Er viðgerð raunhæf?

Gömul hús þarfnast mikils viðhalds. Mörgum er eftirsjá að gömlum húsum og er það skiljanlegt. Hins vegar getur viðhald og viðgerðir verið bæði kostnaðarsöm og fyrirhafnarmikil, m.a. vegna lélegra byggingarefna í upphafi. Gömlu steinhúsin voru oft byggð af vanefnum og farin ódýrasta og hagkvæmasta leiðin.

Þó svo að gömul hús kunni að vera viðgerðarhæf er alltaf spurning hversu raunhæft það er. Fúaspýtum er unnt að skipta út en hvernig er ástand sökkuls og fleira sem máli skiptir? Hús sem ekki er talið hafa verið íbúðarhæft fyrir 20 árum getur varla talist í betra ástandi núna.

Þó svo að hús standi uppi, þá er spurning um innra burðarvirki þess og álitamál hvort geti borið uppi nýtt og efnismeira byggingarefni.

Oftast er hagkvæmasta leiðin að mæla allt upp, taka myndir, rífa allt sem ekki verður notað og endurgera mannvirkið sem líkast því sem upphaflega var. Þetta hefur víða verið gert með góðum árangri.

Austur í Suðursveit á þeim fyrirmyndarbæ Smyrlabjörgum var gamla húsið frá 1937 rifið en nýtt tvöfalt stærra hús byggt í nánast sama stíl og það fyrra. Þetta mættu fleiri taka sér fyrir hendur, þarna er gamlar byggingar endurgerðar og allt lítur út eins og áður var. Þarna er farin hagkvæm leið sem jafnframt er ódýrari.

Austur á Fáskrúðsfirði er unnið að endurgerð Franska spítalans. Ástand hans var vægast sagt hörmulegt eftir meira en hálfrar aldar veru á Hafnarnesi þar sem vindur og veður léku bygginguna grátt. Mjög líklegt er að einungis innviðir hússins hafi verið nýtanlegir.

Kárastaðir hafa verið kunnugt kennileiti í þjóðleið. Vonandi er að unnt verði að endurgera húsið í sama stíl og áður ef viðgerð þess telst ekki raunhæf.

Góðar stundir. 


mbl.is Vill friðlýsa „handónýtt“ íbúðarhús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 242935

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband