Ætli niðurstöður kosninganna séu Ólafi Ragnari þóknanlegar?

Einu sinni var Ólafur Ragnar ungur framsóknarmaður. Hann fékk ekki þann frama innan flokksins sem hann vænti m.a. vegna þeirra þrásetnu spillingarafla sem fóru með völdin í SÍS, stærsta fyrirtækinu sem tengdist Framsóknarflokknum. Doktorsritgerð hans sem hann varði við breskan háskóla fjallar um þróun valdsins á Íslandi frá því um miðja 19. öld oh til byrjunar þeirrar 20. Því miður var þessi ritgerð aldrei þýdd á íslensku er ábyggilega forvitnileg.

Þá gekk Ólafur í Alþýðubandalagið og náði ótrúlegum frama og varð formaður flokksins sem var lengst til vinstri í íslenskum stjórnmálum. Nokkru eftir að ríkisstjórn Jóns Baldvins og Davíðs Oddssonar var öll og Framsóknarflokkurinn kom í stað Alþýðuflokksins´eftir kosningarnar 1995, söðlaði Ólafur um bauð sig fram til embættis forseta lýðveldisins þar sem hann virðist alla tíð hafa notið þess að hafa valdið í sínum höndum á örlagastundu. Í aðdraganda hrunsins átti Ólafur töluverða samvinnu við frjálshyggjumennina og útrásarberserkin sem sumir líkja við víkinga en aðrir við varga. Margt kom annkannalega fyrir sjónir við bakahrunið sem nú virðist vera með öllu gleymt.

Erfiðasta hlutverk nokkurrar ríkisstjórnar á Íslandi var sett undir mælistiku í þingkosningunum í gær. Furðulegt má það vera að tiltektarstarfið eftir frjálshyggjupartíð virðist einskis vera metið. Aldrei áður hefur nokkur ríkisstjórn á Íslandi orðið fyrir jafnmiklum erfiðleikum og ríkisstjórn Jóhönnu og fall hennar er mikið eftir óvægan áróður.

Nú geta braskara- og spillingaröflin skriðið fram úr skúmaskotum sínum í skjól íhaldsflokkanna tveggja og hafið sinn dans kringum gullkálfinn að nýju með tilheyrandi brambolti. Sjálfsagt verður velferðarkerfið sem að mestu tókst að verja á árunum 2009-2013 brotið niður og taumlaus einkagróðavæðing innleidd.  

Sjálfsagt geta Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn glaðst með Ólafi Ragnari að tekist hafi að grafa undan ríkisstjórn Jóhönnu, m.a. með Icesavemálinu, nauðaómerkilegu áróðursmáli sem virðist hafa verið vendipunkturinn og banabiti vinstri ríkisstjórnarinnar. Spurning er hvort Ólafur Ragnar sé ekki fyrir nokkrum misserum verið gildur flokkslimur Framsóknarflokksins? Samvinna milli hans og Sigmundar Davíðs virðist vera nokkuð augljós þegar öllu er á botninn hvolft.

Margir telja Ólaf Ragnar vera slóttugasta pólitíska refinn í íslenskri pólitík. Hann hefur gert Bessastaði að n.k. tilraunastöð með þróun stjórnmála valds á Íslandi.

Í mínum huga er eftirsjá að þeirri ríkisstjórn sem lagði allt í sölurnar til að bjarga því sem bjarga mátti eftir bankahrunið. Með fremur óljósum og þokukenndum stjórnmálamarkmiðum tókst Sigmundi Davíð það sem engum hefur tekist, sjálfsagt með aðstoð vinar síns á Bessastöðum. Hvernig hann hyggst efna kosningaloforðin sín er ekki gott að átta sig á, en það er hans höfuðverkur. Ekki er ósennilegt að ef honum verður hált á hinu pólitíska svelli, muni Sigmundur kalla yfir sig nýja „Búsáhaldasbyltingu“ en án mín, eg verð smám saman of gamall í svona hasar.


mbl.is Forseti hittir Jóhönnu í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Til hamingju með nýja Ríkisstjórn Guðjón, hvernig svo sem hún kemur til með að líta út.

Ef kosningarloforð eru ekki efnd, hvort það eru Framsókn, Samfylking, Vinstri Grænir eða Sjálfstæðis flokkur sem eru með loforðin þá eiga þau að segja upp starfi.

Þá á ekki að lýðast lengur að flokkar brjóti kosningarloforð eins og Vinstri Grænir gerðu á síðasta kjörtímabili og í raun Samfylkingin gerði líka.

Vonandi eru betri tímar framundan fyrir heimilin og þar með landið.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 28.4.2013 kl. 14:03

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ekki veit eg hvað þið áhaangendur íhaldsins sjáið betra við frjálshyggjustjórn hægri manna en félagshyggjustjórn vinstri manna nema þið tengist braski og spillingu. Þá sjáið sjálfsagt einhvern hag af þessu þar sem ný tækifæri eru að græða á kostnað annarra.

Guðjón Sigþór Jensson, 28.4.2013 kl. 15:15

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Núverandi stjórnarflokkar brutu engin kosningaloforð. Stóðu við allt 100%.

Hinsvegar eru framsóknarræflarnir þegar á harða hlaupum frá sínum kosningaloforðum sem gengu útá það að fólk átti að segja feitt nei við skuldum sínum og útlendingar áttu að borga þær.

Sem vonlegt er þá er framsókn nú þegar á harðahlupum frá loforði sínu og stefnir að þjóðarkjötkatlinum með stóra gaffla og skeiðar og er í þann mund að fara að moka feitu bitunum til fjárhaglegs bakgrunns flokksræksnisins. Sem eru m.a. fv. útrásarvíkingar og almennir braskarar.

Eigi flóknara.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.4.2013 kl. 15:15

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ef þú heldur að ég sé áhangandi einhverar hreyfingu svo sem íhald, vinstri, hægri miðju eða einhvers annara hreyfingu, þá er það algjör miskilningur.

Ef flokkur vill taka á aðal málum landsins þá er sjálfsagt að gefa þeim tækifæri að gera það, en ef þau standa ekki við gefinn loforð, þá í burtu með þau.

Aðal ástæða fyrir að (S) og (V) fékk spark í afturendan og það svo alvarlega að það hefur aldrei gerst áður í sögu lýðveldisins er, af þvi að gefin loforð voru brotin.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 28.4.2013 kl. 16:24

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þarna er kjarninn í muninum á vinstri flokkunum og þeim hægri. Samfylkingin og VG vildu taka á afleiðingum þessa hruns með skynsemi og forðast að brjóta niður félagskerfið, heimbrigðiskerfið og menntakerfið. Nú verður væntanlega horfið frá góðum gildum en horfið í sama hjakkið um einkavæðingu þar sem unnt er að gera þjónustu að féþúfu fyrir þá ríku.

Að öllum líkindum verður ný Búsáhaldabylting þegar Sigmundi Davíð og Bjarna vefst tunga um tönn að efna kosningaloforð sem erfitt verður að efna nema með einhverjum hókus-pókus aðferð. Sennilega hefði verið hyggilegra fyrir þessa pilta að lofa góðu veðri næsta kjörtímabil.

Þakka þér Ómar Bjarki. 

Guðjón Sigþór Jensson, 28.4.2013 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 242837

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband