Er forsetinn samkvæmur sjálfum sér?

Þau rök sem Ólafur Ragnar setur nú fram um að verða ekki við áskorun 15% þjóðarinnar, gæti hann alveg eins geta sett fram við milliríkjasamningana sem kenndir voru við Icesave.

Því miður var það mal allt sett í einhvern tilfinningaríkan táradal sem nú fyrir löngu er vitað að frestaði einungis endurreisn samfélagsins. Sú ákvörðun féll ákaflega vel að sjónarmiðum Sigmundar Davíðs sem gerðist hvoru tveggja í senn, einn yfirlýsingaglaðasti þingmaðurinn og síðar brattasti kosningaloforðamaðurinn sem minnir óneitanlega á Silvío Berlúskóní.

Eg hefi oft verið að velta fyrir mér hvort Sigmundur Davíð hafi Ólaf Ragnar í vasanum eða Ólafur Ragnar Sigmund í vasanum. Óneitanlega er mjög áberandi hversu samtvinnað starf þeirra er. Ólafur Ragnar gerir allt sem kemur Sigmundi að gagni en öðrum stjórnmálamönnum að sem mesta ógagni.

Ljóst er að sterkasta stjórnarandstaða ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur sat hvergi annars staðar nema á Bessastöðum.

Nú hefur forsetinn dregið í land í landsföðurslegum ákvörðunum sínum. Meðan ríkisstjórn Jóhönnu sat, var hvert tækifæri notað til að grafa undan þeirri stjórn undir forystu þeirra félaga Ólafs Ragnars og Sigmundar.

Við sem töldum að veiðileyfigjald sé jafnmikilvægt samfélaginu rétt eins og aðrar skyldur og skattar samfélagsþegna, erum mjög ósátt við ákvörðun Ólafs Ragnars í dag. Hann er greinilega eins og hver annar hagsmunaaðili samfélagsins til verndar þeim sem betur mega sín. Kvótabraskarar gerðu kvótann að verslunarvöru og meira að segja að féþúfu í eigin þágu. Þeir skyldu sum sveitarfélög á vergangi og töldu sig engu þurfa til þess að svara. Aðalatriðið' var að græða og græða mikið.

Veiðigjaldið var að flestra ályti hóflegt afgjald enda væri kominn tími til að útgerðin legði eitthvað af mörkum til samfélagsins fyrir afnot af þeim náttúruauðlindum sem þjóðin á sameiginlega. Veiðigjaldið miðaðist við afkomu en var ekki hugsað sem flatur skattur eins og íhaldsmenn vilja gjarnan. Því miður er svo að kvótaeigendur telja sig eiga þennan rétt ekki sem afnotarétt heldur sem beina eign sem þeir hafa greitt hverjum öðrum fyrir. En í mörgum tilfellum var verið að koma arðinum af útgerðinni í vasa vina og vandamanna eins og mörg dæmi eru um.

Ólafur Ragnar hefur í dag gengið erinda LÍÚ. Hann getur varla talist forseti allrar þjóðarinnar öllu lengur.

Mjög líklegt er að settar verði fram kröfur um að hann segi af sér áður en kjörtími hans er úti um mitt ár 2016. Við eigum kröfu á að hafa forseta sem hlustar og ígrundar á sjónarmið 15% atkvæðisbærra Íslendinga. Okkur varðar lítt um eigingjörn sjónarmið auðmanna sem ætíð hafa kappkostað að koma sér undan að taka þáttí þjóðfélagsrekstrinum.


mbl.is Hvetur til varanlegrar sáttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband