Hvernig á að auka tekjurnar?

Hrunið sem varð vegna ógætilegrar stjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks leiddi til vinstri stjórnar sem VARÐ að finna hverja smugu til að auka tekjur ríkissjóðs. Nú eru fulltrúar þessara sömu hrunflokka byrjaðir að breyta sem mest skattareglum til þess að draga úr tekjum ríkissjóðs. Hvað þýðir þetta í raun?

Mun lengur tekur að ná jafnvægi milli tekna og útgjalda. Ríkissjóður verður með öðrum orðum rekinn með ósættanlegum halla lengur en nauðsynlegt er. Nú þarf að að halda aðhaldsstefnu vinstri stjóranrinnar áfram í þeim tilgangi að ná sem fyrst hallalausum fjarlögum.

Þó svo að skattlagning gististaða hafi verið talin hófleg, þá eru meiri líkur en minni að í rekstraráætlunum og verðlagningu hafi verið gert ráð fyrir 14% virðisauka fremur en þeim 7% sem nú hefur verið.

Þessi ríkisstjórn gengur fyrir „popularisma“. Hún vill afla sér vinsælda með yfirboðum og óraunhæfum loforðum. Í stað þess að lofa upp í ermarnar á sér með því að gefa fyrirheit um niðurfellingu eða stórfelldar skuldaniðurfærslu hefði verið hyggilegra og raunhæfra að gefa fyrirheit um að aðstoða þá sem eru í vandræðum að geta staðið í skilum, t.d. með lengingu lána og þar með hagkvæmari greiðsluhæfni.

Skuldir geta menn ekki hlaupið af sér jafnvel þó þeir kjósi Framsóknarflokkinn!


mbl.is Fallið frá 14% gistináttaskatti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Veiðigjald á útgerðirnar verður afnumið strax í sumar og fallið verður frá 14% gistináttaskatti...Ríkissjóður er strax að verða skuldlaus þegar Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur komast til valda!

Friðrik Friðriksson, 8.6.2013 kl. 19:04

2 identicon

Guðjón , er eitthvað að?

Steingrímur j, kemur með þessar skattahækkanir ALLT OF SEINT.

Útlendingar skipuleggja fram í tímann með minst eins árs fyrirvara, jafnvel á tveimur eða þremur árum.

Það er sjálfsagt að hækka skattinn, en með minst ÞRIGGJA ára fyrirvara.

Það getur vel verið að Steingrímur sé þinn maður og hann hefur sínar SÉR getu, en það breytir ekki því að hann er fífl þegar gáfur eru annarsvegar.

Skítt með alla skynsemi - en GÁFUR ERU GULL.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 8.6.2013 kl. 19:29

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Venjulega ákveður fólk ekki að skipuleggja ferðalög meira en ár fram í tímann.

Guðjón Sigþór Jensson, 8.6.2013 kl. 19:45

4 identicon

Guðjón, hvaðan úr Breiðdal ert þú?

Íslendingar eru í sér klassa og skipuleggja ekkert nema eftir geðþótta.

Þeir skipuleggja ferðalög daginn fyrir dauðann.

Ég segi það aftur: Það er ekkert að því að hækka skatta, en það verða að gerast í tíma. Bjarni getur alltaf hækkað kattinn "seinna"!

Í pólutík notum við gáfurnar og klókindin, Guðjón!

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 8.6.2013 kl. 20:10

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Átta mig ekki á öllu sem þú skrifar V. Jóhannsson. Er ekki sumt nokkuð flausturslegt? „kattinn“ fyrir skattinn „pólutík“ fyrir pólitík o.s.frv. Gott er að lesa yfir áður en sent er og vistað á ljósvakann.

Eigi er eg úr einhverjum „Breiðdal“ er fremur raunsæismaður sem vil ekki líta á ástandið með einhverjum gyllingum og að allt reddist einhvern veginn. Í upphafi skal hver reyna að gera sér grein fyrir hvernig málin geta þróast.

Guðjón Sigþór Jensson, 8.6.2013 kl. 21:56

6 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Guðjón, Íslendingur og Þjóðverji liggja hlið við hlið á sundlaugarbakkanum á síðasta degi ferðar sinnar. Þjóðverjinn er að velta fyrir sér hvert hann langar að fara næst, hvað það muni kosta og hvernig hann ætlar að leggja fyrir þeirri ferð. Í besta falli er Íslendingurinn að spá í því hvernig hann ætlar að borga vísareikninginn þegar hann kemur heim. Fólki flá flestum þjóðum dettur ekki í hug að ferðast öðruvísi en að eiga fyrir því. Það að þú Guðjón hafir ekki áttað þig á því bendir til þess að þú sért einn af þeim sem borgar ferðina eftirá.

"Hrunið sem varð vegna ógætilegrar stjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks leiddi til vinstri stjórnar sem VARÐ að finna hverja smugu til að auka tekjur ríkissjóðs" Hefur þú einhvern tíman velt því fyrir þér hvað atvinnuleysi kostar Íslensku þjóðina? Ef hægt væri að gera helmingurinn af þeim sem eru atvinnulausir í dag að bændum(sem vinstrimenn eru alltaf að tönglast á að skapi ekki næg verðmætti og hnýta í þá við hvert tækifæri) þá myndi fjárlagagatið lokkast á stundinni, afgangur verða til til að greiða öll kosningaloforð ríkistjórnarinnar, greiða niður skuldir ríkisjóðs á aðeins fáum kjörtímabilum ásamt því að bæta jöfnuð í gjaldeyrisviðskipum.Hvort vilt þú fá fleiri erlenda ferðamenn hingað eða hærri prósentu af þeim fáu hræðum sem hingað koma? Gisting er jú stóri útgjaldaþátturinn hjá ferðamönnum og það er ekki vænlegt til velfarnaðar að hækka þann kostnað um 7% eða jafnvel 18% eins og til stóð fyrst. Ef þú trúir mér ekki ættir þú að skoða allar þær myndir sem teknar voru upp á undanförnum árum.

" vegna ógætilegrar stjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks" Framsókn var ekki í hrunstjórninni 2008, heldur samfylkingin sem bar mesta ábyrðina á því hvernig fór með Björgvin G Sigursson með bankamálaráðherra ásamt ESB með meingölluðum BASEL lögum en án þeirra hefði Icesave ekki orðið til og ef þau lög hefðu verið samin af fólki með skynsemi hefði þetta ekki orðið vandamál.

"Átta mig ekki á öllu sem þú skrifar V. Jóhannsson. Er ekki sumt nokkuð flausturslegt?" Gagnrýni á stafsetningu er merki um rökþrot 

Brynjar Þór Guðmundsson, 9.6.2013 kl. 11:02

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Eg verð að leiðrétta þig Brynjar að aldrei dettur ér í hug að kaupa neitt, eða fjárfesta í einhverju nema eiga fyrir því. Eg geri mér fyllstu grein fyrir því að betra er að spara fyrir hlutunum hvort sem er bíll, tölva, farseðill eða annað, en að kaupa allt upp á krít. Enda hefi eg ekki skuldað krónu síðan um aldamót þegar eg greiddi síðustu afborgunina af íbúðinni minni sem eg bý í.

Óreiða Framsóknarflokksins og SJálfstæðisflokksins á árunum fyrir bankahrun er mér og mínum mjög minnisstætt enda misstum við nánast öllum okkar sparnaði í hendurnar á bröskurunum sem höfðu af okkur sparnaðinn í formi hlutabréfa.

Þó svo Samfylkingin hafi verið í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn um hálfsannars árs skeið voru drögin að hruninu lögð fyrr, bæði með einkavæðingu bankanna og ákvörðun um Kárahnjúkavirkjunar sem ollu verstu fjármálaóreiðu Íslandssögunnar.

Eg átta mig ekki á að ábending um stafsetningu séu merki um rökþrot. Ef hugsun manns er áfátt þá er ekki auðvelt að gagnrýna nema getið sé í eyðurnar og það kallar auðvitað á hártoganir.

Guðjón Sigþór Jensson, 12.6.2013 kl. 22:31

8 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

"og ákvörðun um Kárahnjúkavirkjunar sem ollu verstu fjármálaóreiðu Íslandssögunnar." Kárahnjúkavirkjun olli ekki hruninu, er Landsvirkjun gjaldþrota? Nei, það var umframbygging húsnæðis á suðvesturhorninu aðallega í Reykjavík og Hafnarfirði en aðeins í hinum, hverjir hafa ráðið logum og lófum í þeim tveim sveitafélögum?

 "Þó svo Samfylkingin hafi verið í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn um hálfs annars árs skeið voru drögin að hruninu lögð fyrr," Samfylkingin var við völd í hálft kjörtímabil eða rúm tvö ár og stjórnaði báðum ráðuneytunum sem ollu hruninu og því sem á eftir kom, bankamálaráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu.

 "Eg átta mig ekki á að ábending um stafsetningu séu merki um rökþrot. Ef hugsun manns er áfátt þá er ekki auðvelt að gagnrýna nema getið sé í eyðurnar og það kallar auðvitað á hártoganir." Ætlar þú að segja mér að þú sért svo vitlaus að geta ekki lesið heila setningu ef það vantar einn staf? Annars, taktu vel eftir orðinu sem ég undirstikaði og feitletraði, þú ert ekkert fullkomin heldur

Brynjar Þór Guðmundsson, 17.6.2013 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 242935

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband