Dýrustu dilkarnir

Ein heimskasta ákvörðun er að beita Almenninga. Þarna geta kindurnar ráfað eftirlitslausar um alla afrétti, engar hindranir eru að þær sæki í Þórsmörk og jafnvel Goðaland. Þessir gömlu afréttir eru þeir varhugaveðustu, erfiðustu til smölunar og mannfrekustu. Þannig var það talið dagsverk 18 manna að smala Almenninga forðum og bæta má þó nokkrum dögum við vegna Þórsmerkur og Goðalands séu heimtur slæmar.

Mjög sennilegt er að hvergi á landinu séu meiri afföll af fé og þarna innfrá enda hættur víða í snarbröttum móbergshálsum og hlíðum.

Hver á að borga smölun?

Mjög líklegt er að sauðfjárbændur þessir reyni að koma kostnaði yfir á sveitarfélagið fremur en að kosta sjálfir smölunina.

Talið er að dagsverkið sé líklega nálægt 15 þúsund krónum ef ekki meir. Það kostar því hátt í 400.000 að smala hvern dag. Þetta verða dýrustu dilkar í sögu Íslands.

Þá er eftir að meta þær gróðurskemmdir sem stafa af beitinni og við smölun.

Ekki ætla eg að kaupa lambakjöt frá bændum þessum enda eru þeir ekki meðvitaðir um hvað sé búskapur með umhverfismál í huga. Þetta er heimska og heimskuna virðist ekki vera unnt að lækna. Þessir bændur eru fastir í gamallri rómantík sem ekki er tengd neinum raunveruleika.

Umhugsunarvert er að sýslumaðurinn í Vík, Anna Birna Þráinsdóttir, virðist vera talsmaður þessarra umdeildu sauðfjáraðila sem beita vilja Almenninga. Er það hlutverk sýslumanns að grafa undan réttarríkinu? Almenningar eru ekki fýsilegt beitarland sökum viðkvæms gróðurs og mikils kostnaðar. Sauðfjárbændum ber að taka tillit til annarra hagsmunaaðilja í landinu og sýslumanninum í Vík einnig.

 


mbl.is Bændur nýta beitarrétt við Þórsmörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Beitarréttur eru verðmæti. Nýti bændur hann ekki eiga þeir á hættu að missa hann varanlega án bóta. Vilji einhverjir vernda sérstaklega svæði sem bændur eiga beitarrétt á væri í flestum tilfellum hægt að kaupa af þeim beitarréttinn. Þannig að það er ekki ástæða til að taka tillit til annarra hagsmunaaðila þegar ekkert tillit er tekið til þeirra hagsmuna og bara ætlast til þess að þeir gefi endalaust eftir óbættir svo aðrir hagnist. Aðrir hagsmunaaðilar verða einfaldlega að opna budduna hafi þeir einhvern alvöru áhuga á að vernda svona svæði. Þetta er engin gömul rómantík heldur raunveruleiki nútímans sem verndarsinnarnir í hundrað og einum ættu skilja vel; Borgaðu eða haltu kjafti, ekkert fæst ókeypis.

Ufsi (IP-tala skráð) 12.7.2013 kl. 10:17

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sjónarmið út af fyrir sig. En sauðfjárbændur verða að taka tillit til sjónarmiða annarra sérstaklega þegar þeir njóta gríðarlegra ríkisstyrkja umfram aðrar atvinnustéttir. Á tímum hagræðingar er þetta tímaskekkja, meira að segja mjög alvarleg.

Guðjón Sigþór Jensson, 12.7.2013 kl. 17:29

3 identicon

Nú er það svo að landsvæðið hefur verið metið og talið þola þessa beit. Þannig að ekki er hægt að taka tillit til þeirra sem bera við gróðurskemmdum. Ofbeit fyrri alda getur ekki talist réttlæta það sjónarmið frekar en að hætta hvalveiðum og fiskveiðum í dag vegna ofveiði áður fyrr. Bændur hafa stundað uppgræðslu undanfarna áratugi til þess að geta áfram nýtt landið. Uppgræðsla bænda á afréttum var aldrei hugsuð sem einka tjaldstæði fyrir þýska túrista og lattelepjandi lopatrefla. Það mættu einhverjir taka tillit til þess.

Ríkisstyrkir til bænda eru ekki rökrétt ástæða fyrir því að taka eitthvað sérstakt tillit til fámenns hóps skattgreiðenda frekar en kröfur um að bíleigendur séu með lægri persónuafslátt vegna umferðarkostnaðar skattborgara, reykingamenn sópi götur í þegnskylduvinnu annan hvern laugardag vegna krabbameinskostnaðar skattborgara og barnafólk vinni og borgi fulla skatta 10 árum lengur vegna barnabóta og annars kostnaðar skattborgara. Og ekki fæ ég fría styttu, málverk eða bók fyrir listamannalaunin sem skattborgarar standa straum af. Og ríkisstyrkir til bænda gera þá ekki skuldbundna öfga náttúruverndarsinnum sem ekki hafa nein rök sem standast skoðun. Ríkisstyrkir eru pólitísk aðgerð og hafir þú eitthvað við þá að athuga og viljir eitthvað endurgjald er best að þú talir við og rukkir þá sem sitja á Alþingi.

Ufsi (IP-tala skráð) 12.7.2013 kl. 22:49

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þarna kennir ýmissa grasa, sumt nokkuð frjálslega farið með staðreyndir.

Guðjón Sigþór Jensson, 12.7.2013 kl. 23:03

5 identicon

"Þarna kennir ýmissa grasa, sumt nokkuð frjálslega farið með staðreyndir" bein tilvitnun í þig Guðjón, sem að passar best við þig sjálfan "

Hver á að borga smölun?

Mjög líklegt er að sauðfjárbændur þessir reyni að koma kostnaði yfir á sveitarfélagið fremur en að kosta sjálfir smölunina." Þarna ert þú að kasta rýrð á þá bændur sem þarna eru og ekki í fyrsta sinn sem ég les drullu frá þér yfir bændur. Það er greinilegt að þú veist ekkert um hverjir greiða smalamennskurnar heldur reynir þú að láta það líta út eins og skattborgarar borgi allt en ekki bændur sjálfir. Þeir voru með góðar greinar í fyrra í blöðunum þar sem þeir voru að smala Almenninga (á eigin kostnað) en það hentar þér ekki nógu vel er það?  Þú ert bara að hagræða sannleikanum sjálfur og búa til gróusögur sem er helvíti lélegt af manni sem að segist vera með próf í upplýsingafræði frá HÍ. Svo segir þú að sauðfjárbændur njóti gríðarlegra ríkisstyrkja umframt aðrar atvinnustéttir, ertu þá að tala um þína eigin atvinnustétt sem er leiðsögumennska? Þar sem ferðaþjónustan var að fá rosalegan ríkisstyrk þegar hætt var við hækkun skattsins, sérstaklega vegna þess að ferðaþjónustan hefur fengið virðisaukaskattinn endurgreiddan í fjölda mörg ár! En þú hefur rétt með það að "Þetta er heimska og heimskuna virðist ekki vera unnt að lækna" þarna hæfir kjaftur skel og hittir þig sjálfan fyrir...

Daníel (IP-tala skráð) 13.7.2013 kl. 00:26

6 identicon

Hæ fæv Daníel. Vel og snyrtilega orðað.

Aldrei hef ég nú aldri í Almenninga komið og hef enga skoðun a hvort þessar 45 skjátur ættu að kroppa þar eða ekki. En ríkisstyrkir ríkisstyrkir ríkisstyrkir ríkisstyrkir !! Kommon !!! Bændur fá þennan beinan styrk út á hversu mikið þeir framleiða, en eins og Daníel sagði með ferðaþjónustuna. Hvað verður ríkissjóður af miklum peningum við að hafa virðisaukaskattinn áfram í 7% ? (er það ekki annars? og átti bara að hækka hann í 14%) Er þetta ekki ríkisstyrkur líka ??? Bara á öðru formi ??? Hvort ætli sé hærri upphæð það sem ríkið greiðir í beingreiðslum í sauðfjárrækt eða niðurgreiðslan á raforku til stóriðju ?? Og hvort er meiri líti á hálendinu rollan eða raforkan ?

Nonni pottormur (IP-tala skráð) 13.7.2013 kl. 02:42

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Eg hef lengi haft samúð með bændum og hef skilið vel sjónarmið þeirra. En að vaða út í vitleysu eins og að reka fé í erfiða og viðkvæma afrétti, jaðrar við heimsku.

Mjög sennilegt verða eftirmál í haust hver eigi að kosta smölun afréttarins sem mun sennilega kosta meira en ávinnigurinn. Til hvers var verið að ana út í vitleysuna?

Guðjón Sigþór Jensson, 14.7.2013 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 242837

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband