Afturgöngurnar komnar á kreik

„Sú gamla er komin aftur“ sagði Svavar Gestsson í viðtali í Speglinum í RÚV núna í þessu. Með þessu átti hann við að nú væru Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn með meirihluta atkvæða og líklegt að nú byrji ballið að nýju.

Þessi ríkisstjórn 2009-2013 hefur tekið við einhverju ömurlegasta búi sem nokkur ríkisstjórn hefur þurft að taka við. Það var ekki af eigingirni sem hún tók að sér það erfiða hlutskipti að taka til eftir frjálshyggjuóreiðuna.

Nú geta Bjarni og Sigmundur hrósað happi að fá lyklana að Stjórnarráðinu og orðið hæstráðendur til lands og sjávar, rétt eins og Jörundur á sínum tíma. Hvort nýtt hrun verði komið á teikniborðið að loknum Hundadögum skal ekki fullyrt. En eitt er víst:

Í hádegisfréttum RÚV var sagt frá sjónarmiðum álfurstans sem ræður álbræðslu Norðuráls á Grundartanga að nú strax eftir helgi verði að vænta „góðra tíðinda“ vegna byggingar álbræðslu í Helguvík. Greinilegt er að búið er að semja fyrirfram um þessi mál. Spurning er hvort þessi aðili fjármagni að einhverju leyti starf „álflokkanna“?

Verður „Rammaáætluninni“ fleygt fyrir borð? Nýjum náttúruverndarlögum, hugmyndum um veiðileyfagjald kvótahafa? Verður sama stefna tekin upp og á dögum Davíðs gagnvart öryrkjum og sjúkum sem og þeim sem minna mega sín?

Þá er spurning hvort Frjálshyggjan verði dubbuð upp og allt einkavætt sem haft er að hafa að féþúfu eins og Landsbankann og Landsvirkjun sem og Orkuveitu Reykjavíkur og fleiri orkuveitur og vatnsveitur. Það væri ekki ólíklegt. Afturgöngurnar sjá um sína.

Eg fyllist hryllingi að við sitjum uppi með nýja afturhaldsstjórn. Ríkisstjórn Jóhönnu Sogurðardóttur boðaði á vissan hátt vor í íslenskri pólitík. En villikettirnir og valdagleði afturhaldsaflanna kom í veg fyrir það rétt eins og gerðist í Tékkóslavakíu 20.8.1968.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 242836

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband