindi. Hvergi í heiminum er jafnmikið um mannréttindabrot og í Kína. Hafa þeir lengi dregið lappirnar þrátt fyrir ótal tilmæli að bæta sig í þeim efnum.


mbl.is Eðlilegt að nýta áhuga Kínverja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Baldursson

Hvar gerðu ekki Evrópumenn í Afríku.??  Nýttu sér auðæfi álfunnar sér til hagsbóta og skildu við sviðna jörð. Er einhver munur þar á.?? Hvað gera vestræn stórfyrirtæki t.d. í fataiðnaði. Börn og konur í Pakistan og víðar eru látin vinna í verksmiðjum langa vinnudaga, jaðrar við barnaþrælkun. Síðan kaupa vesturlandabúar þessar vörur á fáránlega lágu verði, verði sem heldur uppi lífsgæðum á vesturlöndum en viðheldur fátækt í þróunarlöndunum.

Sigurður Baldursson, 29.10.2013 kl. 12:21

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Finnst þér það réttlæta nýtt arðrán Sigurður? Það finnst mér ekki og þess vegna vil eg ekki ljá máls á að veita þeim meiri aðstöðu hér en orðið er.

Guðjón Sigþór Jensson, 29.10.2013 kl. 12:27

3 identicon

Guðjón - þú hefur fullkomlega rétt fyrir þér. Kínverja er ekki hægt að treysta fyrir nokkrum sköpuðum hlut.

Hvorki í orði né á borði. Semdu við kínverja um vöru og þú færð drasl. Þú þarft að fara i eigin persónu til Kína og hóta lögsókn og þá kemur loksins sú vara sem þú pantaðir.

Hitt er annað mál að þeir hafa aukið kaupmátt á vesturlöndum með ódýrri og oftast vandaðri vöru á t.d. Evrópumarkaðnum. Enga kaupsamninga við kínverja, en leigusamningr með ströngum ákvæðu koma til greina.

Á tímabili var staðan hér (útland) þannig að þeir lokuðu ekki verslunum sínum á helgidögum eins og heimamenn og þurfti hótanir til að fá þá til að fara eftir lögum.

Þegar Sigurður talar um að konur og börn vinni í verksmiðjum í Pakistan og víðar kemur einföld spurning. Er betra að fólkið hafi enga vinnu og deyi úr hungri?

Eitt vesturland (svíar) hafa áður skipt sér af þessum málum þarna austurfrá með hörmulegum afleiðingum, sem kostaði atvinnuleysi og hungurdauða barna, enda hefur ekki heyrst í þeim síðan um þessi viðkvæmu málefni.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 29.10.2013 kl. 12:56

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Er ekki aðalatriðið þarna hvort einhverjum framsóknarkurfi tekst að maka krók með einum eða öðrum hætti þessu viðvíkjandi? Eg hefði haldið það. Skuggi framsóknarmanna heitir spilling.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.10.2013 kl. 13:06

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þar sem Kínverjar hafa rekist á veggi má nefna Kalmar í Svíþjóð. Þar var keypt lönd og Kínverjar hugðust hefja þar mikla starfsemi. Nú er þessi hluti Kalmar eins og hver annar draugabær.

Spillingin hefur fylgt Sjálfstæðisflokknum eins og Framsóknarflokknum. Þessir flokkar hafa haft mest áhrif á valdakerfið í samfélaginu, víða eru varðhundar þessa valdakerfis og ekki er unnt að hrófla við þeim fremur en þessum umdeilda vegi um Garðahraun. Sú vegalgning er í samræmi við bestu lóðanýtingu í þágu Engeyjarættarinnar eins og hægt er að hugsa sér. Ekki mátti lagfæra núverandi veg, breikka né bæta, nýja veg sem er síst styttri varð að leggja að öllu leyti á landi sem Garðabær á. Þannig fær sveitarfélagið ekki neitt fyrir lóðaúthlutanir og veður að láta sér gatnagerðargjöld nægja.

Og ein hliðin á þessu er þegar lögreglu er sigað á andstæðinga þessara framkvæmda. Bjarni Benediktsson og Hanna Birna hafa lítið á mótmælin sem ógnun við hagsmuni Sjálfstæðisflokksins. Í raun ber að líta á þetta grafalvarlegum augum: Með því að beita lögreglu á mótmælendur er verið að færa íslenskt samfélag nær fasisma en verið hefur. Hvenær lögreglunni verður næst beitt gegn andstæðingum Sjálfstæðisflokksins, kannski með rafbyssum; skal ósagt látið en þetta frumhlaup er mjög alvarlegt í pólitísku samhengi.

Guðjón Sigþór Jensson, 29.10.2013 kl. 13:21

6 Smámynd: Sigurður Baldursson

Auðvitað var ég ekki að réttlæta hegðun Kínverja.- heldur að benda á að það sem þeir eru að gera gera vesturlandabúar líka. það er bara spurning um hvoru megin þú horfir á. 

Aæææ. V.Jóhannsson, Það er semsagt stórgreiði við þessar þjóðir að leyfa börnum að  þræla í verksmiðjum.

Sigurður Baldursson, 29.10.2013 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242914

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband