Draugagangur verði endanlega kveðinn niður

Icesave draugurinn hefur verið ein aðalpersónan í íslenskri pólitík eftir hrunið. Ríkisstjórn Geirs Haarde samþykkti fyrsta Icesavesamninginn 11.10.2008 sem hefur verið n.k. ígildi Írafells-Móra síðan. Ófáir hafa óttast Móra þennan, uppvakning sem hefur fylgt þjóðinni sem mara frá hruninu mikla þegar braskarar í boði Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks skildu allt eftir í rúst.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur unnið þrekvirki að koma efnahagsmálum þjóðarinnar aftur í rétt horf. En sumir stjórnmálamenn með einkum forystusauði Framsóknarflokksins hafa reynt að halda lífi í Írafells-Móra til að hræða líftóruna úr íslensku þjóðinni. Það er nefnilega svo að auðugasti þingmaður sem nú situr Alþingi Íslendinga er einmitt formaður Framsóknarflokksins. Bandalag hans við gamlan framsóknarmann sem nú situr á Bessastöðum virðist hafa borið mikinn ávöxt. Þeir hafa verið ótrúlega samstíga að ætla mætti að sami maður stýri forsetavaldinu og hinum gamaldags Framsóknarflokki.

Það hafa verið lögð stórgrýti á veg þjóðarinnar að betri framtíð. Við gátum fyrir þremur árum fengið mun betri viðskiptakjör ef þetta Icesave hefði verið látið tilheyra sögunni eins og tækifæri þá gafst. Þá hefðu vextir verið lægri, hagvöxtur í landinu meiri sem og erlend fjárfesting. Dregið hefði verið mun hraðar úr atvinnuleysi og allt samfélagið komist fyrr út úr kreppunni. En þetta hentaði ekki framsóknarmönnunum. Þeir vildu kreppuna áfram þrátt fyrir harmakvein heimilanna svo þeir gætu fært sér betur í nyt þau tækifæri sem síðar kynnu að koma þeim í hendur.

Auk þessa legg eg til að þessi steinrunni og margspillti valdaklíkuflokkur Framsókn verði lagður niður, rétt eins og Karþagó forðum daga!

Góðar stundir!


mbl.is Óskar Íslendingum til hamingju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Voðalegt bull er þetta í þér. Það var að vísu til eitthvað minnisblað sem innihélt fyrstu drög að samningi, sem gerð voru á fyrstu dögunum eftir hrun við allt aðrar aðstæður. Sýndu mér samþykktina sem þú heldur fram að ríkistjórn Geirs hafi samþykkt 5 dögum eftir hrun. En endurskrifun sögunar eftir hrun er með ólíkindum hjá fólkinu sem kennir sig við vinstri mennsku. Berlega hefur komið í ljós að það er þrennt sem haft afgerandi áhrif varðandi það að koma efnahagsmálum þjóðarinnar númer 1 neyðarlögin sem ríkisstjórn Geirs H Haarde kom á. 2 Samstarfið við AGS sem ríkisstjórn Geirs H Haarde kom einnig á. Og 3 að það tókst í þrígang að stoppa helferðarstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur í því að troða icesave skuld einkabanka upp á íslenska skattgreiðendur. Ekkert af þessu má þakka ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir.

Hreinn Sigurðsson, 31.1.2013 kl. 02:17

2 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

efnahagsmálum þjóðarinnar í aftur í rétt horf (átti þetta að vera.)

Hreinn Sigurðsson, 31.1.2013 kl. 02:19

3 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Þessi svokallaði draugagangur þinn verður vonandi endanlega kveðinn niður þegar landsdómur verður búinn að dæma foristumenn núverandi ríkisstjórnar fyrir landráð.

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 31.1.2013 kl. 11:10

4 identicon

Það mæti hengja þennann ötulasta quisling í sögu ílenskra smámenna, Guðjón Jensson  aftan í landráðahópinn sem einskonar vörumerki fyrir söfnuðinn.

Karl Jónsson (IP-tala skráð) 31.1.2013 kl. 13:28

5 identicon

Guðjón þú ert ansi duglegur við skrif sem þú hefur klárlega ekkert fyrir þér í, og mjög greinilega en á sama tíma að mér þykir hreinlega stórfurðulegt að þú sért harður stuðningsmaður þessarar verstu ríkisstjórnar í Íslandssögunni. Og reynir allt hvað þú getur til að skíta alla aðra út. Jú þessi ríkisstjórn reyndi þrisvar að þvinga þessum skuldum uppá íslenska skattgreiðendur sem eiga klárlega ekki að borga fyrir þetta. Finnst þér það virkilega eitthvað til að hreykja sér af?? Við tókum öll þátt í þessu uppgangsævintýri til að byrja með og datt ekki öllum í hug að svona gæti farið. En sem betur fer höfum við forseta með bein í nefinu og stoppaði þetta rugl að koma þessu uppá íslenska skattgreiðendur og börn þeirra og barnabörn. 

Þessi ríkisstjórn hefur hækkað allt uppúr öllu valdi hvort sem það eru skattar, nýjir skattar eða gjöld með furðulegum nöfnum. Jú vissulega þarf að hafa tekjur fyrir gjöldum, en þau fara týpísku kommúnistaleiðina..  t.d. að hækka alla skatta of mikið sem veldur því að innkoman minnkar því það halda allir það mikið að sér höndum.

Svo ég leyfi mér að segja, bullið sem kemur alltaf frá þér bara nær engri átt. Góðar Stundir.

Davíð (IP-tala skráð) 31.1.2013 kl. 15:08

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

„Verstu ríkisstjórnar“: hvað hefurðu fyrir þér í því? Var þessi ríkisstjórn ekki að taka við langversta viðskilnaði allra tíma eftir meira en 17 ára samfellda stjórnarsetu Sjálfstæðisflokksins þar sem allt miðaðist við að hygla og mylja undir vildarvini?

Auðvitað hefur margt mistekist. Eg hefði t.d. vilja sjá ákvæði um takmaörkun á atkvæðarétti í hlutafélögum til þess að koma í veg fyrir markaðsmisnotkun og annað áþekkt sem því miður viðgekkst undir stjórn Sjálfstæðisflokksins.

Þessi áróður sem þú stendur fyrir er mjög illa framsettur og hefur öll einkenni lýðskrums enda engin rök færð fyrir.

Leyfi mér því að vísa þínu bulli beint til föðurhúsanna!

Guðjón Sigþór Jensson, 31.1.2013 kl. 16:55

7 identicon

Já versta ríkisstjórnin vil ég það kalla. Nei hún tók ekki við góðu búi, en ekki hafa þau lagað ástandið heldur gert það verra ef eitthvað er. Það þarf ekki að horfa langt til þess. Öll skattlagning er t.d. kominn langt fram úr öllu hófi en breikkar bara enn meira bilið milli þeirra ríku og fátæku. Hvað er það annað en að "hygla og mylja undir vildarvini"?? Hvað helduru að þau Jóhanna og Steingrímur hefðu verið fljót að kalla eftir afsögn ráðamanna núna eftir niðurstöðuna úr Icesave ef dæmi sneri hinsegin. Þ.e. þau væru í stjórnarandstöðu?? Sagan segir okkur að þau hefðu gert það áðuren nokkur annar næði að svo mikið sem opna munninn. En nei, þau eigna sér þetta núna því sem þau ætluðu sér að troða ofan í skattgreiðendur þessa lands. Og ég sé ekki betur en þú sért ennþá, að breiða út þennan "já" boðskap?? Vilt þú semsagt ennþá að við, íslenskir skattgreiðendur borgum Icesave?? Það er ekki að sjá annað. Jújú það hafði ekki góð áhrif í ákveðin tíma að segja nei, en á öllu að fórna með því að beygja sig fram bara og segja já og amen bara til þess og láta valta yfir okkur?

Ef ætti að kjósa í dag veit ég hreinlega ekki hvað ég myndi kjósa. En þó veit ég það að það yrði ekki VG eða Samfylking, það er ljóst. Vil ekki sjá Evrópusambandið að minnsta kosti, það veit ég. Ég hef búið erlendis í Evrópusambandsríkjum og hef séð og upplifað hvernig það er. Jú það hefur ákveðna kosti, en gallarnir eru bara svo miklu fleiri. Fyrir utan að það hentar Íslandi verr en flestum öðrum þjóðum. Kæmi ekki á óvart ef Evrópusambandið hreinlega hryndi alveg á næstu árum. Bretland og Finnland eru ekki að hugsa um að segja sig úr því að ástæðulausu.

Guðjón, það þarf ekki að lesa mikið af blogginu þínu til að sjá að kallir þú annan lýðskrumara kemur það svo sannarlega úr hörðustu átt, fyrir utan að ekki er að sjá nein haldbær rök í þínum skrifum.

Davíð (IP-tala skráð) 31.1.2013 kl. 19:09

8 identicon

það er svo einkennilegt að þið sem hallist undir vinstri stjórn virðist hreinlega grútspæld yfir sigri Íslendinga í þessu máli. Hvurs konar manndóm sýnir það eiginlega? Að mínu mati afskaplega lítinn að geta ekki glaðst yfir góðum endi á þessu og viðurkennt að hafa haft rangt fyrir sér. Það á fólk sem þú Guðjón, sameiginlegt með Jóhönnu og Steingrími. Að vísu eru þau aðeins skárri þar sem þau a.m.k. virðast ánægð með niðurstöðuna.

assa (IP-tala skráð) 31.1.2013 kl. 19:38

9 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Sæll Guðjón.Ég bíð enn eftir að þú sýnir frammá þessa samþykkt sem þú segir að Ríkisstjórn Geirs Haarde hafi gert þann 11.10.2008

Hreinn Sigurðsson, 1.2.2013 kl. 00:13

10 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Fyrsti Icesavesamnigurinn var gerður 11.10.2008, örfáum dögum eftir kollsteypuna. Síðari samningar voru bundnir af þessari samþykkt og því mjög gróf sögufölsun að .essi ríkisstjórn beri meginábyrgð.

Þó kom fram við samningsgerð Icesave 2 að mjög miklar líkur væru á því að nægar innistæður væru fyrir í þrotabúi Landsbankans fyrir skuldbindingum samningsins. Á þessum forsendum taldi ríkisstjórnin öllu óhætt enda mikilvægt að koma þessu máli sem fyrst frá.

En það voru efasemdarmennirnir sem gerðu þetta að tilfinningamáli og söfnuðu undirskriftum sem Ólafur Ragnar kolféll fyrir. hann sá sér einnig leik á borði og fara í valdatafl við ríkisstjórnina sem ákvað að sitja sem fastast!

Eg hef efasemdir um einhvern „sigur“ í þessu Icesave m´´ali. Það getur vel verið að þeir sem trúa á drauga og afturgöngur telji sig geta sigrað drauginn að lokum. En þetta var okkur dýrt spaug sem Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðingur telur að hafi kostað okkur að minnsta kosti 60 milljarða sem töfin olli.

Eruð þið tilbúnir að axla þá ábyrgð?

Guðjón Sigþór Jensson, 3.2.2013 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 242836

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband