Einn af öngum Kalda stríðsins

Kalda stríðið var ömurlegt í marga staði. Það var hræðilegt að alast upp í ótta um gjöreyðingu heimsbyggðarinnar. Þessi tvö hernaðarveldi, Bandaríkjamenn í Ameríku og Rússar, höfðu allar þjóðir á sínu áhrifasvæði í hendi sér, rétt eins og mús í fjalaketti. Ef einhver sjálfstæð hugsun var sett fram, þá var að vænta að maður var kveðinn í kútinn með einhverri rússagrýlu. Sjalfstæð hugsun mátti hvergi fyrirfinnast.

Þegar Þorskastríðið sem hófst 1. september 1972 var á suðupunkti vorið 1973, réðst múgur á breska sendiráðið eftir mótmælafund á Lækjartorgi. Eg var staddur þar og mér fannst einkennilegt að sjá tryllinginn og ofbeldisdýrkunina sem blossaði upp. Nánast hver einasta rúða í húsinu sem er vestari „Sturlubræðrahöllin“ við Laufásveg, var mölbrotin. Mátti sjá nokkra vaska sveina, marga nú þjóðkunna sem þar hvöttu landa sína til dáða. Síðar kom í ljós að sendiráðsritarinn Bryan Holt var staddur í húsinu og tjáði hann frá að grjót og glerbrot hafi verið alls staðar og mildi að hann stórslasaðist ekki. Það varð honum til lífs að stórt eikarborð varð honum skjól.

Þetta var einkennileg uppákoma. Auðvitað bar íslenska ríkið fulla ábyrgð og á kostnað skattborgara voru glerrúður sendiráðsins endurnýjaðar. Mér fannst þetta vera mikill vansi að svona lagað gæti gerst. Íslenska lögreglan gerði ekkert til þess að koma í veg fyrir þessi ósköp þó svo að okkur beri skylda til að vernda hagsmuni erlends ríkis hvað sendiráð og sendisveitir viðkemur gagnvart ofbeldi og lögleysum sem þessum.

Þessi undirskriftasöfnun um „Varið land“ var að mörgu leyti einkennileg. Þarna var þjóðinni stillt upp við vegg og ekki allar undirskriftirnar fengnar með góðu. Voru miklar umræður um málið og undirskriftasöfnunin gagnrýnd harðlega í fjölmiðlum einkum í Þjóðviljanum. Víða voru þessir undirskriftarlistar frammi á vinnustöðum með vitund og vilja yfirmanna. Þarna gafst kjörið tækifæri að fá staðfestingu á því hvaða skoðanir starfsmenn höfðu. Þessi undirskriftasöfnun tengdist því mjög upplýsingaöflun sem íhaldsöflin á Íslandi gátu nýtt sér vel. Auðvitað voru þeir sem aðhylltust verkalýðshreyfinguna og virkt lýðræði á móti aðferð sem þessari.

Samfélagið á Íslandi var ekki mjög þróað þegar þarna var komið sögu. Þeir sem gagnrýndu og það voru margir, voru margir hverjir lögsóttir einkum fyrir brot gegn ærumeiðingum en þeir sem þátt tóku í skipulagi og framkvæmd þessarar umdeildu undirskriftasöfnunar voru eðlilega mjög í skotlínunni og gáfu kannski tilefni til þess. Þarna voru fulltrúar ýmissa hagsmunahópa sem áttu það sameiginlegt að vera hallir undir hægri menn.

Eigi sakna eg Kalda stríðsins. Þó svo við Íslendingar vorum blessunarlega „réttu“ megin við Járntjaldið, þá voru þetta slæmir tímar. Og enn getum við séð að sumt í áróðri hægrimanna er með beina tilvísun til þessara tíma þegar fólk hafði meiri áhyggjur að drepast úr rússneskri geislavirkni en amerískri.

Áróðurinn er nefnilega „lævís og lipur“. Við heyrum suma af stjórnmálamönnunum að þeir vilji bjóða kjósendum sínum afslátt á skuldum, gull og græna skóga ef þeir kjósi „rétt“. En hver á að borga skuldirnar hvort sem óreiðumenn eða skilvísir einstaklingar eiga í hlut? Af hverju lofa þeir ekki einfaldlega góðu veðri næsta kjörtímabil komist þeir til valda? Þeir myndu þá alla vega ekki ljúga meiru en þeir sem boða skuldaaflausn og betri tíð með aukinni stóriðju sem kemur engum að gagni nema álfurstum, bröskurum og verktökum.

Góðar stundir! 


mbl.is Þegar þjóðinni var heitt í hamsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242914

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband