Umboðslaus ríkisstjórn

Þessari ríkisstjórn hefur komist upp með að taka ákvarðanir þvert á þjóðarvilja. Án þess að spyrja þing né þjóð telur hún sig hafa vald til þess að taka umdeildar ákvarðanir.

Þessi ríkisstjórn Sigmundar Davíðs hefur freklega tekið sér meiri völd en nokkur önnur ríkisstjórn í sögu lýðveldisins. Hún telur sig hafa vald til að binda þjóðina án þess að bera eitt eða neitt undir hana.

Við nútímafólk gerum þær kröfur til valdsmanna að þeir hlusti og þeir virði það sem við viljum. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar hefði viljað fyrst sjá hvað Evrópusambandið býður okkur upp á með frjálsum samningum. Við hefðum viljað fá að velja sjálf hvað okkur er fyrir bestu en ekki einhverri fámennri klíku fulltrúa braskara, eignamanna og hagsmunaaðila þröngrar klíku.

Þessir ríkisstjórnarflokkar hafa tekið við mjög háum fjárhæðum í kosningasjóði sína frá útgerðaraðilum gegn því að lög um auðlindaskatt útgerðarinnar verði breytt útgerðaraðlinum í hag.

Við viljum að auðlindir landsins verði ekki rústaðar með rányrkju og meiri ágengni. Við viljum að Umhverfisráðuneytinu sé stjórnað af ábyrgð en ekki kæruleysi enda hefur ágengin og umgengnin við landið verið mjög ámælisverð.

„Einhvern tímann verður haldin þjóðaratkvæðagreiðsla en ég get ekki sagt hvenær eða af hálfu hvers“ er haft eftir einhverjum furðulegasta ráðherra íslenska lýðveldisins. Hvað á maðurinn við? Er svo að skilja að hann átti sig ekki á einföldustu staðreyndum málsins? Sagt er að margir verði af aurum api en of mikil völd hafa spillt mörgum góðum dreng og gert hann að skelfilegu skrímsli.

Margt bendir til að þessi ríkisstjórn muni ekki lifa árið, jafnvel ekki sumarið. Hún er þegar farin að safna óvinsældum og takmarkalausri tortryggni enda skilur enginn heilvita maður hvert ævintýri ráðamenn hennar eru að ana út í.

Með von um að þessi ríkisstjórn forheimskunnar dagi sem fyrst uppi sem draugarnir forðum!

Af henni er einskis góðs að vænta.

Góðar stundir.

 

 


mbl.is „Við gerum þetta með okkar hætti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Austmann,félagasamtök

"Þessari ríkisstjórn hefur komist upp með að taka ákvarðanir þvert á þjóðarvilja. Án þess að spyrja þing né þjóð telur hún sig hafa vald til þess að taka umdeildar ákvarðanir."

Þjóðin var spurð 27. apríl. Meirihlutinn sagði Nei við ESB-aðild. Ríkisstjórninni ber skylda til að stöðva aðlögunina að ESB, sem og hún hefur gert. Það nær ekki lengra.

Ég óska þessari ríkisstjórn velfarnaðar, þrátt fyrir að ég hafi hvorugan flokkinn kosið og þrátt fyrir að ég sé ekki sammála þeim í öllu. Því að þá pólítisku martröð sem hin ólýðræðislega Jóhönnustjórn, ásamt skósveinum sinum, bar ein ábyrgð á, viljum við ESB-andstæðingar ekki sjá framar.

Austmann,félagasamtök, 22.6.2013 kl. 09:26

2 Smámynd: Austmann,félagasamtök

NB: Ríkisstjórnin er ekki umboðslaus, hún fékk umboð frá meirihluta kjósenda. Og nú er meirihluti á þingi fyrir að stöðva aðildarumsóknina. Ef þú heldur því fram að ríkisstjórn Sigmundar sé umboðslaus, þá verðurðu líka að staðhæfa, að stjórn Jóhönnu hafi verið umboðslaus í apríl 2009, því að annars ertu kominn í andstöðu við sjálfan þig.

Þú verður bara að kyngja því, Guðjón. Hvort þessari ríkisstjórn tekst að endurreisa atvinnulífið mun framtíðin sýna, en í öllu falli er aðlögunin að ESB-ríkinu ekki að þvælast fyrir á meðan.

Austmann,félagasamtök, 22.6.2013 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242914

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband