Hvernig verða þinglok?

Nú þarf að taka upp aðferð Torfa Hjartarsonar tollstjóra og ríkissáttasemjara. Þegar kjaradeilur höfðu þróast í þá átt að verkfall var fyrirsjáanlegt, boðaði Torfi deiluaðila á sinn fund: Hér vinnum við að þessari deilu og dyrnar verða ekki uppluktar fyrr en nýr kjarasamningur hafi verið gerður.

Nú ætti ekki að opna dyr þinghússins fyrr en samþykkt hafi verið ný stjórnarskrá. Ef þetta gengur ekki þá ætti ríkisstjórnin að gefa út nýja bráðabirgðastjórnarskrá sem kæmi í stað þeirrar bráðabirgðastjórnarskrá sem gilt hefur frá 1944. Rétt er að vísa í niurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárdrögin sem nú hafa verið til umfjöllunar í þinginu en braskaraliðið í stjórnarandstöðunni er á móti.

Þá þarf að gefa út bráðabirgðalög um skoðanakannanir, hverjir megi gera þær, aðferðafræði, birting og rétt að mæla viðhorf en ekki móta. Við verðum að gera okkur grein fyrir að skoðanakönnun og skoðanankönnun er ekki það sama. Sumar eru jafnvel þannig fram settar að innbyggt svar er innifalið í spurningunni. Hver kannast ekki við ef neitað er um svar: Er líklegt að þú veljir Sjálfstæðisflokkinn .....?

Því miður hafa svona vinnubrögð verið viðhöfð. Þetta er siðleysi undir yfirskyni vísinda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 242918

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband